8.9.2015 | 17:02
ÓRG margsaga að venju!
Ólafur Ragnar hagar máli sínu á þann hátt að flestir geti fengið sína útkomu á þeim sem hann getur notað seinna. Nú ætlar hann að spara Alþingi væntanlegan kostnað við innsetningu nýs forseta!
Fimm milljónir í innsetningu forseta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Njörður Helgason. Húsasmíðameistari grunnskóla og framhaldsskólakennari.
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Myndirnar mínar á Flickr Samansafn valinna mynda til sýnis fyrir alla
- Twitter síðan mín Skoðanir í stuttu máli
Veðurviti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ólafur Ragnar Grímsson verður Forsrti Íslands næstu 5 árin, sem betur fer.
Kveðja frá Houston
Jóhann Kristinsson, 8.9.2015 kl. 17:25
Nei, Njörður, ÓRG er ekki margsaga. Það er rétt hjá honum að hann sé að setja Alþingi í síðasta sinn með því umboði sem hann fékk 2012. Ef hann býður sig fram og verður endurkjörinn þá verður setning Alþingis næsta haust það fyrsta með nýju umboði. Hvort hann verði myrkur í máli þegar hann flytur áramótaávarpið er svo önnur saga.
Ef hann ákveður að bjóða sig ekki fram á nýjan leik, er þjóððinni vandi á höndum. Við þurfum forseta sem, eins og ÓRG, getur staðið í lappirnar gagnvart quislingunum á Alþingi. Aðrir eiginleikar sem nýr forseti verður að hafa er góð þekking á stjórnmálum, bæði alþjóðlegum og ekki sízt innlendum, svo og þekkingu á landi og þjóð. Óháðan ríkisstofnunum. Og gjarnan með raunvísindalegan bakgrunn. Í augnablikinu er enginn þannig frambjóðandi sjáanlegur af þeim sem hefur verið bent á.
En þetta með að nota 5 milljónir í innsetningu er bara bruðl. Það er vel hægt að finna annan stað til þessarar athafnar, t.d. Þjóðmenningarhúsið. Og þó. Of margar slæmar minningar þaðan. Til greina kæmi stóri salurinn í Háskólabíó sem jú er í eigu ríkisins, hefur stórt svið og sem getur rúmað fleiri hundruð áhorfendur. Þar þarf ekki að aftengja nein borð. Aðrar ríkisbyggingar koma einnig til greina, t.d. Harpan. Kostnaður gæti farið niður í 50 þúsund kall ef rétt er haldið á spöðunum.
-Pétur D.
Aztec, 8.9.2015 kl. 20:38
Ég get alveg tekið undir það sem “Aztec” segir. Mér finnst líka alveg rétt, að Forseti Íslands hafi gefið það til kynna, að þetta sé í síðasta sinn sem hann setji þingið. Það má vera að hann telji að nú sé rétti tíminn til þess að draga sig í hlé, og það er auðvitað hans ákvörðun.
En fari svo að hann tilkynni, að hann muni gefa kost á sér í enn eitt kjörtímabil, þá er það líka hans mál, að ákveða það.
En burt séð frá því, þá vil ég endurtaka það sem ég hefi sagt áður, en það er, að ég vil mæla með Sturla Jónssyni í framboð til embættis Forseta Íslands. Mun ég gera það sem í mínu valdi stendur, til þess að styðja það framboð. Og í fullri einlægni sagt, þá vil ég halda því fram, að þar sé réttur maður, - traustur maður, - sem ég tel að öll þjóðin geti fylgt sér að baki, og borið virðingu fyrir.
Tryggvi Helgason, 8.9.2015 kl. 22:00
Svör Birgittu voru góð í stefnuræðunni.
Njörður Helgason, 8.9.2015 kl. 22:54
Birgitta er rugluð sjóræningja drottning og loksins er fólk farið að sjá í gegnum sjóræningja lygina um lýðræði og allt upp á borðið. Enda er fylgið farið að síga.
Kveðja frá Houston
Jóhann Kristinsson, 9.9.2015 kl. 14:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.