Áfram, áfram!

Að sjálfsögðu á ekki að hætta viðræðum um aðild að EB. Það er eins og að hætta í miðri á. Henda sér af baki og rata hvoruga leiðina til lands.

Vissulega á að klára samninginn. Síðan er algerlega ljóst að hann verður borinn undir þjóðina á eftir. Fólk fær þá að skera úr um hvaða leið það telur hentugasta.


mbl.is Ekki gott að setja umsókn á ís
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nákvæmlega, það hefur aldrei staðið neitt annað til en að þjóðin hafi síðasta orðið í þessum samningaviðræðum.

Helgi Rúnar Jónsson (IP-tala skráð) 28.9.2011 kl. 15:51

2 Smámynd: Njörður Helgason

Það er alveg klárt. Því þurfa menn ekki að aulýsa málefnafátækt sína með því að vilja draga umsóknina til baka.

Njörður Helgason, 28.9.2011 kl. 16:07

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Af hverju mátti þjóðin ekki fá að ráða því hvort einhver umsókn yrði send?

Árni Gunnarsson, 28.9.2011 kl. 20:18

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Og um hvaða málefnafátækt er talað hér? Ég veit ekki um neina málefnafátækt aðra eða verri en þá málefnafátækt sem felst í því að biðja aðrar þjóðir um að senda eigin þjóð reglugerðir og tilskipanir.

Snautlegri málefnafátækt bið ég um að einhver lýsi fyrir mér.

Árni Gunnarsson, 28.9.2011 kl. 20:21

5 Smámynd: Laxinn

Já endilega skuldsetjum ríkið enn meira. Ekki nóg með það að við þurfum að borga Bretum og Hollendingum IceSave, heldur á núna einnig að skuldbinda þjóðina til að taka þátt í rándýrum björgunaraðgerðum á veikburða hagkerfum Suður- og Austur-Evrópuríkja sem munu þurfa á stuðningi ríkari landa innan sambandsins í mörg ár, jafnvel áratugi eins og horfurnar eru í dag.

Laxinn, 29.9.2011 kl. 03:03

6 Smámynd: Njörður Helgason

Íslenska þjóðin kaus til Alþingis. Alþingi samþykkti umsókn að EB.

Íslenska þjóðin kýs síðan um samninginn þegar hann verður gerður.

Njörður Helgason, 29.9.2011 kl. 15:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Njörður Helgason. Húsasmíðameistari grunnskóla og framhaldsskólakennari.

Höfundur

Njörður Helgason
Njörður Helgason
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_3122
  • IMG_3283
  • IMG_3266
  • IMG_3268
  • IMG_3257

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband