18.4.2016 | 17:52
ÓRG hleypir engum í embætti forseta.
Greinilega er Ólafur svo hræddur við Guðna Th. Jóhannesson að hann dreif fjölmiðla ril sín á Bessastaði og lýsti því yfir að hann færi enn og aftur í framboð til forseta íslands.
Rök ORG fyrir framboði voru afskaplega klén, það yrði að standa vörð um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Því verði að gæta að aðild að ESB yrði ekki borin fyrir þjóðina og staða stjórnarskrárinnar yrði óbreytt á meðan hann væri í embætti forseta.
Ólafur Ragnar þrumaðist inn á sviðið til að stöðva frambjóðendur sem yrðu líklegir til að verða kosnir í embætti forseta. ÓRG hefur æ þynnandi hulduher bak við sig og hefur lítinn áhuga á að segja opinberlega hverjir hvetji hann til framboðs.
Hlýtur að vera svona einstakur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Njörður Helgason. Húsasmíðameistari grunnskóla og framhaldsskólakennari.
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Myndirnar mínar á Flickr Samansafn valinna mynda til sýnis fyrir alla
- Twitter síðan mín Skoðanir í stuttu máli
Veðurviti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
" og hefur lítinn áhuga á að segja opinberlega hverjir hvetji hann til framboðs."
Ég skal segja þér það: Meirihluti þjóðarinnar.
Aztec, 18.4.2016 kl. 18:31
Ágætt að hafa Ólaf sem lengst í forsetaembættinu, sparar þjóðinni að greiða laun til einhvers annars sem hefði verið kjörinn í forsetaembættið.
Ættli það séu ekki 24 milljónir sem sparast á ári, bara hafa Ólaf í embættinu til dauða dags.
Kveðja frá Houston
Jóhann Kristinsson, 18.4.2016 kl. 19:00
Af þeim sem lýst hafa yfir framboði þá er Ólafur Ragnar sá eini veldur embætinu. Ólafur hefur mikla reynslu auk þess að vera þekktur á alþjóðavetvangi. Hann hefur staðið sig vel sem forseti mér finnst það engu skipta þó hann bjóði sig fram í sjötta sinn.
Filippus Jóhannsson, 18.4.2016 kl. 21:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.