Viljum við þiggja áfram?

Spurning er hversu lengi Íslendingar sem eru andstððir inngöngu í EB ætla að grafa sig niður í aur vanþekkingar sinnar á aðild.

Í dag er ísland hluti EES svæðisins. Með því eru Íslendingar semiaðilar að EB. Verða að taka upp öll lög og reglur EB inn í sitt kerfi án þess að geta sagt nokkuð við því. Ísland hefur hvorki málfrelsi né tillögurétt innan EB.

Þegar við Íslendingar göngum í Evrópusambandið verðum við þjóð meðal þjóða í EB. Þar höfum við tillögurétt, Þar höfum við málfrelsi og ekki síst höfum við atkvæðisrétt um öll mál sem Evrópuþingið fjallar um.

Vill fólk frekar að við séum út úr öllu og verðum að innleiða lög og reglur EB án þess að geta nokkuð sagt eða viljum við Íslendingar verða þjóð meðal þjóða sem hefur eitthvað að segja um það sem Evrópuþingið ákveður?


mbl.is Andstaða eykst við ESB-aðild í Noregi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þvílíkt og annað eins bull og þú átt að heita viti borinn maður.  Hvað heldur þú að "atkvæði" okkar hefði mikið að segja innan ESB???  Hvernig virkar "málfrelsið" í ESB????  Ég get nú ekki betur séð en að þjóðum sem eru utan ESB vegna bara alveg prýðilega. 

Jóhann Elíasson, 12.11.2010 kl. 22:14

2 Smámynd: Njörður Helgason

Það hafa þjóðir bæði stórar og smáar stoppað það að sameiginleg mál fari í gegn.

Maastricht og stjórnarskrá EB. Fellt af aðildarlöndum

Mín hugsun er að það sé mun betra fyrir Ísland að vera músin sem öskrar en að láta allt yfir sig ganga.

Njörður Helgason, 12.11.2010 kl. 22:50

3 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Njörður er þá ekki betra að hætta því að láta allt yfir sig ganga, bæði er það nærtækara og svo réttlátara fyrir þjóðina, þegar þjóðin er búin að ná fótfestu þá má alltaf skoða það hvað ESB hefur að BJÓÐA okkur...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 12.11.2010 kl. 23:03

4 Smámynd: Njörður Helgason

Það er búið að samþykkja umsókn í EB. Nú er aðildarferlið í vinnslu og það sem kemur út úr þeim viðræðum verður borið undir íslensku þjóðina í þjóðaratkvæðagreiðslu. Staða okkar er sú í dag að besta lausnin er að finna út hvað við fáum út úr aðildarviðræðunum.

Þegar við Íslendingar töldum okkur vera yfir allar þjóðir hafin voru orð þáverandi forsætisráðherra að aðild að EB væri ekki á dagskrá. Staða okkar væri mun betri í dag ef að það hefði verið gengið til aðildarviðræðna þá. Alla vega væri skuldastaða Íslendinga skárri því peningamenn hefðu ekki komist upp með það að vaða í villu og svima með land og þjóð undir Evrópska seðlabankanum.

Njörður Helgason, 13.11.2010 kl. 00:01

5 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Sæll Njörður ! (og aðrir með innlegg hérna)þessi rök þín Njörður, eru góð og gild í núverandi stöðu, en hvað með að endurskoða EES samninginn ? og hvort þau lönd sem eru bundin af honum, ættu bara ekki hreinlega að segja honum upp og endursemja frá grunni við ESB.

Það er nefnilega "paradox" að lönd sem eru með EES samninginn svo ríkjandi, og svo árhifamikinn í sínum daglega rekstri og virkni, sem Noregur, Ísland og Lichtenstein hafa, mega reikna með að stór hluti andstæðinga að fullri aðild, séu það einmitt vegna  EES, svo til að fá raunverulega vitneskju um skoðun fólks á hugsanlegri aðild, væri kannski ráð að bæta 3. liðnum í væntanlega þjóðaratkvæðagreiðslu.

Það er með eða móti aðild Já/Nei og svo hvert halda eigi áfram með EES ef svarað er nei.

Svarið verður Nei við aðild hvort eð er, svo rétt væri þá að gefa þjóðinni tækifæri til að segja sitt um EES samtímis.

Sviss klárar sig fínt án aðildar og án EES, þurfa kannski að eyða nokkrum tíma í ýmsa samninga, en hafa meiri stjórn á þessu en framangreind lönd.

MBKV

KH

Kristján Hilmarsson, 14.11.2010 kl. 16:29

6 Smámynd: Njörður Helgason

Já ég veit ekki hvað Evrópusambandið er tilbúið að gera varðandi endurupptöku EES samningsins Kristján. Það er staðreynd sem er ekki hægt að horfa framhjá að EES samningurinn var aðlögunarsamningur EB við lönd sem voru á leið í EB, svona flest.

Ég er smeykur um að EB muni aðeins vilja að lönd með EES samninginn gangi í EB eða verði áfram með óbreyttann EES samning.

Njörður Helgason, 15.11.2010 kl. 10:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Njörður Helgason. Húsasmíðameistari grunnskóla og framhaldsskólakennari.

Höfundur

Njörður Helgason
Njörður Helgason
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_3122
  • IMG_3283
  • IMG_3266
  • IMG_3268
  • IMG_3257

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband