Hetja í minningu minni

Á laugardaginn 17. febrúar verður kvaddur frá Víkurkirkju, Stefán Pálsson. Ég vann með Stefáni hjá byggingafyrirtækinu Klakk í Vík. Litið yfir Víkina eru allmörg hús er við Stefán unnum við að byggja og endurbæta í Víkurþorpi, svo sem elliheimilið Hjallatún og læknisbústaðurinn. Byggðum hús fyrir Víkurprjón og seinna byggingu yfir hótel Vík.

Einnig vann ég með Stebba í nýbyggingum í Skarðshlíð undir Eyjafjöllum og við byggingu safnahúss fyrir byggðasafnið í Skógum.

Það var oft gott að eiga góðan vin í vinnunni sem hægt var að leita til eins og við frágang á vinnutímaskýrslum svo að allt væri fráengið fyrir hana Kollu hjá Klakk svo að bókhaldið væri klárt og hún gæti innheimt af verkkaupendum.

Stebbi átti ýmsa drauma og fylgdi þeim eftir. Alloft talaði Stebbi um að hann ætlaði að flytja aðra landshluta, því miður gerði hann það ekki og bjó í Víkinni alla tíð. Var einn af íbúunum í Vík sem ég minnist með ánægju og vona að hann sé nú fluttur í sumarlandið og lifi þar góðu lífi.

Einar Kristinn Stefánsson og fjölskylda, votta ykkur mína dýpstu samúð vegna pabba þíns.

 

Njörður Helgason.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Njörður Helgason. Húsasmíðameistari grunnskóla og framhaldsskólakennari.

Höfundur

Njörður Helgason
Njörður Helgason
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_3122
  • IMG_3283
  • IMG_3266
  • IMG_3268
  • IMG_3257

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband