Illt er að hafa flækurnar uppi við.

Í girðingalögum segir að landeigendur eigi að hirða upp girðingar sem eru ónýtar.
11. gr.
Skylt er að halda öllum girðingum svo vel við að búfé eða öðrum stafi ekki hætta af þeim.
Samgirðingu sem lögð er samkvæmt ákvæðum 5.–10. gr. er skylt að halda við, þannig að hún sé gripheld, svo fljótt sem verða má eftir að snjóa leysir og þar til snjó leggur. Vanræki annar hvor aðili viðhald hennar að sínum hluta er hinum heimilt, að höfðu samráði við viðkomandi búnaðarsamband, að gera við hana á kostnað eiganda. Nú sýnir eigandi samgirðingar stórfellt hirðuleysi í þessu efni svo að sameigandi hans í girðingunni eða annar aðili verður af þeim sökum fyrir sannanlegu tjóni og á hann þá rétt til bóta frá þeim sem olli.
Valdi vanræksla í þessu efni skaða varðar það sektum og skaðabótum til tjónþola.
Nú er hætt að nota samgirðingu og jafnframt að halda henni við og er þá girðingareigendum skylt að taka hana upp svo að hún valdi ekki tjóni. http://www.althingi.is/altext/127/s/0632.html
mbl.is Hreinsa hættulegan gaddavír
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Alveg rétt hjá þér.   

Auðvitað eiga þeir sem reistu þessar girðingar, á sínum tíma, að sjá um þær og fjarlægja eða bera kostnaðinn við að fjarlægja þær.

Marinó Már Marinósson, 29.10.2011 kl. 13:41

2 Smámynd: Njörður Helgason

Í framsögu landbúnaðarráðherra segir:+

„12. gr.

Þegar lögð er girðing af ábúanda fer um skyldur jarðeiganda við burtför ábúandans eftir sömu reglum og um hús á jörðinni sé að ræða, sbr. 16. gr. ábúðarlaga, nr. 64/1976.

Öllum umráðamönnum lands er skylt að hreinsa burtu af landi sínu ónothæfar girðingar og girðingarflækjur. Nú vanrækir umráðamaður lands þessi fyrirmæli í eitt ár eftir að lög þessi öðlast gildi og er þá sveitarstjórn skylt að framkvæma verkið á hans kostnað að fengnu mati búnaðarsambands og á sveitarstjórn þá lögveð í jörðinni fyrir greiðslu kostnaðar. Það sama gildir um eyðijarðir.“

Njörður Helgason, 30.10.2011 kl. 14:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Njörður Helgason. Húsasmíðameistari grunnskóla og framhaldsskólakennari.

Höfundur

Njörður Helgason
Njörður Helgason
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • IMG_3122
  • IMG_3283
  • IMG_3266
  • IMG_3268
  • IMG_3257

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband