Vetrarveður rifjast upp.

Þetta fer að rifja upp veturna í Víkinni hér áður fyrr. Milli jóla og nýárs varð oft þreifandi ösku bylur. Allt fór á svartakaf. Búa varð sig út til að koma hrossunum á hús, því þau höfðu haft það gott úti við fram að jólum. Vegir urðu ófærir og fá varð stundum jarðýtur til að ryðja þá.

Þjóðvegirnir í Mýrdalnum voru oft meira og minna ófærir yfir veturinn. Einu sinni man ég eftir því að snjóblásari var fenginn til að gera fært á þorrablótið á Eyarlandi sem er haldið var um 20. febrúar. 

Skaflarnir sem hlóðust upp voru gríðarþykkir. Hægt að gera heilann heim snjóhúsa í þeim. Stundum varð svo mikil snjósöfnun í Sveitinni að moka varð af þökum til að koma í veg fyrir að þau gæfu sig undan snjóþunganum.  Ég man eftir hvað það gat hlaðist mikill snjór í brekkurnar vestur á móti neðan við Fossbæina. Þykkar fannir sem hlóðust upp í snjókomunni og norðaustan áttinni sem fylgdi. Stundum varð að fá snjósleða til hjálpar fyrir mjólkurbændur og stærri tæki til að koma mjólkinni í veg fyrir mjólkurbílana. Þá kom sér vel fyrir bændur að eiga mjólkurbrúsa.

Í Mýrdalnum er snjóflóðahætta þó nokkur. Bæði hafa snjóflóð fallið á íbúðarhús  og yfir gripahús. Hann er eitt mesta hættusvæði landsins vegna snjóflóða og snjóþyngsla. Til þessara hluta verður víða að taka tillit til í hönnun burðarvirkja húsa.

Þessi snjóþyngsli rifja upp hversu mikill snjór safnast á veginn innan við Víkina. Hann gerir hann illfærann og fljúgandi hálann í dalnum sem vegurinn liggur eftir. Hann nær inn fyrir Reynisfjallið og niður Gatnabrún. Þetta er ekki sísta ástæðan fyrir því að láglendisvegur í göngum undir Reynisfjall og eftir lægra og snjóléttara vegarstæði er nauðsynlegur. 

 

 


mbl.is Þungfært við Vík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Njörður Helgason. Húsasmíðameistari grunnskóla og framhaldsskólakennari.

Höfundur

Njörður Helgason
Njörður Helgason
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_3122
  • IMG_3283
  • IMG_3266
  • IMG_3268
  • IMG_3257

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband