19.9.2013 | 15:16
Er Sigmundur álfur út úr hól?
Sigmundur Davíð lifir í draumaheimi með skoðanir sínar og Ólafs Ragnars. Hann lítur ekki til þess að Ísland er í gjaldeyrishöftum sem ekki er séð að losni. Ísland er með gjaldeyri sem er út undir vegg í viðskiptalöndum okkar.
Sigmundur lítur ekki á grein Svölu Helen Björnsdóttur í FB í dag um stöðu tækni- og hugverkafyrirtækja á Íslandi. Hún segir að Ísland sé ekki nógu aðlaðandi fyrir fólk né fyrirtæki.
Hann segir samsteypustjórnir framsóknar og sjálfstæðisflokks tryggi Íslandi framför en talar ekki um hrunið sem jafnaðarmenn björguðu landinu úr.
Fjárfestar reiða sig á fyrirsjáanleika | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Njörður Helgason. Húsasmíðameistari grunnskóla og framhaldsskólakennari.
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Myndirnar mínar á Flickr Samansafn valinna mynda til sýnis fyrir alla
- Twitter síðan mín Skoðanir í stuttu máli
Veðurviti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 370663
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er alveg með ólíkindum hvað fólk talar niður þá sem vilja bjarga Íslandi upp úr lægðinni með þeim ráðum og meðulum sem mynt okkar getur gert. Ég ætla mér að sjá og gefa þessum mönnum tíma, fyrst þeir eru við stjórnvölin, ég vona bara að ég verði ekki fyrir eins miklum vonbrigðum og með fyrri ríkisstjórn, sem alltaf virtist vera úti á túni með allar framkvæmdir, og höfðu ekki kjart til að gera eitt eða neitt, en nota nú allar sína krafta til að rakka niður stjórnvöld og hamast á þeim áður en þeir eru búnir að sýna sig.
Auðvitað hefur maður vissar efasemdir um ýmsa bæði úr sjálfstæðisflokki og framsókn. En ég bíð eftir að sjá hvort þeir spjari sig.
Ég er svo algjörlega bólusett fyrir Jóhönnu og Steingrími að ég er ennþá með óbragð í munninum eftir stjórn þeirra. Því miður, því ég virkilega hélt að nú væri komin ríkisstjórn fólksins. En svo sannarlega getum við nú kennt þeim um hvernig komið er með ríkisstjórn hrunflokkana. En vonandi hafa þeir lært eitthvað, þó Samfylkingin hafi svo sannarlega ekkert lært.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.9.2013 kl. 16:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.