16.8.2013 | 11:06
Byggjum þetta upp á einum stað.
Ég tel ekki rétt að vera með svona flugvöll í höfuðborginni. Stór alþjóðaflugvöllur er skammt undan og með þörfum og hraðari samgöngum er ekki flókið að Keflavíkurflugvöllur verði innanlandsflugvöllur fyrir Ísland.
Vilja völlinn áfram í Vatnsmýri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Njörður Helgason. Húsasmíðameistari grunnskóla og framhaldsskólakennari.
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Myndirnar mínar á Flickr Samansafn valinna mynda til sýnis fyrir alla
- Twitter síðan mín Skoðanir í stuttu máli
Veðurviti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Keflavíkurflugvöllur er EKKI skammt undan og hvaða hraðari samgöngur ertu að tala um? Hraðlest?
Gunnar Th. Gunnarsson, 16.8.2013 kl. 11:12
Millilandaflug var í Vatnsmyrinni til 1962 og enn er það stundað í áætlunarflugi bæði til Grænlands og Færeyja. Ótaldar eru þá flugvélar í leiguflugi erlendis frá sem nota flugvöllinn í Vatnsmýrinni. Það eru því umtalsverðar gjaldeyristekjur sem Reykvíkingar hafa af því að hafa flugvöllinn þar áfram.
Ef frekari umræða verður hér um þetta mál, áskil ég mér rétt til að koma aftur og rökstyðja mikilvægi flugvallarins fyrir landsbyggðina.
Benedikt V. Warén, 16.8.2013 kl. 12:28
Uppbygging lestar á Reykjanesinu er þörf.
Miðað við aukinn ferðamannastraum þarf að gera innritun í Reykjavík fyrir innanlandsflug og fyrir alþjóðaflugið Gunnar.
Njörður Helgason, 16.8.2013 kl. 14:05
Hraðsamgöngur til Keflavíkur gerir Keflavíkurvöll að flugvelli innan borgar Benedikt. Nærtækara er að byggja vatnsmýrina upp frekar en að hafa flugvöll þar.
Njörður Helgason, 16.8.2013 kl. 14:09
Þú ert greinilega meðvitaður um það Njörður, að sekundur skipta máli þegar koma þarf bráðveiku fólki á sjúkrahús.
Þú veist það sjálfsagt betur en þeir læknar sem hafa þurft að fylgja slíkum sjúklingi um langan veg í misjöfnum veðrum, hvað tíminn skiptir miklu máli.
Þú getur sjálfsagt ábyrgst það, að Reykjanesbrautin sé alltaf eins og á sumardegi og aldrei umferðatafir þar að neinu tagi.
Þú vilt sjálfsagt fylgja bráðveikum ættingja þínum í sjúkrabörum í hraðlest til Keflavíkur, ef þér finnst ekki tiltökumála að það sé gert í hina áttina.
Benedikt V. Warén, 16.8.2013 kl. 14:18
Til að flytja bráðveikt og slasað fólk er nauðsynlegt að til séu þyrlur til að koma fólkinu strax umdir læknishendur.
Njörður Helgason, 16.8.2013 kl. 14:31
Kynntu þér þyrlur og takmörk þerra. http://lending.is/faq.php
Hvað ert þú lengi að flytja sjúkling frá Raufarhöfn á sjúkrahús:
A. Við bestu veðurfarslegu skilyrði.
B. Þegar skyggni er 500metrar og skýjahæð 200 fet við ströndina norðan og austanlands.
Benedikt V. Warén, 16.8.2013 kl. 14:45
Er þá ekki ófært á flugvöllinn Benedikt? Ef flugvél kemst á loft getur hún farið til Keflavíkur. Hægt er að nota ýmsar leiðir þaðan til flutninga til Reykjavíkur.
Njörður Helgason, 16.8.2013 kl. 14:59
Þú ert fínn í aukaatriðunum og því að svara hvergi efnislega.
Svarið við A ætti þó ekki að vefjast fyrir þér.
