Nýtum Vatnsmýrina undir miðborgarbyggð

Eðlilegt að Reykjavíkurborg vilji losna við stríðsminjarnar úr Vatnsmýrinni. 
mbl.is Tveir vilja flugvöll í Vatnsmýri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Nei ekki segja þetta, þá á að byggja nýja flugstöð þarna því við sem erum á landsbyggðinni viljum heimsækja ykkur sem oftast en ef völlurinn verður lagður niður þá mun þeim heimsóknum fækka gríðarlega og ykkar til okkar líka!

Sigurður Haraldsson, 1.9.2013 kl. 00:16

2 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Þessi hræðsluráróður um að samband landsbyggðar og Reykavíkur muni bíða þess mikin hnekki ef flugvöllurinn fyrir innanaldsflug verður færður til um 10 til 40 km. er orðin ansi þreyttur. Svo ekki sé talað um fullyrðingar um að það muni kosta fjölda mannslífa. Staðeyndin er sú að minni akstur vegna þéttingar byggðar mun bjarga miklu fleiri mannslífum heldur en flugvöllur nánast á lóð sjúrkarhúss mun nokkurn tíman gera.

Sigurður M Grétarsson, 1.9.2013 kl. 08:27

3 Smámynd: Benedikt V. Warén

Hver á að kosta það að byggja nýjan flugvöll?  Reykjavíkurborg?  Íslenska ríkið?

Benedikt V. Warén, 1.9.2013 kl. 15:34

5 Smámynd: Njörður Helgason

Nýjan flugvöll eða það seem er nær aðgera, breytingar á Keflavíkurflugvelli mun ríkið borga eins og uppbyggingu vegakerfisins.

Njörður Helgason, 1.9.2013 kl. 21:23

6 Smámynd: Benedikt V. Warén

Reykjavíkurborg á að borga. Hún bakar sér skaðabótaskyldu ef þeir láta málið ganga fram. Sorry virðist vera einföld staðreynd.

Benedikt V. Warén, 1.9.2013 kl. 21:45

7 Smámynd: Njörður Helgason

Er það ekki fakta að borgin skipuleggur landið innan borgarmarkanna? Er það ekki ljóst að srtíðsminjavöllurinn getur valdið skelfilegu slysi í borginni? Verður ekki fókli komið fljótt undir læknishendur með flutningsleiðum frá Keflavík til Reykjavíkur.

Njörður Helgason, 2.9.2013 kl. 00:21

8 Smámynd: Benedikt V. Warén

Skipulagsvaldið liggur hjá bæjarfélogunum. Ef samningar um landakaup nást ekki, hefst eignarnámsferli. Þá þarf ríka almannahagsmuni til að það gangi í gegn. Ljóst er að Reykjavíkurborg mun ekki geta sýnt fram á það. Það er hins vegar auðvelt af ríkisins hálfu fyrir hönd landsbyggðarinnar.

Benedikt V. Warén, 2.9.2013 kl. 08:13

9 Smámynd: Njörður Helgason

Um flugvallarsvæðið verður að semja ef ríkið telur að þung öryggisrök séu fyrir flugvellinum. En ekki er flólið að flytja allt flugið á annan flugvöll og flytja frá honum bráðaflutninga til sjúkrahúsanna á höfuðborgarsvæðinu. Með þessu er alls öryggis gætt með fluginu. Talandi um öryggi flugsins. Hvað má segja um öryggið austur á Kirkjubæjarklaustri fyrir bráðveikann einstakling sem leggja þarf á sjúkrabörur og keyra með til Reykjavíkur. Eða íbúann í Öræfum eða Suðursveitinni?

Njörður Helgason, 2.9.2013 kl. 09:18

10 Smámynd: Benedikt V. Warén

Það er ekki um neitt að semja. Ef Reykjavíkurborg ætlar að taka landið eignarnámi, verður að fara í ákveðið ferli. Ég sé enn og aftur, að rök sérfræðinga hrökkva af þér eins og vatn af gæs.

