8.9.2012 | 11:03
Slysagildra
Enn eitt óhappið verður á brúnni sem er yfir Stóru-Laxá í hreppum. Það er illt að viðurkenna fyrir sjálfum sér að hafa verið starfsmaður við brúarsmíðina, við byggingu brúar sem er slysagildra. Við starfsmennirnir getum horft á það að við unnum samkvæmt teikningum. Ég man þó eftir því að oft var rætt við kaffiborðin hvers vegna brúin væri ekki tvíbreið.
Brúin er byggð í beygju vegarins. Mig minnir að hún sé um 120 metra löng og að beygjan á henni sé í 1800 metra radíus. Þegar brúin var byggð voru Flúðir að vaxa mikið. Nýlega var þá búið að opna límtrésverksmiðjuna og Flúðasveppir voru á ráslínunni. Auk þess er mikil gróðurhúsarækt á Flúðum og fjöldinn allur af sumarbústöðum er þar í kring. Þeim hefur fjölgað mikið eftir að nýja brúin yfir Stóru-Laxá var byggð.
Ef brúin yfir Stóru-Laxá hefði verið gerð einu eða tveim árum seinna hefði hún verið tvíbreið. Þá var nefnilega komið í reglugerð að á vegi með þetta mikla umferð ættu brýr sem byggðar væru að vera tvíbreiðar.
Það er góður möguleiki man ég að Einar Hafliðason hönnuður brúarinnar sagði við okkur sem byggðum brúna að byggja að byggja aðra við hliðina ef það þyrfti að breikka brúna.
Ég held að það sé löngu kominn tími á að gera þær framkvæmdir. Allmörg slys hafa orðið á henni, enda gerir beygjan hana blinda á milli endana, svo ökumenn keyra inn á hana frá báðum endum og sjá ekki hvorn annan.
Brúin er byggð í beygju vegarins. Mig minnir að hún sé um 120 metra löng og að beygjan á henni sé í 1800 metra radíus. Þegar brúin var byggð voru Flúðir að vaxa mikið. Nýlega var þá búið að opna límtrésverksmiðjuna og Flúðasveppir voru á ráslínunni. Auk þess er mikil gróðurhúsarækt á Flúðum og fjöldinn allur af sumarbústöðum er þar í kring. Þeim hefur fjölgað mikið eftir að nýja brúin yfir Stóru-Laxá var byggð.
Ef brúin yfir Stóru-Laxá hefði verið gerð einu eða tveim árum seinna hefði hún verið tvíbreið. Þá var nefnilega komið í reglugerð að á vegi með þetta mikla umferð ættu brýr sem byggðar væru að vera tvíbreiðar.
Það er góður möguleiki man ég að Einar Hafliðason hönnuður brúarinnar sagði við okkur sem byggðum brúna að byggja að byggja aðra við hliðina ef það þyrfti að breikka brúna.
Ég held að það sé löngu kominn tími á að gera þær framkvæmdir. Allmörg slys hafa orðið á henni, enda gerir beygjan hana blinda á milli endana, svo ökumenn keyra inn á hana frá báðum endum og sjá ekki hvorn annan.
44 tonn fóru næstum fram af brúnni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Njörður Helgason. Húsasmíðameistari grunnskóla og framhaldsskólakennari.
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Myndirnar mínar á Flickr Samansafn valinna mynda til sýnis fyrir alla
- Twitter síðan mín Skoðanir í stuttu máli
Veðurviti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 370666
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég er vöruflutningabílstjóri og hef ekið um þessa brú og hún er ekki meiri slysagildra en margar aðrar.
En við bílstjórar eru mannlegir og getum allir gert einhver mistök og fyrir mestu er að ekki urðu slys á mönnum.
Stefán Stefánsson, 8.9.2012 kl. 11:28
Ég hef tekið myndir og fjallað um slys sem hafa orðið við Stóru-Laxárbrúna
Njörður Helgason, 8.9.2012 kl. 15:49
Fullyrðing þín Hörður um að bílstjórar sjái ekki hvor annan á milli enda brúarinnar er bara bull og afsannast um leið og litið er á myndina sem fylgir fréttinni. Það breytir hins vegar ekki því að brúin þarf nauðsynlega að vera tvíbreið og umræður um það í kaffitímum á byggingartíma brúarinnar voru þarfar og hefðu alveg mátt vera háværari og ná út fyrir veggi kaffistofunnar. En það er óþarfi að halda fram vitleysu í þágu góðs málefnis, það dregur bara úr slagkraftinum.
Magnús Óskar Ingvarsson, 8.9.2012 kl. 16:15
Fyrirgefðu Njörður að ég feillas nafnið þitt, Njörður en ekki Hörður...
Magnús Óskar Ingvarsson, 8.9.2012 kl. 16:16
Það hafa orðið slys við brúna. Ekki bara að nóttu til. Sólin blindar menn að vetri og áður en komið er að brúnni úr suðri er stutt í blindhæð.
Njörður Helgason, 8.9.2012 kl. 16:19
Versta slysið sem ég hef séð við Laxárbrúnna var um mitt sumar að degi til.
Njörður Helgason, 8.9.2012 kl. 16:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.