Flugvél staðsett á flugvellinum getur tekið á loft í þessum skilyrðum, en þér til hugarhægðar skal ég breyta forsendum um skyggni upp í 1000metra og skýjahæð í 600fet.
Þú áttar þig á því að þá á ég við veðurlýsingu við sjávarmál.
"Ef flugvél kemst á loft getur hún farið til Keflavíkur. Hægt er að nota ýmsar leiðir þaðan til flutninga til Reykjavíkur."
Ef þú hefur ekki lesið færslu 5 hjá mér, gerðu það þá núna.
Benedikt V. Warén, 16.8.2013 kl. 15:30
http://www.lending.is./
Gunnar Th. Gunnarsson, 16.8.2013 kl. 16:03
Ef ég hef skilið núverandi ríkisstjórn rétt þá á að minnka vægi LSH í heilbrigðisþjónustuni með því að styrkja á fjórðungssjúkrahúsin á kostnað hans.
Ef við erum að færa okkur í þá átt að LSH er ekki eini neyðar spítalin, hversvegna eigum við að taka eithvað mark á áliti landsbygðarinnar á okkar skipulagsmálum?
Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 16.8.2013 kl. 16:48
Rétt er að nýta þá fjárfestingu sem gerð hefur verið víða um landið og í leiðinni að byggja upp almennilegann völl fyrir flugið á suðurnesjum.
Njörður Helgason, 16.8.2013 kl. 17:45
Njörður.
Hver á að byggja upp almennilegan völl fyrir flugið á suðurnesjum?
Til hvers á að byggja hann upp?
Hefur þú almennt einhverja glóru um hvað þú ert að fjalla í flugmálum?
Benedikt V. Warén, 16.8.2013 kl. 18:13
Á suðurnesjunum er þokkalegur völlur. Gamall hervöllur gerður af Kananum. Rætt hefur verið um nauðsyn þess að bæta við hann og gera aðra braut þar. Þetta er hlutur sem íslenska ríkið gerir eftir að verndarinn kvaddi.
En með stóraukinni komu erlendra ferðanmanna er það þarft.
Njörður Helgason, 16.8.2013 kl. 18:28
Njörður. Keflavíkurflugvöllur er með þrjár brautir. Ein þeirra er ekki í notkun og hefur oft verið rætt um að opna hana aftur.
Ekkert naglfast kemur frá þér. Þú víkur þér endalaust undan því að fjalla um málið á eðlilegum grunni. Ég nenni ekki að elta ólar meir um þetta við þig.
Hafðu það bara gott í þínu þunna heiðskíra lofti og stundaðu þitt hengiflugi um allt og ekkert.
Benedikt V. Warén, 16.8.2013 kl. 18:56
Ef ég man rétt að þá var einni brautini í KEF lokað vegna skort of fjárhag að halda brautini virkri?
Auðvitað er hagkvæmast fyrir sjúklinga utan af landi að hafa sjúkrahús eins nálægt flugvelli og hægt er, sekúndur skipta máli.
Kveðja frá Las Vegas, sem hefur alþjóðaflugvöll inn í miðri borg og flugtrafík í hundraðatali daglega allan sólahringinn.
Jóhann Kristinsson, 16.8.2013 kl. 19:35
Það hefur margsinnis verið reiknað út að ekki er grundvöllur fyrir lest milli Rvk og Kef. Stofnkostnaður gríðarlegur og rekstrarkostnaður einnig.
Gunnar Th. Gunnarsson, 16.8.2013 kl. 23:30
Er ekki breytt staða þegar landið er að verða enn meira ferðamannaland? Er þá ekki rétt að taka samgöngur til alþjóðaflugvallarins til endurskoðunnar?
