18.12.2012 | 11:08
Forneskjan ræður.
Jón sjálfstæðis- og framsóknarmenn vilja ekki stefna að framþróun Íslands og samvinnu landsins við hin löndin í Evrópu.
Áframhald viðræðnana gæti opnað fyrir svo margar leiðir sem Íslandi yrði til bóta að rétt er að viðræðunum verði að þeirra vilja hætt
Áframhald viðræðnana gæti opnað fyrir svo margar leiðir sem Íslandi yrði til bóta að rétt er að viðræðunum verði að þeirra vilja hætt
Viðræðurnar verði settar á ís | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Njörður Helgason. Húsasmíðameistari grunnskóla og framhaldsskólakennari.
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Myndirnar mínar á Flickr Samansafn valinna mynda til sýnis fyrir alla
- Twitter síðan mín Skoðanir í stuttu máli
Veðurviti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 370663
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
En það er leikur einn að gefa skít í niðurstöður kosninganna ef þær falla ekki að skoðunum málþófs- og tafamanna. Þær yrðu bara ráðgefandi. "Been there, done that"
drilli, 18.12.2012 kl. 11:20
Það er greinilegt að forneskjan ræður viðhorfum bloggritara.
Nú er það að dómi hans ávísun á stöðnun í framþróun Íslands að hætta aðildarviðræðum við ESB ásamt því að hann telur að öll samvinna!!!! við evrópsk lönd verði þar með fyrir bí.
Svona glórulaust bull hlýtur að flokkast undir huglæga sjúkdóma.
Eða, er þá engin framþróun í gangi í Noregi, Sviss eða öðrum þeim þjóðum heims sem ekki eru inni í ESB?
Og er það leið til einangrunar og stöðnunar sem verið er að skoða í Bretlandi þegar útganga úr ESB er rædd?
Það skal þó játað að það er nokkur eftirsjá að því að eiga ekki von á styrkjum til okkar frá Grikkjum, Portúgölum, Ítölum og Spánverjum - sem losnað hafa úr einangrun og hafið uppbyggingu í anda ESB - eða hvað?
Árni Gunnarsson, 18.12.2012 kl. 11:30
Þeir sem eru að reyna að koma í veg fyrir aðildarviðræður virðast gleyma því að kosið verður um aðildarsamninginn. Þá hefur þjóðin úrslitavöld.
Talandi um Noreg. Þá hefur tvívegis verið kosið um aðild í Noregi. Það má ekki gleymast að þjóðartekjur Norðmanna af olíu og Svisslendinga af peningum eru gríðarmiklar. Þessu vilja þjóðirnar ekki deila í sameiningu með öðrum ríkjum.
Njörður Helgason, 18.12.2012 kl. 11:58
Ísland getur á einni nóttu, gengið inn í ESB með því að afsala sér öllum réttindum og skriðið upp í hjá Dönum aftur.
Við lýsum því bara yfir að allt bröltið í Jóni Sigurðssyni, þið munið ruglaða kallinn frá Dýrafirði, eða þarna frá vestfjöðum einhversstaðar og var á framfæri Dana í mörg ár, hafi verið í tómu rugli og ekkert að marka hann.
Er þetta ekki eitthvað sem ritstjóri þessarar bloggsíðu ætti að hugsa um. Beint í heitt bólið hjá Dönum.
Benedikt V. Warén, 18.12.2012 kl. 17:03
Með Dönum verðum við í bandalagi álfuríkjanna. Þá kemur að því að Danir fá ekki mál í gegn um þing Evrópu nema með samþykkt Íslands.
Njörður Helgason, 18.12.2012 kl. 18:18
Dáist af barnslegri trú þinni á líðræðinu Evrópu. Verður Ísland með neitunarvald? Skýrðu það út fyrir mér.
Benedikt V. Warén, 18.12.2012 kl. 18:28
Lög sem gilda fyrir allt svæðið verður að samþykkja af öllum aðildarríkjunum. Sameiginleg lög hafa strandað á því að eitt eða fleir ríki hafa ekki samþykkt þau.
Njörður Helgason, 18.12.2012 kl. 20:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.