24.6.2016 | 11:26
Bretland verður sundrað.
Breta mega ekki gleyma að ESB var í upphafi stofnað til að tryggja frið í Evrópu. Bretland getur ekki litið fram hjá því að mikil átök voru innan ríkisins, sem er líklegt að verði aftur í baráttu Skota og norður Íra fyrir því að ríkin verði öflugri. Líklegt er að þjóðaratkvæðagreiðsla verði aftur í Skotlandi, Wales verði sjálfstæð og norður Írar renni saman við Írska lýðveldið.
Bretlandi verður því sundrað eftir að þeir ákváðu að segja skilið við ESB. Líklega spólast Bretland aftur í tímann og eftir að Bretland kveður ESB verða allmörg ríki á Bretlandseyjum.
![]() |
Aðild Íslands enn fjarlægari hugmynd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Njörður Helgason. Húsasmíðameistari grunnskóla og framhaldsskólakennari.
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Myndirnar mínar á Flickr Samansafn valinna mynda til sýnis fyrir alla
- Twitter síðan mín Skoðanir í stuttu máli
Veðurviti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.3.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Wales fylgir Englandi, Írar vilja ekki N-Íra og N-Írar vilja ekki Írland. Þá er bara Skotland eftir; en það var sennilega kominn tími á að skotarnir fengju sjálfstæði hvort sem er. Svo er bara að sjá til hvort þeir þora. :)
Kolbrún Hilmars, 24.6.2016 kl. 21:43
Rétt hjá þér, Kolbrún. Undir öllum kringumstæðum, þá er Brexit góð tíðindi. Úrgangan mun styrkja sjálfsákvörðunarrétt Breta til lengri tíma litið, hvort sem Skotland velur sjálfstæði eða ekki. Þá mun eftir sem áður ríkja sérstök viðskiptabönd milli Englands og Skotlands, sem ESB getur ekki rofið.
Hins vegar er það mín skoðun, að Skotar eigi eftir að skipta um skoðun varðandi aðildina að ESB eftir nokkur ár. Aðildin hefur ekki skilað Skotum öðru en þurrausnum fiskimið. Og þrátt fyrir að meirihluti Skota kaus með kyrrsetu, þá er mikil andstaða í Skotlandi við ESB til staðar, alveg eins og það var mikil andstaða gegn EBE á áttunda áratugnum.
Það er von mín að Skotar fái sjálfstæði og taki síðan ákvörðun um aðild sem sjálfstæð þjóð. Ef þeir svo vilja afsala sér sjálfstæðinu með nýrri aðild, þá ráða þeir því sjálfir, auðvitað. Og sem sjálfstæð þjóð sem ekki lengur er undir klafa Brussels, en sem getur gert hagstæða fríverzlunarsamninga við hvaða ríki sem er, auk þess að fá stjórn fiskimiðanna aftur í sínar hendur, mun koma í ljós hversu fáránleg hugmyndin um skozka aðild yrði. Ef eftir að hafa sagt sig úr ESB, England og Wales kjósi að vera aðili að EES, þá gæti það líka verið góður kostur fyrir Skota.
En Brexit hefur líka aðra víðtæka þýðingu. Nú mun reyna á það hversu erfitt eða auðvelt sé fyrir ríki að segja sig úr ESB, því að hin aðildarríkin verða að samþykkja skilmálana/úrsögnina með auknum meirihluta (qualified majority).
Aztec, 24.6.2016 kl. 23:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.