7.11.2010 | 13:03
Vill ekki vera með!
Bjarni og aðrir kónar sjálfstæðisflokksins vilja gera allt til að koma í veg fyrir aðild Íslands að Evrópusambandinu. Sambandi þar sem við eigum best heima.
Málflutningur Bjarna er ekki ólíkur málflutningi Davíðs Oddssonar þegar hann sat við kjötkatlana. Þá átti ekkert að hugsa um að ganga inn í sambandsríki Evrópu vegna þess að Ísland væri svo sjálfstætt ríki. Ríki sem nú er úti úr öllum samböndum en getur náð þeim aftur með því að verða fullgilt Evrópuríki.
Bjarni vill að sjálfstæðisflokkurinn verði áfram stikkfrír í ákvörðunum Íslands.
Meinum ekkert með þessu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Njörður Helgason. Húsasmíðameistari grunnskóla og framhaldsskólakennari.
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Myndirnar mínar á Flickr Samansafn valinna mynda til sýnis fyrir alla
- Twitter síðan mín Skoðanir í stuttu máli
Veðurviti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 370663
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Njörður.
Þetta er mikill misskilningur hjá þér Njörður.
Þetta mál er alls ekki bundið við þessa tvo kóna sem þú nefnir þá bjarna og Davíð O.
Mikill meirihluti þjóðarinnar vill ekkert með þetta ESB bákn og yfirríkjasamband hafa að gera.
Svo vill Sjálfstæðisflokkurinn ekkert vera stikkfrí í ákvörðunum Íslands. Það er rangt hjá þér. Æðsta vald Sjálfstæðisflokksins, 1000 manna landsfundur hefur ályktað grjótharða andstöðu við ESB aðild landsins og það með yfir 90% atkvæða.
Ísland er heldur ekkert einangrað á neinn hátt og er aðili að margskonar alþjóðlegum samtökum og áhrif okkar í alþjóðasamfélaginu og forræði yfir eigin málum er mörgum sinnum öflugra en værum við í ESB.
Síðan skal ég benda þér á að undanförnu hafa verið að byrtast alþjóðlegar kannanir um stöðu hinna ýmsu þjóða. Svosem um jafnrétti, um almennan kaupmátt og velmegun, heilbrigðisþjónustu og um spillingu.
Alls staðar í þessum könnunum skorar Ísland mjög hátt, hefur örlítið dalað síðan fyrir kreppu en er samt alls staðar í toppsætum frá 3 til 14 yfir 180 til 200 þjóðríki heimsins.
Af 27 ríkjum ESB eru svona að meðaltali ca 3 til 6 ríki sem skora hærra en Ísland í öllum þessum könnunum. Yfirleitt eru þetta 21 til 24 ríki ESB fyrir neðan Ísland.
Athugaðu þetta áður en þú bölvar landinu þínu næst og sérð ESB keisarann nakinn og spilltan, sviðsettan í gullfötum með lygum og blekkingum !
Gunnlaugur I., 7.11.2010 kl. 14:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.