Bendi einnig á að það eru flugvellir á Fagurhólsmýri, Kirkjubæjarklaustri, Vík og Bakka. Einnig er hægt að nota þyrlur, þegar um skemmri vegalengdir er að ræða. Þyrlur eru frábær tæki og henta til sjúkraflugs á styttri leiðum. Það er metið í hverju tilfelli fyir sig.

Svona til að þú áttir þig á samhenginu þá eru:

Flugvél er fljótari í förum en þyrla.

Þyrla er fljótari í förum en bíll

Bíll er fljótari í förum en hestur.

Nærðu samhenginu?

Benedikt V. Warén, 2.9.2013 kl. 11:05

11 Smámynd: Njörður Helgason

Flugvellirnir í Vík, Klaustri, Skógum, Bakka og Fagurhólsmýri eru sumir valtaðir fyrir sumarið. Vatnsmýrin, er hún ekki borgarland? Rökin sem notuð eru vegna Reykjavíkurflugvallar eru að miklu leyti sálræn og baráttan oft byggð á hæpnum rökum.

Njörður Helgason, 2.9.2013 kl. 16:03

12 Smámynd: Benedikt V. Warén

Hægt að opna vellina í neyðartilfellum, allan ársins hring. Metið í hverju tilfelli fyrir sig. Vildi að ég gæti nefnt sálræn og hæpin rök fyrir því að leggja flug af í Vatnsmýrinni. Rökin eru engin gegn vellinum, - bara tómt rugl, þvæla og vanþekking.

Benedikt V. Warén, 2.9.2013 kl. 16:47

13 Smámynd: Njörður Helgason

Þessir flugvellir eru yfirleitt ekki færir fyrir sjúkraflug, líklega yrði áhætta meiri að láta flugvél lenda á mörgum þeirra en að keyra.

Stríðsminjavöllurinn í Vatnsmýrinni er tímaskekkja og fyrir allt öryggi er rétt að beina fluginu á alvöruflugvöll eins og í Keflavík frekar en að halda áfram að hafa tímasprengju í Vatnsmýri. Flest óhöpp eru í flugtaki og lendingu. Það fer fram í Reykjavík, þar sem hafa orðið flugslys.

Njörður Helgason, 2.9.2013 kl. 16:58

14 Smámynd: Benedikt V. Warén

Áfram heldur þú. Tómt rugl, þvæla og vanþekking.

Benedikt V. Warén, 2.9.2013 kl. 17:14

15 Smámynd: Njörður Helgason

Bull? Flugvöllinn í Reykjavík burt. Allt flug til Keflavíkur. Í Reykjavík verði afgreiðsla fyrir innanlandsflug og millilandaflug.

Njörður Helgason, 2.9.2013 kl. 17:26

16 Smámynd: Benedikt V. Warén

Sjá #14. Over and out.

Benedikt V. Warén, 2.9.2013 kl. 18:16

17 Smámynd: K.H.S.

Dýrmætið sem Gnarrhálfvitarnir , nú þrír eftir að Gísli Marteinn datt inn,  ætla að skemma er svo langt utan venjulegs  skilnings að það hálfa væri nóg. Húsin sem fyrir voru, voru flutt  burt til að rýma fyrir besta flugvallarstæði sem til er í umdæmi Reykjavíkur bæði að dæmi breskra og Íslenskra sérfræðinga. Þar á flugvöllurinn að vera um aldur og ævi. Það fólk sem hóf þessa baráttu um flugvöllinn burt er aðflutt, í aðfluttum húsum, uppgerðum og aðfluttum á kostnað borgarinnar. Uppnumið af  þykjusu húsaverd, en mest af eigin upphefð og græðgi. Auðvitað átti þetta ölmusufólk að vita af flugumferð á svæðinu , en ekki bresta í grát þegar ekki var hægt að sólbaða sig á glæsipallinum, berrassaður og berbrjósta vegna ofangláps flugfarþega.

K.H.S., 6.9.2013 kl. 14:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Njörður Helgason. Húsasmíðameistari grunnskóla og framhaldsskólakennari.

Höfundur

Njörður Helgason
Njörður Helgason
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_3122
  • IMG_3283
  • IMG_3266
  • IMG_3268
  • IMG_3257

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 370311

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband