Óskemmtilegt í byrjun sumars.

Það er illt fyrir íbúa á Kirkjubæjarklaustri að verða í biksvörtu öskuskýi. Askan er svo fín að hún smýgur alls staðar. Því er enginn hlutur óhultur fyrir því sem eldstöðin í Grímsvötnum er að senda frá sér.

Það er ekki ólíklegt að eldgosinu fylgi allstórt hlaup á Skeiðarársandi. Kvika í eldgosum bræðir mikinn ís sem er á jöklum. Vissulega skiptir miklu máli hvað eldstöðin er stór. Gosið í Gjálp varð í alllangri sprungu. Það gos bræddi mikinn ís og bræðsluvatnið safnaðist fyrir í Grímsvötnum. Sem varð til þess að valda stóru hlaupi sem meðað annars hreif brúna yfir Sandgígjukvísl með sér.

En þegar að ég kom út í morgun í Hafnarfirðinum var hárfín aska á öllu. Eitthvað líkt því sem maður sá í fyrra frá Eyjafjallajökli.

Það sást vel í gærkvöld þegar örkumistrið var að skríða yfir Bláfjöllin, yfir Helgafellið og dreifðist síðan yfir bæinn.

Hér er mynd af þessu.


mbl.is Kolniðamyrkur á miðjum sumardegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Njörður Helgason. Húsasmíðameistari grunnskóla og framhaldsskólakennari.

Höfundur

Njörður Helgason
Njörður Helgason
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_3122
  • IMG_3283
  • IMG_3266
  • IMG_3268
  • IMG_3257

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 370663

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband