26.7.2013 | 09:40
Kalt bréf Festu lífeyrissjóðs
Ég lifði í von um að staða okkar öryrkjanna tæki framförum með nýrri ríkisstjórn. Að minnsta kosti voru loforð flokkanna sem mynduðu stjórnina í vor þau að nú ætti að gera róttækar breytingar til betri vegar á stöðu bótanna. Í bréfi dagsettu 16. júlí frá Festu lífeyrissjóði segir að á ársfundi 23. apríl hafi verið samþykkt 4% lækkun allra áunninna lífeyrisréttinda sjóðfélaga í sjóðnum árið 2012 og fyrr. Þetta er tilkynning sem barst mér þegar ég var svo viss um að það horfði til betri tíðar í lífeyrisgreiðslum þeirra sem eiga réttindi í Festu lífeyrissjóði. Enn og aftur kemur í ljós hversu loforð framsóknarflokksins og sjálfstæðisflokksins voru mikill blekkingarleikur.
Um bloggið
Njörður Helgason. Húsasmíðameistari grunnskóla og framhaldsskólakennari.
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Myndirnar mínar á Flickr Samansafn valinna mynda til sýnis fyrir alla
- Twitter síðan mín Skoðanir í stuttu máli
Veðurviti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.