19.1.2017 | 16:32
Hvar var tollurinn?
Kom Polar Nanoq fullt af dópi til Íslands? Eru skip sem hingað koma undarþegin tollskoðun?
Eða var íslensku dópi komið í skipið í Hafnarfirði?
Fjórði maðurinn handtekinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Njörður Helgason. Húsasmíðameistari grunnskóla og framhaldsskólakennari.
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Myndirnar mínar á Flickr Samansafn valinna mynda til sýnis fyrir alla
- Twitter síðan mín Skoðanir í stuttu máli
Veðurviti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þar sem togarinn kom aldrei að landi Grænlandsmegin áður en honum var snúið til baka bendir það til þess að efnin hafi komið frá Íslandi. Langlíklegast virðist vera að einn eða fleiri skipverjar hafi útvegað þau hér á Íslandi í því skyni að smygla þeim til Grænlands. Sé smyglvarningur vandlega falinn er ekki víst að hann finnist þrátt fyrir tollskoðun.
Guðmundur Ásgeirsson, 19.1.2017 kl. 17:38
Guðmundur, vil gega athugasemd við færslu þína. Mér datt í hug að skipverjar hefðu kannski keypt hassið hér á Íslandi. Kannski auðveld kaupleið frekar en beint til Grænlands. En spurningin er, hversu vel er leitað á skipi sem kemur til Íslands, og hversu vel er leita á skipi sem er að halda úr höfn frá Íslandi???
Tollarar fundu rúmlega 20 kíló af hassi á skipinu í Hafnafjarðarhöfn. Þetta fannst, "þrátt fyrir tollskiðun" en við sérstakar aðstæður. Getur verið að tollarar finni svona efni frekar við "sérstakar aðstæður"?
Ingibjörg Magnúsdóttir, 20.1.2017 kl. 00:41
Ég veit ekki hversu ítarlega skip eru skoðuð við hefðbundna tollskoðun. Mér segir svo hugur að ítarleg leit sé yfirleitt ekki gerð nema einhver grunur liggi fyrir. Það eru þá í vissum skilningi sérstakar aðstæður sem gefa tilefni til slíkrar leitar. Væntanlegast finnst smyglvarningur frekar í þeim tilvikum sem sérstaklega er verið að leita að honum.
Guðmundur Ásgeirsson, 20.1.2017 kl. 00:47
Smá leiðrétting á fyrstu athugasemdinni. Komið hefur fram að togarinn var að koma frá Danmörku og hafði viðdvöl í Hafnarfirði á leið sinni til fiskveiða við Grænland. Það opnar fyrir þann möguleika að efnin hafi jafnvel verið meðferðis alla leið frá Danmörku, en þetta lá ekki fyrir þegar ég skrifaði fyrstu athugasemdina.
Guðmundur Ásgeirsson, 20.1.2017 kl. 00:53
Nú er málið víst næstum hætt að snúast um Birnu, og farið að snúast næstum alfarið um ólöglegan tollvarning án upprunalandsmerkingar né áfangastaðarmerkingar? Innan eða utan tolla-fjórfrelsis-upprunalands?
Kl. 2.00 (fyrir tæpum klukkutíma síðan, nú um nóttina), stoppuðu 2 lögreglubílar með blikkandi en hljóðlaus ljós hér fyrir utan húsið á Lækjargötunni í Hafnarfirði. Ég varð undrandi á þessu blikki og umferð löggubílanna sírenulausu um hánótt og kíkti út. Þá sá ég tvær manneskjur sem komu frá bílunum, og gengu á milli húsa hér rétt fyrir neðan?
Vonandi merki um góðar fréttir af týndu stúlkunni. Of dimmt til að ég sæi greinilega hvort önnur manneskjan hefði getað verið blessunin hún Birna.
Guðsvættirnar almáttugu og góðu veri með og hjálpi henni og fjölskyldu hennar, hvernig sem þetta allt er flækt í raun og veru.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 20.1.2017 kl. 02:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.