3.1.2018 | 21:05
Aldarafmæli ömmu minnar!
Þann fjórða janúar rennur upp aldarafmæli hennar ömmu minnar heitinnar Sigríðar Finnbogadóttur sem var fædd 1918. Kalda árið sem Katla gaus um haustið og olli búsifjum viða um land og mikið jökulhlaup flæddi yfir Mýrdalssand.
Ég var alinn upp heima hjá ömmu minni og bjó þar til 18.ára aldurs,að Suður-Fossi þar sem hún amma mín bjó í allmörg ár þar til hún flutti á dvalarheimilið Hjallatún í Vík.
Á Hjallatúni bjó hún til dauðadags og átti þar ágæt ár síðasta hluta ævinnar. Ég átti heima rétt hjá dvalarheimilinu Hjallatúni og var prýðisgott að geta kíkt yfir til ömmu og frændur hennar tveggja sem þar bjuggu, Geirs og Einars frá Þórisholti í Reynishverfi.
Börnum mínum þótti gott að geta heimsótt ömmu sína á elliheimilið í Vík. Þá Sérlega yngsta barni mínu henni Gígju. Er hún var úti að dunda sér fór hún stundum yfir götuna og heimsótti ömmu sína á elliheimilið.
Það er ljúft að minnast lífs míns með henni ömmu í sveitinni. Hún ól mig vel upp og að alast upp í Sveitiini í Mýrdalnum var ljúft og skilaði mér nokkuð góðum út í lífið.
Með minningu einnar aldar þakka ég innilega kæra amma mín og minnist þín með góðum hætti.
Um bloggið
Njörður Helgason. Húsasmíðameistari grunnskóla og framhaldsskólakennari.
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Myndirnar mínar á Flickr Samansafn valinna mynda til sýnis fyrir alla
- Twitter síðan mín Skoðanir í stuttu máli
Veðurviti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.