Byrgjum brunninn strax.

Fyrir stóraukinn straum ferðamanna til landsins verða Íslendingar að gæta margra hluta varðandi ferðamennskuna. Það er ekki nóg að byggja upp gistipláss í löngum röðum öðruvísi en að tryggja að þar fari þjónustan fram af fagmennsku og einbeitingu við að gera hana með kunnáttu. Þessi mikla fjölgun ferðamanna má ekki verða til þess að íslensk ferðaþjónusta verði mönnuð fólki sem vinnur í henni án þess að vera með nám við það sem það vinnur við. 

Svona hlutir sáust of mikið á Íslandi áður en guð blessaði landið eftir 2008. Sumum fyrirtækjum var haldið uppi af mönnum sem höfðu skipt oftar um kennitölur en sokka og voru með starfsfólk sem tæplega voru greidd laun yfir vasapeningum og alls ekki greidd launatengd gjöld. Starfsmennirnir voru því án nokkra réttinda ef eitthvað kom uppá.

Þetta er eitt af því sem verður að gæta í nýjustu bólunni sem er ferðamennskan. Frá upphafi verður að gæta þess að ekki verði talið sjálfsagt að menntun starfanna verði borin fyrir róða. Einfaldlega er of seint að ætla að gera átak þegar starfsemin er  víða byggð upp án kunnáttu og menntunnar. 


mbl.is Fjöldi ferðamanna tvöfaldast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinmar Gunnarsson

Mér þykir ansi kuldalegt af þér að kalla ferðaþjónustu á Íslandi; Bólu. Þetta er grein sem hefur farið hægt vaxandi síðustu 50 árin eða svo, og reyndar nær ferðaþjónusta á Íslandi miklu lengra aftur þi tímann. Þetta er stöðug atvinnugrein/þjónusta og mun verða það ef vel er haldið á spöðunum.

Ferðaþjónusta er ekki bóla, en aukning ferðamanna er ekki endilega af hinu góða; það þarf að gæta meðalhófs í því eins og öðru og á einhverjum tímapunkti mun ferðamannastarumur til landsins ná jafnvægi og jafnvel minnka aðeins.

Straumi ferðamanna þarf að stjórna, að einhverju marki, en ekki leyfa ótamið flæði fólks um allar koppagrundir og það er það er greinin þarf að huga að, fyrr en seinna.

Steinmar Gunnarsson, 10.9.2013 kl. 17:49

2 Smámynd: Njörður Helgason

Ég segi bóla vegna þess að hún er að vaxa töluvert meira en undirbúningurinn. Það hefur gerst í nokkrum öfgum frá jafnri stækkun sem var áður. Ég segi líka bólu vegna þess að fagmennska greinarinnar virðist ætla að verða eins og hún var í byggingarbólunni.

Njörður Helgason, 10.9.2013 kl. 23:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Njörður Helgason. Húsasmíðameistari grunnskóla og framhaldsskólakennari.

Höfundur

Njörður Helgason
Njörður Helgason
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_3122
  • IMG_3283
  • IMG_3266
  • IMG_3268
  • IMG_3257

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband