Ábyrgð þeirra sem taka gjald af komu er mikil.

Rétt þykir mér að þeir landeigendur og umsjónarfólk sem vilja taka gjald af fólki sem vill heimsækja staðina sem rætt er um að innheimta aðkomugjald, hvað fylgir því að rukka af fólki. Álit mitt er það að gjaldtaka þýði það að svæðin verði kyrfilega merkt. Brúnir, gil og klettar girtir mannheldri girðingu.
Ég hef séð það fyrir mér að gjaldtaka á vinsæla ferðamannastaði verði nokkuð atvinnuskapandi, en ég get ímyndað mér miðað við fólksfjöldan sem kemur að Gullfossi ár hvert að þar verði að gæta þess vel að gestir fari sér ekki að voða.
Þetta sama sé ég fyrir mér að verði á Dyrhólaey. Fjöldi gesta kemur þangað ár hvert og gæta sín almennt vel. Á svona stóru svæði eins og Dyrhólaey er verður að gæta hverrar brúnar og allra leiða um Dyrhólaey, einnig uppgönguleiðir sem eru vestan á eynni.
Það er hreinaklárt að þegar er innheimt af gestum fyrir að fara á vinsæla staði eru þeir á ábyrgð þeirra sem taka frá þeim innheimtugjaldið. Ábyrgir fyrir því ef fólk slasast, ábyrgir fyrir því að leiðir séu vel merktar og greinilegar á kortum. Svona ábyrgð nær út fyrir gröf og dauða. Í hvaða tilgangi sem fólk fer á svona staði er koma fólks þangað á skýrri ábyrgð innheimtu aðilanna.
mbl.is Nauðsynlegt að hefja gjaldtöku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórir Kjartansson

Alveg hárrétt, Njörður.  Ég er viss um að fólkið sem hrapaði niður í Kirkjufjöruna í vor hefði farið að leita réttar síns ef það hefði þurft að borga sig inn á Dyrhólaeyna.

Þórir Kjartansson, 1.10.2012 kl. 22:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Njörður Helgason. Húsasmíðameistari grunnskóla og framhaldsskólakennari.

Höfundur

Njörður Helgason
Njörður Helgason
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_3122
  • IMG_3283
  • IMG_3266
  • IMG_3268
  • IMG_3257

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband