Barátta gegn inngöngu

Helblátt félag sjálfstæðismanna nær ekki neikvæðri niðurstöðu í skoðanakönnun sem þau láta gera fyrir sig. Enn og aftur reyna þeir að berjast líkt og rjúpa við staur til að koma fólki til að styðja sína skoðun. Sjálfstæðisfólk vill hafna öllum breytingum á sameiginlegu bandalagi Evrópuþjóða.
Fólk talar um afsal þjóðveldisins. Ekkert bendir til annars en að Ísland mni halda öllum sínum réttindum. Þau yrðu líklega enn meiri við inngöngu í ESB því að þá verður Ísland hluti bandalagsins sem velur og hafnar lagasetningu. Annað en er í dag. Ísland tekur upp samþykkt lög og reglur ESB.
mbl.is Meirihluti á móti í meira en þrjú ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ívar Pálsson

„Ísland tekur upp samþykkt lög og reglur ESB“ í dag bara vegna þessara slöppu stjórnvalda, ekki vegna þess að við verðum að gera það. Ísland getur hafnað lagasetningu í dag, því að þetta eru einungis milliríkjasamningar og Alþingi hefur síðasta orðið (eða raunar forsetinn og þar með þjóðin sem betur fer, sbr. Icesave).

Örfáir aðilar frá Íslandi í ESB- draumalandi hafa ekkert með lagasetningu ESB að gera: Hún ræðst af Þýskalandi og Frakklandi í Evrulöndum. Ef sannur jöfnuður ríkir í ESB, þá erum við 317.000 af 500.000.000 manns, eða 0,06%. Af hverju ekki að hleypa Tyrkjum inn, þá koma 85 milljón manns inn til þess að gera Íslendinga enn merkilegri, skv. öfugspeki ESB- sinna?

Ívar Pálsson, 15.10.2012 kl. 23:46

2 Smámynd: Gunnlaugur I.

Barátta þjóðarinnar gegn ESB helsinu er EKKI bara bundinn við Sjálfsstæðisflokkinn. Þú villt bara sjálfur velja þér þína andstæðinga í þessu máli og ata þá auri af því að þér finnst það betur henta betur þínum auma ESB málstað.

Samkvæmt öllum skoðanakönnunum sem ég hef séð undanfarin ár þá er mikill meirihluti þjóðarinnar andvígur ESB aðild og sú andstaða er yfirgnæfandi í öllum stjórnmálaflokkum og líka hjá þeim sem engan flokk styðja. eina undantekningin eru sífækkandi stuðningsmenn Samfylkingarinnar. En þar örlar nú líka heldur betur á aðildarandstöðu þar sem að 30% stuðningsmanna flokksins sem enn eru eftir eru annaðhvort á móti Brussel helförinni eða styðja hana ekki eins og fram kemur ef rýnt er í þessa nýjustu skoðanakönnun.

Þessi skoðanakönnun sýnir enn og aftur sem betur fer algert afhroð ESB trúboðsins á Íslandi

Gunnlaugur I., 16.10.2012 kl. 10:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Njörður Helgason. Húsasmíðameistari grunnskóla og framhaldsskólakennari.

Höfundur

Njörður Helgason
Njörður Helgason
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_3122
  • IMG_3283
  • IMG_3266
  • IMG_3268
  • IMG_3257

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 370320

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband