Hekla að vakna?

Í síðasta Heklugosi var ég eftir að hafa hlustað á væntanlegt Heklugos á hraðri keyrslu eftir Flóanum og upp Skeiðaveginn þegar að tilkynning kom um að Heklugos væri hafið. Ég sá ekki Heklugosið í það skiptið en eldingarnar sem ég sá í Gnúpverjahreppnum rétt neðan við Árnes voru ekki neitt smá sjónarspil. Það eina sem ég sá voru kvikustrókar fá Keldum.
Ef Heklugos verður núna er það mun betra en síðast þegar fjöldi fólks komst ekki heim.

Hellisheiðin og Þrengslin urðu kolófær um kvöldið. Fólk var í vandræðum og sneri til baka til Þorlákshafnar. Í Þorlákshöfn var góður hópur sjálfboðaliða Rauða kross Íslands sem tók á móti fólkinu og sinnti því á meðan það var í fjöldahjálparstöðinni.

Eldgos var í Heklu þann 17. ágúst 1980. Þennan dag átti Finnbogi frændi minn afmæli. Því er dagurinn minnisstæður. Stórmót sunnlenskra hestamanna var á Hellu þennan dag. Gosið hófst á miðjum degi. Á miðju mótinu. Svo að bændur og áhorfendur horfðu meira til Heklu en á skeiðvöllinn.

Eins og Heklugos frá 1970 var þetta lítið gos. Aðalega túristagos.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Njörður Helgason. Húsasmíðameistari grunnskóla og framhaldsskólakennari.

Höfundur

Njörður Helgason
Njörður Helgason
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • IMG_3122
  • IMG_3283
  • IMG_3266
  • IMG_3268
  • IMG_3257

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband