11.12.2010 | 17:01
Mokum ofan í skurðina.
Ég hef áður sagt og geri það aftur. Endurheimt votlendis er atvinnuskapandi.
Á árum áður voru mýrarnar sundurgrafnar til að geta ræktað á landinu. Þá var landið áfram svo blautt að ekkert var hægt að slá nema litla bletti af því. Afgangurinn var beittur. Beit sem í dag er sáralítil og engu breytir þó að mýrlendið sé ógrafið og óræst.
Því ætti að fara í átak að moka aftur ofan í skurðina, með því lokast ræsin og landið verður aftur eins og það var. Því ætti að fylla upp í þessa jarðarbótaskurði og greiða mönnum aftir jarðabætur fyrir að fylla upp í gagnslausa skurði á íslensku mýrlendi.
Tillögum Íslands hrósað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Njörður Helgason. Húsasmíðameistari grunnskóla og framhaldsskólakennari.
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Myndirnar mínar á Flickr Samansafn valinna mynda til sýnis fyrir alla
- Twitter síðan mín Skoðanir í stuttu máli
Veðurviti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 370663
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sælir.
Þetta er einfaldlega rangt hjá þér. Það vill svo til að ég ólst upp á bæ í uppsveitum Árnessýzlu, þar sem langmest af túnum til sláttar voru í mýri. Það voru ekki litlir blettir sem hægt var að slá, heldur öll túnin sem búin voru til með skurðagreftri í mýrinni. Að moka í skurðina aftur myndi þýða að túnin væru ónýt og búsifjar yrðu miklar.
Ég þekki líka vel til í nærsveitum og þar er sagan sú sama. Ræktunarsamband Flóa og Skeiða var stofnað að miklu leyti einmitt til þess að moka skurði og unnu þeir þrekvirki í þeim efnum til að bæir margir á Suðurlandi hefðu tún til að rækta á.
Góðar stundir.
Sigurjón, 12.12.2010 kl. 02:04
Reynsla mín af mýrunum í Mýrdalnum var sí að á stórum flákum var aðeins hægt að slá blett og blett.
Valllendið var yfirleitt við árbakkana. Land sem var þurt fyrir.
Þetta er einfaldlega ekki rangt hjá mér!
Landinu á að koma aftur í rétt horf. Það er hvort eð er svo lítil beit í dag miðað við það sem var
Njörður Helgason, 12.12.2010 kl. 11:30
Þú sagðir ekki í færzlunni að þetta væri bundið við Mýrdalinn. Alhæfing þín á ekki rétt á sér, eins og fram kom í fyrri athugasemd minni.
Bændur þurfa að hafa tún til að rækta gras fyrir skepnur sínar. Ég veit ekki um neinn sem hefur mokað skurði, án þess að nýta túnið undir ræktun, enda væri það tíma- og peningasóun.
Sigurjón, 12.12.2010 kl. 17:08
Ég þekki stórann hluta mýranna sem voru sundurgrafnar og ræstar en urðu aldrei þurrar.
Þetta á við víðar en í Mýrdalnum.
Njörður Helgason, 13.12.2010 kl. 00:01
Hvað sem því líður, á þetta ekki við á stærstum hluta túna sem eru framræstar mýrar. Það væri aldrei hægt að moka í skurðina alla og ætlast til þess að landbúnaður væri mögulegur á sama tíma.
Sigurjón, 13.12.2010 kl. 16:54
Í Landeyjunum eru flestar jarðir komnar undir hrossabeit. Það sama er í Holtum og Landssveit. Í Flóanum eru flestar jarðir komnar í hrossabeit. Þar eru menn líka farnir að fá greitt fyrir að fylla í skurðina.
Njörður Helgason, 13.12.2010 kl. 17:46
Þetta er tómt kjaftæði! Það er af og frá að flestar jarðir á þessum stöðum séu komnar í hrossabeit, hvað þá meirihluti landnæðis. Fyrir utan nú það að mýrar eru jafn gagnslausar til beitar þegar þær eru orðnar að drullusvaði.
Er yfir höfuð orð að marka sem þú segir?
Sigurjón, 14.12.2010 kl. 12:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.