15.12.2012 | 12:12
ASÍ fylgir Ólafi.
ASÍ ætlar að fara í skófar Ólafs Ragnars og vinna með sjálfstæðisflokknum. Greinilega er ASÍ búið að gefa jafnaðarmennskuna frá sér og vilji ASÍ er að fá sjálfstæðisflokkinn aftur til valda. Lækka skatta og skyldur og með því samtrygginguna fyrir fólk úr sjóðum sem það hefur borgað í til að byggja upp stuðning sem það á rétt á.
Eldar loga milli ASÍ og ríkisstjórnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Njörður Helgason. Húsasmíðameistari grunnskóla og framhaldsskólakennari.
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Myndirnar mínar á Flickr Samansafn valinna mynda til sýnis fyrir alla
- Twitter síðan mín Skoðanir í stuttu máli
Veðurviti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Verið getur að ASÍ sé að fylkja sér að baki Forsetans, en það er þá vegna þess að Forsetinn fylgir þjóðinni. Hvort Sjálfstæðisflokkur passar inn í þá fylkingu kemur í ljós að loknum kosningum, en það þarf ekki kosningar til að sjá að Jóhanna og Steingrímur passa þar ekki. Allir sem aðhyllast jafnaðarmennsku ættu að sjá að þau tvö hafa fyrir löngu yfirgefið þá stefnu. Málaflutningur þeirra gegn Gylfa Arnbjörnssyni staðfestu það rækilega, fyrir þeim sem voru í vafa.
Gunnar Heiðarsson, 15.12.2012 kl. 12:28
Njörður minn þú hlítur að vera farinn að sjá það eins og meiri hluti þjóðarinnar að vinstri menn hvorki geta né VTLJA vinna með fólkinu í landinu.Íslendingar prófa á sirka 20 ára fresti að kjósa vinstra dót yfir sig og fá ekkert nema eymd og volæði yfir sig frá þessu pakki.
Marteinn Sigurþór Arilíusson, 15.12.2012 kl. 12:40
Og svo kjósa þeir "frjálshyggjuna" yfir sig sem tryggir það að restin af auðæfum þjóðarinnar haldi áfram að renna óskipt í vasa 4-5% hennar.
Við höfum ekkert við sjálfstæði að gera, við erum með of mikið af vanhæfu, gráðugu og valdamiklu fólki hérna sem að mun halda áfram að arðræna okkur, nánast sama hvaða ríkisstjórn verður hér við völd.
Bjóðum bara Norsurum að kaupa þetta sker og rekum síðan allt þetta fólk sem hefur séð til að við erum í þeirri stöðu sem við erum í í dag.
Ellert Júlíusson, 15.12.2012 kl. 13:17
Bíddu er betra að láta útlendinga arðræna okkur? Er kannski engin spilling í útlöndum?
Marteinn Sigurþór Arilíusson, 15.12.2012 kl. 14:55
Já það er greinilega betra fyrir þau Jóhönnu og Steingrím að kenna öllum öðrum um stöðuna og þeim er ómögulegt að sjá sinn þátt í því hvernig komið er. Þau eru búinn að verða sér til skammar í þessum réttlætingum sínum á að allt sé alltaf allt öðrum en þeim sjálfum að kenna og ættu að sjá að þetta er búið spil hjá þeim...
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 15.12.2012 kl. 16:03
Það er spilling allsstaðar, en annars staðar þá er fólk dæmt fyrir slíkt..ekki verðlaunað!
Ellert Júlíusson, 15.12.2012 kl. 17:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.