Mynd um Skaftfelling neikvæður áróður?

Það var gaman að sjá Ólaf Pétursson og Þórunni Björnsdóttur, Kristínu Friðriksdóttur og Huldu Vilhjálmsdóttur ásamt Sigrúnu frænku minni Jónsdóttur, kirkjulistakonunni heitinni í mynd sem var að hluta um skipið Skaftfelling. Mér þótti ekki rétt farið með sumt í myndinni og líka að hún var notuð í baráttu einhverra gegn því að göng verði gerð undir Reynisfjall og vegur áfram yfir mýrarnar. Gegnum eða framan við Geitafjall. Þetta þýðir að með þessum vegabótum verður láglendisvegur frá Reyðarfirði að Hveragerði. Snjóþungum köflum á leiðinni hefur þá verið útrýmt. Hvort sem það er Lónsheiði, Almannaskarð eða vegurinn innan við Vík í Mýrdal. Vegur sem oft hefur verið snjóþungur og erfiður í snjókomu. Hundslappadrífan er oft blind þar.

Ég skildi ekki hvers vegna þessi mynd um skipið Skaftfelling sem á sínum tíma var gríðarlega mikið og þarft flutningatæki til íbúa við hafnlausa strönd Mýrdalsins var notuð til þess að koma á framfæri andstöðu við gerð jarðganga undir Reynisfjall. Framkvæmd sem verður ekki síðri bót fyrir Víkina og ekki síður fyrir byggðir á austurlandi þegar hún verður gerð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Njörður Helgason. Húsasmíðameistari grunnskóla og framhaldsskólakennari.

Höfundur

Njörður Helgason
Njörður Helgason
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_3122
  • IMG_3283
  • IMG_3266
  • IMG_3268
  • IMG_3257

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 370663

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband