Dyrhólaey þarf að opna og framkvæma þar.

Þessi svæði verður að venda til þess að halda í þá náttúru sem þar er.

Ég er alinn upp með Dyrhólaey fyrir augunum. Á Dyrhólaey var gerð tillaga að skipulagi fyrir tæpum tuttugu árum. Engar framkvæmdir hafa verið gerðar samkvæmt þessu skipulagi. Eyjan er í dag frekar að drabbast niður af nokkrum ástæðum. Ein þeirra er að með lokun fyrir sauðfé er Eyjan að kafna í sinu. Á þessu svæði er mikill gróandi og lokun fyrir beit er alls ekki til góðs.

Framkvæmdamenn fóru eitt sinn að hefjast handa við hafnargerð eða innsiglingarbætur. Þær framkvæmdir eru í dag ekkert nema minnismerki og landslagsskemmd. Skarð niður á Kirkjufjöru sem gerið stóra rauf í kletta Lágeyjarinnar.

Um nokkura ára eða áratuga skeið hefur verið lokað fyrir umferð fólks á Dyrhólaey að vori og fram undir mitt sumar. Þessi lokun er gerð til að venda æðarvarp sem er á Dyrhólaey. Ég veit ekki hverjar tekjur bændanna eru af þessu æðarvarpi. Það hefur ekki komið fram.

En með þessari lokun eiga minkar og refir góðan aðgang að æðarfuglinum og öðru dýralífi á Eynni. Friðunin hefur því helst orðið til þess að efla dýralíf skolla og minks á Dyrhólaey.

Því þarf að: Fara í framkvæmdir á Dyrhólaey samkvæmt því skipulaginu sem var unnið á Eynni. Mesta vernd Dyrhólaeyjar er að hætta að loka aðgengi að henni fyrir fólki að vori og fyrri part sumars. Hún er gagnslaus eða til skaða.


mbl.is Friðlýst svæði í hættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Njörður Helgason. Húsasmíðameistari grunnskóla og framhaldsskólakennari.

Höfundur

Njörður Helgason
Njörður Helgason
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_3122
  • IMG_3283
  • IMG_3266
  • IMG_3268
  • IMG_3257

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband