20.11.2013 | 20:31
Fýll veiddur til búbótar
Nú á að sýna þátt Úlfars Finnbjörnssonar um fýlaveiði í Mýrdalnum á RUV annað kvöld fimmtudaginn 20 : 05
Í kynningu er sagt að hann hafi verið veiddur og etinn um aldir fyrir austan. En fýlaveiði hefur verið um rétt rúma öld austur frá en er nú svipur hjá sjón vegna fækkunar miðað við það sem var á tuttugustu öldinni.
Set hér hluta greinar minnar úr DV um fýlaveiði:
Þetta var mikil björg í bú að ná í fýl, hvort sem maður drap hann í eigin eða annarra landi. Svo fór maður eftir giljum allt inn undir jökul í veiðiferðum."
Fýls var ekki vart í Mýrdal fyrr en 1828-1830 og ekki var farið að veiða hann fyrr en um 1870 í Reynishverfi, fyrst í háf í fjallinu. Upp úr því er farið að veiða hann af miklum krafti. Settar voru hömlur á veiði í háf á tímabili, þó var alltaf veitt mikið af honum, sérstaklega í Reynishverfi. Guðjón Þorsteinsson hefur vanist þeim verkunaraðferðum að reyta fýlinn og salta.
Fyrst þegar ég man eftir var ekki farið að svíða hann. Ég man
að fólk velti honum upp úr rúgmjöli til að ná betur af honum dúninum. Nú reyti ég hann og svíð. Ég prófaði fyrir 2 árum að láta reykja hann og hann er mjög góður þannig. Það var eftir fyrirmynd frá Vestmannaeyjum."
Nokkrir áratugir liðu frá því fýllinn kom fyrst í Mýrdal þar til farið var að nýta
hann. Farið var að veiða hann upp úr 1870 og hefur alltaf verið mikið
veitt af honum. Það kom þó bakslag í veiðarnar um 1940 þegar sett var bann á fýlaveiðar vegna veiki sem kom upp í fólki í Vestmannaeyjum. Fólk fárveiktist en orsakirnar eru ekki fullkunnar. Sumir vildu kenna því um að hitnað hefði í fýlnum en aðrir vildu meina að svokölluð páfagauksveiki hefði borist í fýlinn.
Þrátt fyrir bannið var alltaf eitthvað veitt af fýl í Mýrdal. Fýllinn er einkvænisfugl en verpir í þéttum byggðum og er ekki vandlátur á hreiðurgerð. Oftast rótar hann smálaut í sand í klettunum eða verpir bara á beran steininn sínu eina eggi.
Fyrir mörgum sem búa nálægt fýlabyggð er fýllinn veðurviti. Fari hann úr fjallinu veit það á veðrabreytingar til hins verra en þegar hann kemur aftur veit það á gott.
-NH
Um bloggið
Njörður Helgason. Húsasmíðameistari grunnskóla og framhaldsskólakennari.
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Myndirnar mínar á Flickr Samansafn valinna mynda til sýnis fyrir alla
- Twitter síðan mín Skoðanir í stuttu máli
Veðurviti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 370663
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.