Njörður Helgason, 17.8.2013 kl. 02:12
Jú, það er eðlilegt að það sé tekið til skoðunar reglulega, en megnið af ferðamönnunum koma í júní, júli og ágúst. Íslensku þjóðinni þarf að fjölga a.m.k. um helming til að þetta sé raunhæft
Gunnar Th. Gunnarsson, 17.8.2013 kl. 02:36
"Til að flytja bráðveikt og slasað fólk er nauðsynlegt að til séu þyrlur til að koma fólkinu strax umdir læknishendur." Ég legg til að við leggjum niður LSH í núverandi mynd og flytjum að einhverjum flugvelli, td keflavíkur, hér hefur Njörður lýst því yfir að það sé ekkert mál að fara á milli Reykjavíkur og Keflavíkur og þá hlýtur rökréttasta lausnin að vera sú að við lokum sjúkrahúsum og heilsugæslum í Reykjavík og byggjum þetta upp í Keflavík og hvernig eigum við að borga þetta? Jú sjáðu nú til,eins og Njörður og fleiri hafa sagt þá er vatnsmýrin geysilega "verðmætt" land og því hlýtur það að vera rétt að Reykjavíkurborg kaupi þá það land fyrir sama pening og það kostar að byggja nýtt hátæknisjúkrahús. Þetta er lausn sem allir ættu að geta unað við, Landsbyggðin fær sjúkrahús nálægt flugvelli, Reykvíkingar losna bæði við LSH (sem margir hafa nú þegar kvartað undan) og Reykjavíkurflugvöll og fá þar með feikilegt landrými og ríkið fær nýtt hátæknisjúkrahús, allir ánægðir, a.m.k. s.k.v. Nirði
" Hægt er að nota ýmsar leiðir þaðan til flutninga til Reykjavíkur." Eigum við bara ekki að komast að því Njörður, hinsvegar ætla ég ekki að keyra sjúkur frá kef-Rvk og því legg ég til að þú reynir það Rvk-kef.
Brynjar Þór Guðmundsson, 17.8.2013 kl. 08:32
Er þá ekki rétt að byggja hátæknisjúkrahúsið á Vatnsleysuströnd?
Njörður Helgason, 17.8.2013 kl. 11:42
Njörður, Mér væri svo sem sama ef þeir byggðu það upp á héraði, við flugvöllinn þar þess vegna.
Spurning væri hinsvegar hvað pólitísk rétthugsun þín næði hinsvegar langt og hversu veikur þú eða skyldmenni þín yrðu orðin þegar þú sægir í gegnum það
Brynjar Þór Guðmundsson, 17.8.2013 kl. 18:13
Með því að hafa innanlandflugvöllinn í Keflavík og nota flugvallarsvæðið undir byggingar er örugglega hægt að finna lausn á því að koma fólki fljótt undir læknishendur.
Njörður Helgason, 17.8.2013 kl. 19:42
"er örugglega hægt að finna lausn á því að koma fólki fljótt undir læknishendur." Er það ekki "jöfnuður" að lengja flutningstíma Reykvíkinga landshorna á milli, þó það kosti nokkur hundruð mannslíf, þá hafa það allir jafn skítt, samfylkingin að verki
Einfalt, ef byggingalandið er svona verðmætt ætti náttúrulega ekki að vera nokkur heilbrigðisaðstaða á höfuðborgarsvæðinu, fyrir utan að þá hlýtur Reykjavíkurbog að geta sippað 100 miljörðum fyrir landið
Brynjar Þór Guðmundsson, 17.8.2013 kl. 23:50
Reykjavík er höfuðborg landsin. Ég hef ekki nokkra tú á því að til sé Reykvíkingur sem vill ekki tryggja öryggi íbúanna þó að þeir fari um annan flugvöll í sjúkraflugi.
Njörður Helgason, 18.8.2013 kl. 00:05
"Ég hef ekki nokkra tú á því að til sé Reykvíkingur sem vill ekki tryggja öryggi íbúanna þó að þeir fari um annan flugvöll í sjúkraflugi." Nákvæmlega, höfuðborgarbúum munar þá ekki um að keyra til Keflavíkur til að láta ferja sig slasaða og sjúka norður eða austur í land í sjúkraflugi. Sko ég og þú búnnir að ná saman, bara loka flugvellinum í vatnsmýrinni og sjúkrahúsunum í RVk og Reykjavík byggir hátæknisjúkrahús annaðhvort fyrir austan eða norðan. Málið leyst
Brynjar Þór Guðmundsson, 19.8.2013 kl. 17:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.