7.1.2012 | 12:12
Öfgafullt sóló forsetanns.
Enn og aftur skín réttsýni Jóns Baldvins út úr því sem hann segir og gerir. Já Ólafur Ragnar hefur verið að spila stórt sóló á sinni embættistíð.
Hvað er rétt í því að forsetinn sé að segja allt aðra hluti en ráðherrar sitjandi ríkisstjórnar? Hverju þjónar það að sólóið sem forsetinn tekur er langt frá þeirri stefnu sem mörkuð er af sitjandi ríkisstjórn.
Í allri tónlist verða menn að vita hvenær sólóið hefur þjónað tilgangi sínum. Sólóið er ekki flutt þegar aðrir með spilarar hafa yfirgefið sviðið eða sitja og halda fyrir eyrun.
Hvað er rétt í því að forsetinn sé að segja allt aðra hluti en ráðherrar sitjandi ríkisstjórnar? Hverju þjónar það að sólóið sem forsetinn tekur er langt frá þeirri stefnu sem mörkuð er af sitjandi ríkisstjórn.
Í allri tónlist verða menn að vita hvenær sólóið hefur þjónað tilgangi sínum. Sólóið er ekki flutt þegar aðrir með spilarar hafa yfirgefið sviðið eða sitja og halda fyrir eyrun.
Forsetinn heldur áfram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Njörður Helgason. Húsasmíðameistari grunnskóla og framhaldsskólakennari.
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Myndirnar mínar á Flickr Samansafn valinna mynda til sýnis fyrir alla
- Twitter síðan mín Skoðanir í stuttu máli
Veðurviti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 370663
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll; Njörður frændi - og þökk fyrir samskipti, liðinna ára !
Jón Baldvin Hannibalsson / Davíð Oddsson og Vigdís Finnbogadóttir, sátu öll á svikráðum, við okkur samlanda sína; Veturinn 1992 - 1993, hafi fram hjá þér farið, með þröngvun EES hörmungargjörninganna, upp á okkur.
Þú ættir; að spara þér hrósið, til þessa Andskotans taðskegglings, sem Jón þessi Baldvin er - og hefir verið, frá öndverðu, sem og sviksamur, á alla lund.
Ólafi Ragnari Grímssyni; má leggja ýmislegt til lasts, en hann þorði þó, að standa í báða fætur, gagnvart óbilgirni Breta og Hollendinga, þegar mikið lá við.
Þess; mun þorri Íslendinga minnast, þó svo þýlind smámenni, munu ei kunna það, Njörður minn.
Með kveðjum; öngvu að síður, úr Árnesþingi /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 7.1.2012 kl. 15:08
Gleðilegt ár Óskar
Njörður Helgason, 7.1.2012 kl. 20:49
Sælir hér Óskar Helgi og að sjálfsögðu síðuhaldari, og gleðilegt ár.
Það sem Óskar Helgi lét ósagt get ég sagt...
Jón Baldvin ætti að loka sig inni þar sem enginn nær á hann. Ótrúlegt að nokkur skuli enn vera til sem tekur mark á svona rafti eins og hann er.
Að öðru leiti er ég mjög ánægður með orð Óskars Helga. þar fer maður sem veit lengra en nefið nær, og er ég sammála honum sem oft áður.
Með kveðju af Suðurnesjum
Kaldi
Ólafur Björn Ólafsson, 8.1.2012 kl. 12:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.