22.6.2011 | 14:19
Hækkun á landi. Ekki í hafi.
Það eru djúpir vasarnir okkar Íslendinga. Þangað er hægt að kafa endalaust eftir aurum sem standa undir auknum álögum ríkisins.Að lokum verður ekkert þar lengur nema vasaló.
Við verðum að borga meira fyrir það að fá okkur áfengan drykk. Drekka bara lindarvatn. Við verðum að borga stórar upphæðir í ríkissjóð fyrir það að setja eldsneyti á bílana okkar. Helst ekki fara lengra en upp Ártúnsbrekkuna. Nú er rætt um að skattleggja matarinnkaupin svo hressilega að við förum í Árnastofnun til að ná okkur í handrit til að tyggja.
Málið virðist vera það að leggja á okkur sem allra mestar álögur. Jú þær eru tvöfaldaðar með áhrifum hækkananna á verðtrygginguna á lánunum okkar.
Matarskattur til skoðunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Njörður Helgason. Húsasmíðameistari grunnskóla og framhaldsskólakennari.
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Myndirnar mínar á Flickr Samansafn valinna mynda til sýnis fyrir alla
- Twitter síðan mín Skoðanir í stuttu máli
Veðurviti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 370663
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.