17.10.2011 | 10:34
Nýtilegt og afmarkað.
Það er til frekari bóta að reyna ræktun beykisins hér á landi á en þegar farið var að sá lúpínunni um allt land. Hún fer með sáningu grimmt um allt í dag og vandræðin við að uppræta hana eru óskapleg.
Ræktun beykisins ætti að geta verið afmörkuð. Einhvern vegin tel ég að það sái sér ekki um allt land eins og lúpínan hefur gert.
Ræktun beykisins ætti að geta verið afmörkuð. Einhvern vegin tel ég að það sái sér ekki um allt land eins og lúpínan hefur gert.
Franskan skóg hingað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Njörður Helgason. Húsasmíðameistari grunnskóla og framhaldsskólakennari.
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Myndirnar mínar á Flickr Samansafn valinna mynda til sýnis fyrir alla
- Twitter síðan mín Skoðanir í stuttu máli
Veðurviti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Lúpínan er ágæt landnámsjurt sem þó þarf að nota með ákveðin markmið í huga. Ljóst er að hún getur gert kraftaverk við að bæta lélegu landi í frjósamt á mjög hagkvæman og einfaldan hátt. En hún hefur sín takmörg eins og hún þrífst illa þar sem lítil úrkoma er, vindasamt og mjög erfiðar aðstæður. Almennt séð getur hún ekki nema þraukað þegar komið er í 250 metra yfir sjávarmáli. Þetta sést t.d. á Hólasandi á leiðinni milli Húsavíkur og Mývatns þar sem félgagsskapurinn Húsgull vill endurheimta birkiskóg með aðstoð lúpínu.
Þessi duglega jurt á sér marga aðdáendur einkum meðal skógarvina en einnig andstæðinga sem líta á hana með tortryggni og vilja jafn vel útrýma henni. Auðvitað á að nota lúpínuna sem best og mest en með ákveðnum markmiðum við að klæða landið skógi.
Góðar stundir!
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 18.10.2011 kl. 22:58
Varðandi beykið þá mætti kíkja á allmikinn runna sem vex sunnan við gamla Miðbæjarskólann í Reykjavík. Þessi runni sem er um 3 metrar á hæð er beyki sem að öllum líkindum kemur upprunalega frá Danmörku. Venjulega vex beyki beint upp og teygir krónuna eins hátt og mögulegt er. Þetta eintak hefur hins vegar tekið þá stefnu að vaxa jafnvel jafnmikið niður á við sem upp á við.
Þetta er sögulegt tré, barn síns tíma. Skógrækt er flókið fyrirbæri rétt eins og viðhorfin til skógræktar. Annars er ekkert nema gott um þetta að segja. Auðvitað ætti beyki upprunnið í frönsku Alpafjöllunum að geta vaxið hér rétt eins og evrópulerkið og fjallahlynurinn sem Íslendingar hafa nefnt garðhlyn en er Bergahorn á þýsku. Hlynur nefnist mapple á ensku og er þjóðartákn Kanada.
Góðar stundir.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 18.10.2011 kl. 23:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.