21.10.2013 | 13:10
Talsmaður náttúruverndar handtekinn.
Það er grátlegt og leitt að einn helsti maður náttúruverndar skuli vera settur bak við lás og slá vegna þess að Ómar stendur sig vel í þessu máli. Vonandi verður handtakan til þess að fólk fjölmenni í Gálgahraun til að mótmæla framkvæmdunum.
Í Gálgahrauni er þetta tjald.
Ómar: Ég bara sat áfram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Njörður Helgason. Húsasmíðameistari grunnskóla og framhaldsskólakennari.
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Myndirnar mínar á Flickr Samansafn valinna mynda til sýnis fyrir alla
- Twitter síðan mín Skoðanir í stuttu máli
Veðurviti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sammála.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.10.2013 kl. 13:35
Eiga umhverfisverndarsinnar ekki að fara að lögum eins og aðrir og á að fara eftir nafni og kennitölu með það hvort menn eru handteknir eða ekki????
Jóhann Elíasson, 21.10.2013 kl. 13:53
Er búið að ganga frá dómsmáli?
Njörður Helgason, 21.10.2013 kl. 13:55
Nei það er ekki búið, innanríkisráðherran var snögg að vippa þessu fyrir róða, en fljót að neita að hætta útburði fólks af heimilum sínum, sýnir mér svo ekki verður um villst hvar hennar hjarta slær.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.10.2013 kl. 14:10
Hér þarf ekki dómsmál til.
Ómar ákveður að brjóta lög og skal því hengt eins og hverjum öðrum.
Eins og löglegla gerði grein fyrir áður en handtökur hófust að þá er mótmælendum skylt að fara að tilmælum lögreglu.
Mótmæli eru sjálfsögð en lögbrot eru það ekki.
Óskar Guðmundsson, 21.10.2013 kl. 15:23
Það eitt að höfða dómsmál stöðvar EKKI framkvæmdir, það er ekki fyrr en dómur er fallinn sem reynir á það. Svo þessar aðgerðir hraunavina ERU ÓLÖGLEGAR.
Jóhann Elíasson, 21.10.2013 kl. 15:32
Ég mótmæli að mínar skattpeningar eru settir í svona glórulausa og óþarfa framkvæmdir eins og þennan nýjan veg. Alltaf virðist nógu mikið af peningum í svona. En heilbrigðis- og menntamálin svelta í hel. Spáið þið í þetta!
Úrsúla Jünemann, 21.10.2013 kl. 16:24
Ef dómur fellur náttúruverndarsinnum í vil. Hvernig verður þá gengið aftur frá hrauninu í það útlit sem það var áður en framkvæmdir við veginn hófust?
Njörður Helgason, 21.10.2013 kl. 16:29
Svona eru lögin og ég ætla ekki að svara því hvernig hlutirnir verða gerðir enda er það annarra að finna út úr því................
Jóhann Elíasson, 21.10.2013 kl. 17:30
Með lögum skal land byggja en ólögum eyða, á vel við í þessu samhengi.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.10.2013 kl. 19:24
Af vef Garðabæjar: Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar og Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra staðfestu friðlýsingu Gálgahrauns og Skerjafjarðar, innan lögsögu Garðabæjar, með undirritun skjala þess efnis 6. október 2009. Undirritunin var gerð við athöfn sem haldin var við jaðar Gálgahrauns hjá Hraunsviki við Arnarnesvog. Einnig var skrifað umdir samninga um umsjón og rekstur hinna friðlýstu svæða.
Njörður Helgason, 22.10.2013 kl. 08:45
Þessu hefur ekki verið hampað mikið undanfarið Njörður.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.10.2013 kl. 10:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.