Beint í hópinn!

Örríkið Ísland ætti að vera þar á meðal. Land fámennisins á vel heima að vera með hinum smáríkjunum í ESB.
mbl.is Evrópsk smáríki fái aðild að EES
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þú ættir bara að flytja í eitthvað af þessum "sæluríkjum" sem eru í ESB.  Ætli dýrkunin myndi ekki eitthvað breytast?????

Jóhann Elíasson, 8.10.2013 kl. 02:58

2 Smámynd: Guðmundur Eyjólfur Jóelsson

Jóhann og Njörður eruð þið ekki eitthvað að misskilja það er rætt um EES en ekki ESB þar er mikill munur á, við erum nú þegar í EES svoleiðis að Njörður þarf ekki að flytja eitt eða neitt,það er ekki nóg að halda menn verða að vita um hvað menn eru að skrifa .

Guðmundur Eyjólfur Jóelsson, 8.10.2013 kl. 08:21

3 Smámynd: Aztec

Þessi smáríki hafa ekkert að gera í EES. Þau spjara sig ágætlega, hvert á sinn hátt, enda hafa þau megintekjur af túrisma og viðskiptum. Að þurfa að taka við einhverjum tilskipunum frá framkvæmdastjórninni sem kemur þeim lítið við, er ekki neitt sem þau æskja. Það er ekki að ástæðulausu að Svisslendingar höfnuðu að gerast aðilar að EES. Sjálfsákvörðunarrétturinn (þ.e. fullt sjálfstæði) og frelsi frá reglufarganinu vegur þungt hjá Svisslendingum.

Fyrir mörgum árum bentu ESB-sinnar, sem vildu að Ísland tæki upp evruna, á það að þessi þrjú örríki, Andorra, Monaco og San Marino hefðu tekið upp evruna, en "gleymdu" að nefna, að þessi ríki höfðu ekki sjálfstæða mynt fyrir, svo að það var rökrétt að notast við nýja mynt nágrannalandanna í staðinn fyrir pesetas/francs eða lire.

Ekki svo að skilja, að EES sé svo slæmt fyrir Ísland á ýmsan hátt, en leiða ætti hugann af því hvort allar þessar tilskipanir frá framkvæmdastjórninni séu í raun nauðsynlegar til þess eins að vera hluti af fríverzlunarsvæði. Fyrir nokkru (á síðasta ári, minnir mig) kom í ljós, að Norðmönnum hefði "láðst" að setja 400 (segi og skrifa fjögur hundruð) tilskipanir frá ESB í verk. Svo að eitthvað hefur þessari frændþjóð okkar fundizt þeim (tilskipununum) vera ofaukið, enda ekkert á leiðinni inn í ESB frekar en Íslendingar.

Aztec, 8.10.2013 kl. 09:23

4 Smámynd: Njörður Helgason

Í EES eins og Ísland er og fara svo saman í ESB. Með aðild að EES er viðkomandi þjóð orðin að stórum hluta í ESB. Þess vegna er ekki neitt stórmál fyrir Ísland að verða aðili að ESB.

Njörður Helgason, 8.10.2013 kl. 10:08

5 Smámynd: Aztec

Nei, ekkert stórmál. Við missum yfirráð yfir fiskimiðunum okkar, íslenzkur landbúnaður fer á hausinn, Alþingi verður að áhrifalausu sovéti og íslenzkir embættis- og stjórnmálamenn fá enn fleiri bitlinga. Viljum við það? Er ekki betra að vil leysum sjálf okkar vandamál án þess að fá á okkur enn fleiri?

Viljum við yfirgefa eitt brennandi hús til að fara inn í annað stærra, sem einnig stendur í ljósum logum? Án þess að fá meiri áhrif en sem svarar langtum minna en 1%? Hefurðu sjálfur eiginhagsmuna að gæta í þessu máli, Njörður?

Aztec, 8.10.2013 kl. 10:32

6 Smámynd: Njörður Helgason

Málsvari sameiningar. Barðist í sameiningu stéttarfélaga sem urðu stærri einingar á eftir. Einu má ekki gleyma, þegar Ísland verdur ESB ríki erum við músin sem öskrar ef á okkur er brotið. Skýrt hefur komið fram hjá ESB að vilji er til þess að Íslendingar sjái áfram um fiskveiðar sínar og verði ráðgefandi fyrir ESB. Landbúnaðinum er haldið uppi með eilífum ríkisstyrkjum. Til að verða öflugir í landbúnaðinum gerum við það á gæðum vörunnar. Hvað um orkuframleiðsluna? Við erum ekki að láta ráða yfir hverum og lækjum sem við notum innanlands.

Njörður Helgason, 8.10.2013 kl. 11:01

7 Smámynd: Aztec

1. Sameining stéttarfélaga er ekki sambærilegt við innlimun smáríkja í ESB.

2. Það hefur komið skýrt fram af hálfu samningarnefndar ESB, að engiar varanlegar undanþágur verða gefnar frá CFP (Sameiginlegri fiskveiðistefnu ESB). Þannig verða Íslandsmið hluti af ESB-miðum og allúr fiskveiðifloti sambandsins fær jafnan aðgang að miðunum. Yfirstjórn fiskveiða á Íslandsmiðum (ESB-Hafsvæði 27.5) verður enda færð til Bruxelles.

3. ESB-ríki mega ekki styrkja sinn eigin landbúnað, heldur fær landbúnaður styrki frá sambandinu. Ólíkt ríkisstyrkjum eru ströng skilyrði varðandi nýtingu bundin landbúnaðarstyrkjunum frá ESB, sem sárafá íslenzk bændabýli geta uppfyllt. Í Danmörku fóru hundruð smábýla á hausinn og/eða voru uppkeypt af og sameinuð stærri býlum (eða Hollendingum vegna mjólkurkvótans), samt voru þau arðbærri (þ.e. nýting jarðarinnar betri) en gerist á Íslandi. You do the math. Auk þess að eftir innlimun fer mjólkurkvótabraskið verulega á flug.

4. "Við erum ekki að láta ráða yfir hverum og lækjum sem við notum innanlands." ** Njörður, við verðum ekkert spurð.

Aztec, 8.10.2013 kl. 11:48

8 Smámynd: Njörður Helgason

Sameining verklýðsfélaga varð sumun þyrnir í augum, Nú sér fólk að sameinuð félög eru öflugri. Meðal annars vannst sigur þar með sameiningu.

Rétt er að nota aðlögunartímann að fiskveiðistjórnuninni til þess að Ísland verði ráðandi afl í fiskveiðistjórnun ESB.

Morgunljóst er að Ísland fær jaðarbyggðastyrki til landbúnaðar við inngönguna. Íslenskur landbúnaður verður áfram kyrfilega styrktur eftir inngöngu í ESB.

Yfirráð yfir tólum og tækjum á Íslandi er eitt af því sem verður samið um í aðildarsamningnum.

Njörður Helgason, 8.10.2013 kl. 12:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Njörður Helgason. Húsasmíðameistari grunnskóla og framhaldsskólakennari.

Höfundur

Njörður Helgason
Njörður Helgason
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_3122
  • IMG_3283
  • IMG_3266
  • IMG_3268
  • IMG_3257

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband