Efnum til forsetakjörs í sumar.

Hver er ástæðan fyrir því að fólk er að skrifa á netinu undir áskorun á Ólaf Ragnar um að bjóða sig fram aftur. Fjölmörg eru þau sem geta orðið prýðilegir forsetar Íslands. Ólafur hefur gengt embættinu í fjögur kjörtímabil. Það mörg að tímabært er að Íslendingar eignist nýjan forseta. ÓRG hefur talað mikið um lýðræðið. Það er því rétt að lýðræðið fái að skila vilja sínum í forsetakosningum í sumar. Ekki er nokkur þörf að sami forsetinn sitji i embætti fimmtung af einni öld.
Því er það mikilvægt að annar taki að sér embættið núna. Það er löngu komin tími á það að við fáum nýjan húsbónda á Bessastaði. Forsetinn sitji ekki svo lengi að fólk fái ekki að velja sér nýjan forseta í þetta embætti. Nýjan forseta á nýrri öld til að þróa áfram embættið.
Ekki er það til bóta að sami maðurinn gegni embættinu allt of lengi. Engin þörf er til þess að sami einstaklingurinn gegni embættinu svona lengi.
Réttast væri að forseti sitji lengur en þrjú kjörtímabil. Alls ekki á að nota forsetakosningarnar í baráttunni gegn ESB aðild Íslands. Um það á og verður kosið um af þjóðinni.
mbl.is Undirskriftum fjölgar ört
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Ágústsson

það er bara flott að fá kosningar um mismunandi menn og málefni en mér fynnst ÓGR ætti að vera 1 af þeim

Magnús Ágústsson, 22.1.2012 kl. 15:34

2 Smámynd: Umrenningur

Ætli aðalastæða flestra sé ekki sú að fólk einfaldlega treystir núverandi Forseta til að standa vörð um rétt þjóðarinnar til að staðfesta eða hafna samning við esb, en eins og þú veist eða ættir að vita þá er engin ástæða til að treysta því að meirihluti Alþingis fari eftir þjóðarvilja. Það sem ég á við er að innlimun í esb er ekki gild fyrr en Forseti staðfestir samning og ef hann neitar þá er það þjóðarinnar að staðfesta eða hafna. Alþingi samþykkti að þjóðaratkvæðagreiðsla væri leiðbeinandi en ekki bindandi, þess vegna vil ég Ólaf Ragnar áfram því hann hefur sýnt og sannað að hann vinnur fyrir þjóðina.

Umrenningur, 22.1.2012 kl. 16:52

3 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Það er búið að eyðileggja forsetakosninguna að mínu mati með þessari dæmalausu undirskrifarsöfnun.

Það getur engin og gerir vafalaust ekki að undirbúa framboð við þessar aðstæður.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 22.1.2012 kl. 17:12

4 Smámynd: Njörður Helgason

Þjóðin hefyr tvímælalausan rétt í ESB málinu. Til þess þarf núverandi forseti ekki að sitja áfram. Sjáum Norðmenn.

Þessi magnaða undirskriftasöfnun Framsóknarmanna, Allaballa og þá Möðruvellinga skemmir. Er Davíð Oddsson með fjarstýringuna á henni?

Njörður Helgason, 22.1.2012 kl. 17:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Njörður Helgason. Húsasmíðameistari grunnskóla og framhaldsskólakennari.

Höfundur

Njörður Helgason
Njörður Helgason
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_3122
  • IMG_3283
  • IMG_3266
  • IMG_3268
  • IMG_3257

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 370663

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband