3.3.2012 | 08:52
Draumsýn Framsóknarmanna.
Draumur Framsóknarmanna virðist vera byggður á sandi. Framsóknarmenn sáu leið út úr evrópska hagkerfinu með því að mæra Kanadadollarinn fyrir sínu fólki.
Hversu mikið sem ágæti kanadíska gjaldmiðilsins er sé ég ekki neina ástæðu fyrir því að Íslendingar eigi að taka hann upp. Þá geta Íslendingar allt eins tekið upp galdmiðil Botsvana. Viðskipti Íslands við Botsvana eru svipuð og viðskipti Íslendinga eru við Kanada.
Framsóknarmenn reyna að þyrla ryki vona sinna í augu síns fólks til að sýna því hvaða kosti við eigum aðra en Evruna.
Hversu mikið sem ágæti kanadíska gjaldmiðilsins er sé ég ekki neina ástæðu fyrir því að Íslendingar eigi að taka hann upp. Þá geta Íslendingar allt eins tekið upp galdmiðil Botsvana. Viðskipti Íslands við Botsvana eru svipuð og viðskipti Íslendinga eru við Kanada.
Framsóknarmenn reyna að þyrla ryki vona sinna í augu síns fólks til að sýna því hvaða kosti við eigum aðra en Evruna.
Bannað að flytja ræðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Njörður Helgason. Húsasmíðameistari grunnskóla og framhaldsskólakennari.
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Myndirnar mínar á Flickr Samansafn valinna mynda til sýnis fyrir alla
- Twitter síðan mín Skoðanir í stuttu máli
Veðurviti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 370663
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er ekkert sem segir að Kanada stjórn sé þessu mótfallinn á einn eða neinn hátt. Eitthvað hefur líka sendiherrann haft fyrir sér innan úr Seðlabanka Kanada skulum við ætla. Hinnsvegar eru sendiherrar ekki pólitískir og ekki er ætlast til þess að þeir fari opinberlega í viðkvæm milliríkja mál. Þar verða pólitíkusarnir sjálfir að koma beint að málum. Einnig er það ákveðinn kurteisi hjá þeim að vilja ekki blanda sér í íslensk innanríkismál, s.s. hvernig við högum okkar peningamálum. Sérstaklega í ljósi þess að enginn beiðni hefur komið fram frá íslenskum stjórnvöldum um að skoða þennan möguleika og mun örugglega ekki koma fram meðan ESB Fylkingin situr hér við stjórnvölinn og heldur þjóðinni í gíslingu ESB umsóknarinnar.
Hinns vegar mun þjóðin hafna ESB Fylkingunni í næstu kosningum sem nú styttist í. Þá er sjálfsagt að þjóðin skoði alla möguleika í gjaldmiðils málum, þar á meðal mögulega upptöku Kanada dollars. Hinns vegar held ég að skoða eigi fyrst og fremst möguleikann á því að við héldum í okkar gjaldmiðil krónuna og finndum leiðir til þess að renna styrkari stoðum undir hana. Lang sísti kosturinn væri upptaka skuldavafningsins EVRU, sem lagt hefur efnahag fjölda ríkja í rúst !
Gunnlaugur I., 3.3.2012 kl. 09:54
Þessi umræða er komin í svo mikil öngstræti að það hálfa væri heill hellingur. INNLIMUNARSINNAR vilja að við tökum upp evru vegna þess að mest af viðskiptum okkar er í evrum en í hvaða gjaldmiðli eru megnið af skuldum okkar????? Svo megum við ekki gleyma því að megnið af viðskiptum okkar er EKKI í evrum eins og INNLIMUNARSINNAR hafa haldið fram því ÖLLU álinu er "umskipað" í Rotterdam, sem er í ESB-landi og því reiknast það sem svo að álið fari til ESB og heldur svo áfram til Kína og annarra framleiðslulanda þar sem það er fullunnið en það skekkir útfluntingstölur til mismunandi landa nokkuð mikið.
Jóhann Elíasson, 3.3.2012 kl. 11:15
Talað er um að sendiherrar séu ekki pólitískir. Væntanlega er átt við að þeir hafi ekki skoðanir.
Hvað með forseta Íslands? Hann á ekki að vera pólitískur. Á það sama við forsetann og sendiherra? Hans verk er ekki að tjá sig um stjórnmál.
Njörður Helgason, 3.3.2012 kl. 14:16
Sendiherrar hafa nú gjarnan áður verið í stjórnmálum. Þeir mega áfram hafa sínar prívat skoðanir. En meðan þeir gegna embætti og þegar þeir tala opinberlega þá verða þeir svona að mestu að halda sig við pólitískar skoðanir þeirrar Ríkisstjórnar sem situr og öll meiriháttar mál verða þeir að bera upp við sitjandi utnaríkisráðherra áður en þeir tjá sig eða svara mjög svo pólitískum erindum. En nota bene þá eru sendiherrar handvaldir embættismenn af utanríkisráðherra hverju sinni. Þeir eru ekki kjörnr af einum eða neinum, ekki einu sinni af Alþingi. Þeir eru heldur ekki þjóðkjörnir.
Forseti Íslands er þjóðkjörinn forseti og sækir því umboð sitt beint til þjóðarinnar. Forsetinn hefur ýmisleg völd samkvæmt stjórnarskrá, sem geta talist pólitísks eðlis. Forsetanum er því ekki skylt að tjá sig eins og sendiherra í bandi, hann hefur mun rýmri rétt til að tjá skoðanir sínar til manna og málefna.
Hann getur t.d. ákveðið að neita að staðfesta nýsett lög og ákveðið að senda þau í þjóðaratkvæðagreiðslu til synjunar eða samþykktar.
Þetta hefur núverandi forseti þrívegis gert og verið þar í fullkomlega stjórnskipulögðum rétti.
Tvívegis hefur hann beitt neitunarvald gegn núverandi Ríkisstjórn til þess að vísa ICESAVE ánauðunni í þjóðaratkvæðagtreiðslu, þar sem þjóðin hefur í bæði skiptin hafnað lögum sitjandi meirihluta Alþingis.
Gunnlaugur I., 4.3.2012 kl. 16:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.