30.9.2013 | 11:45
Vonandi til áframhaldandi verka.
Meðmæli að fagmaður hafi verið ráðinn í starfið, ekki pólitísk velgjörðarráðning. Spurning hvort að honum gangi betur en forstjóranum sem sá ekki lausn vandans.
Páll forstjóri Landspítalans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Njörður Helgason. Húsasmíðameistari grunnskóla og framhaldsskólakennari.
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Myndirnar mínar á Flickr Samansafn valinna mynda til sýnis fyrir alla
- Twitter síðan mín Skoðanir í stuttu máli
Veðurviti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 370663
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það verður þá horft á eitthvað fleira í skipulaginu, heldur en hátækni-skurðstofu-skóla, á kostnað svikinna sjúklinga, og hvíldarlausra launalítilla starfmanna/kvenna. Þetta er jákvætt spor í rétta átt.
Mannslífin og heilsan eru í daglegu tali, og hjartans meiningum flestra, dýrmætasti auðurinn, sem aldrei verður metinn til fjár. Ef ekki er gert ráð fyrir að siðferðisskyldur hins opinbera virki rétt, þá vantar hjartað í allt samfélagið.
Gangi þessum manni og restinni af starfsfólkinu sem best, við erfiðar aðstæður á óvissutímum í heimsfjármálunum.
Og bætið endilega heildrænum lækningum inn í kerfið, þannig að það virki frá öllum hliðum þekkingarinnar samtímis. Það myndi spara mikið, létta á álaginu á starfsfólki, og ekki síst bæta þjónustuna fyrir þá, sem ekki er hægt að hjálpa með hefðbundnum aðferðum. Heildrænar lækningar eru viðurkenndar og studdar í flestum vestrænum löndum að einhverju leyti. Tímabært að siðvæðast í þeim málum hér á landinu hreina.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 30.9.2013 kl. 13:00
Vonandi er þessu umsátursástandi lokið og loks heyrast jakvæð orð frá LSP !...Spurnig hvað var mest að og hvar var flöskuhálsin ?...þvi allir með sæmilegu viti ,vita flesta hluti er hægt að laga sem skynsemi og jákvæðni að leiðarljósi ...Lýst vel á þennann ,mann og óska bæði LSP og Páli til hamingju og óska velgengni i vetrinum framundan .
rhansen, 30.9.2013 kl. 13:45
Geðveikt!
corvus corax, 30.9.2013 kl. 13:49
Bjartsýnin kvaddi við lestur Eiríksgreinarinnar:
Páll Matthíasson, sem ráðinn hefur verið forstjóri Landspítalans, er náfrændi Bjarna Bendiktssonar fjármálaráðherra og er nú talað um valdatöku Engeyjarættarinnar á göngum spítalans.
Páll er ömmubarn Ólafar Benediktsdóttur sem var systir Sveins Benediktssonar sem var afi Bjarna fjármálaráðherra – og ættin löngum kennd við Engey sem blasir við horft úr höfuðborginni.
Njörður Helgason, 30.9.2013 kl. 18:13
Lesturinn breytti ekki mínum skoðunum á núja forstjóranum.
Njörður Helgason, 30.9.2013 kl. 22:28
Nýja lansastjóranum.
Njörður Helgason, 30.9.2013 kl. 23:04
Eru ekki flestallir íslendingar skyldir í sjötta, sjöunda og áttunda lið?
Ég veit þetta ekki nákvæmlega, enda er ættfræði ekki mín sterkasta hlið, svo vægt sé til orða tekið.
Þessi ættfræði-árátta getur verið hættulegt tvíeggja sverð í umræðunni.
Frændur eru stundum frændum verstir, samhliða því að frændur eru stundum frændum allt of bestir.
Frænda-mælikvarðinn margnotaði, er ekki gagnlegur mælikvarði á siðblindu og græðgi einstaklinga innan ætta.
Mikilvægt að átta sig á því.
Lykilmaðurinn Kári erfðargreinir ætti nú að vita eitthvað um þetta.
Nú þarf Kári litli að segja frá. Lappi hjálpar honum vonandi að handan.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 1.10.2013 kl. 17:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.