19.5.2011 | 12:57
Þrautagjaldþrot.
Eru endurheimtur út úr þessu gjaldþroti álíka miklar og þær voru í gjaldþroti Hafskipa?
Þetta er þá álíka gjaldþrota fyrirtæki og Hafskip var á sínum tíma. Gjaldþrot sem knúið var fram af samkeppnisaðilum sem pólitíkusar tóku undir með.
99% upp í forgangskröfur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Njörður Helgason. Húsasmíðameistari grunnskóla og framhaldsskólakennari.
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Myndirnar mínar á Flickr Samansafn valinna mynda til sýnis fyrir alla
- Twitter síðan mín Skoðanir í stuttu máli
Veðurviti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 370663
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Einhvernvegin finnst mér að ég hvorki skilja fréttina né færsluna þína.
Er í fréttinni ekki verið að tala um kröfur um greiðslur úr þrotabúi gamla Landsbankans eða kröfur á hendur bankans?
Ert þú í færslunni að segja að gjaldþrot gamla Landsbankans hafi verið" knúið fram af samkeppnisaðilum sem pólitíkusar tóku undir með" ?
Agla, 19.5.2011 kl. 13:36
Þegar talað er um Icesaveskuldir eða greiðslur en þá ekki í rauninni yfirleitt verið að tala um greiðslur ( endurgreiðslu til Breska og Hollenska ríkisins) á þeim lágmarks innistæðutryggingum til innistæðueiganda Icsave sem íslenski innistæðutryggingasjóðurinn bar ábyrgð á skv. samningum sem íslenska ríkið skrifaði undir en gat ekki greitt vegna fjárskorts?
Sumir Icesave reikningshafar áttu mun hærri inneign hjá Icesave en lágmarkstryggingunni nam og mér skilst að þó breskir og hollenskir innistæðueigendur hafi fengið (mismunandi háar) bætur á inneignartapi sínu sé langt frá því að að allir Icesavereikningshafar hafi fengið þá peninga sem þeir áttu á Icesavereikningnum sínum greidda.
Agla, 19.5.2011 kl. 14:30
Njörður: Ég mæli með því að þú lesir fréttina betur og skoðir svo upplýsingarnar á heimasíðu skilanefndarinnar, þar á meðal fjárhagsyfirlit 2011Q1.
Miðað við núverandi mat (sem er ennþá varfærið) munu endurheimtast 94-99% upp í forgangskröfur. Forgangskröfurnar eru vegna innstæðna og nema 1.319 milljörðum, en heildarkröfur í þrotabúið nema 3.427 milljörðum króna. Það vantar því 2.108 milljarða eða 62% upp á fulla greiðslugetu.
Nei, þetta er sko alls ekkert gervigjaldþrot eða pólitískt samsæri. Hefðirðu kannski frekað viljað að Bjöggarnir ættu og rækju bankann ennþá eða hvað?
Agla: Forgangskröfur í þrotabú Landsbankans eru allar innstæðurnar í heild sinni. En athugaðu að innstæðueigendurnir sjálfir eru fyrir löngu síðan búnir að fá hvert einasta pund og evru greitt úr ríkissjóðum Bretlands og Hollands, þeir sem eiga kröfurnar í þrotabúið eru því núna hollenski seðlabankinn og breska fjármálaráðuneytið. Miðað við þessa endurheimtuspá munu þær ef fram heldur fást greiddar að fullu úr þrotabúinu, burtséð frá meintri lágmarkstryggingu.
Guðmundur Ásgeirsson, 19.5.2011 kl. 17:00
P.S. Þá á ég við að breska og hollenska ríkið (ekki fólkið) sem eiga núna forgangskröfurnar, munu ef fram heldur sem horfir fá þær endurgreiddar að fullu. Aðrir kröfuhafar sem eru aðallega lánadrottnar Landsbankans, fá hinsvegar líklega ekki neitt eða hugsanlega mjög lítið í sinn hlut. Þessi niðurstaða, þ.e. að almennir viðskiptavinir fái tap sitt bætt á kostnað erlendra fjármálastofnana og annarra "fagfjárfesta" sem voru nógu vitlausir til að lána þessum glæpamönnum peninga, er bein afleiðing neyðarlaganna sem voru sett í október 2008 og er líklega það sem verður til að bjarga íslensku þjóðinni frá varanlegri fátækt og útskúfun.
Guðmundur Ásgeirsson, 19.5.2011 kl. 17:09
Ég hélt mig hafa séð að t.d. bresk sveitarfélög sem lögðu pening á Icesavereikning hefðu ekki fengið sömu aðstoð frá breskum yfirvöldum og einstaklingar og væru ekki búin að fá sínar Icsave inneignir greiddar að fullu af breska ríkinu.
Ég hélt líka að hollenskir og breskir innistæðueigendur hefðu fengið innistæður sínar hjá Icesave greiddar að þeim mörkum sem þessi ríki ákváðu og að þeir innistæðueigendur sem áttu hærri inneignir en greiðslumörk þess ríkis sem þeir bjuggu í dugðu fyrir ættu enn kröfu á þrotabú gamla Landsbankans.
Er þetta misskilningur hjá mér?
Eru allir Icesave innistæðueigengdur gamla Landsbankans búnir að fá sínar innistæður greiddar AÐ FULLU í pundum eða evrum af ríkissjóði þess lands sem þeir búa í?
Agla, 19.5.2011 kl. 20:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.