Vegur undir Reynisfjall bætir veginn um suðurlandið.

Í mörg ár hefur verið barist fyrir því að koma þjóðvegi 1 út úr þorpinu í Vík. Með því að koma þjóðveginum út úr þorpinu og að koma umferðinni í jarðgöng undir Reynisfjall bætist leiðin um suðurlandsundirlendið til muna.

Með þessari breytingu verður láglendisvegur frá Reyðarfirði að Hveragerði. Þetta er mikil samgöngubót, þó að lítið hafi snjóað á liðnum árum vita heimamenn í Vík og þeir sem eiga leið um þjóðveginn hversu mikill snjór getur safnast á veginn fyrir innan Vík. Með vegalagningu eftir ströndinni fyrir framan Vík verður vegurinn hluti af jó og brimvörn sem er orðið nauðsynlegt að gera fyrir framan Vík í Mýrdal vegna þess hvað sjórinn er að grafa sífellt meira úr ströndinni.


mbl.is Ráðherra hafnar færslu hringvegar í Mýrdal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Hrellir

Skoðun þín ber keim af 20. aldar hugsunarhætti. Og síðan hvenær varð hringvegurinn fyrir Reynisfjall hálendisvegur?

Sigurður Hrellir, 27.10.2010 kl. 09:20

2 Smámynd: Njörður Helgason

Ég þekki þennann veg all vel og hversu mikill snjór getur safnast á hann.

Njörður Helgason, 27.10.2010 kl. 09:23

3 Smámynd: Börkur Hrólfsson

Ég þekki þessa leið þónokkuð, og veit að eins og leiðin er nú, norðan við Reynisfjall, getur orðið einhver mesti farartálmi á leiðinni frá Reyðarfirð'i til Hveragerðis. Og Sigurður Hrellir, þó að það geti varla kallast hálendi, þá er gilið austanvert við fjallið (Miðaflanagil) þvílík snjóakista, að ekki fyrirfinnst onnur álíka á allri umræddri leið. Og Njörður talaði ekki um ,,hálendisveg", en þessi leið er sko engin ,,láglendisleið" það er alveg á hreinu.

Reyndar held ég, að ef vel ætti að vera, þyrfti að taka veginn suður fyrir Geitafjall líka. Kannski er það á áætlun.

Það er 21. aldar hugsunarháttur, að vilja fá hraða og þunga umferð út fyrir bæinn, og auka þar með lífsgæði og öryggi allra, bæði þorpsbúa og vegfaranda. Fyrir utan hvað það getur sparað mikinn tíma í flutningum, en tíminn er jú peningar, ekki satt ?

Börkur Hrólfsson, 27.10.2010 kl. 10:01

4 Smámynd: Sigurður Hrellir

Ég efa það ekki Njörður, en er ekki snjólaust hjá ykkur mestan part vetrar? Vegurinn fer hæst í 119 metra og þetta er hlýjasti partur landsins. Skýrsla Vegagerðarinnar frá 2008 gefur yfirlit yfir lokanir á árunum 2005-2008:

• 10.01.2005: Lokun í 4-5 klst. fyrir hádegi
• 31.01.2008: Lokað í nær 8 klst. frá því snemma um morguninn
• 29.02.2008: Lokað í hálftíma fyrst um morguninn, síðan opið en leiðinda færð fram undir kvöld
• 02.03.2008: Lokað í 4 klst. um morguninn. Lokaðist síðan aftur um kl. 17 og var ófært að mestu til 07:40 morguninn eftir.

Það er vandséð að þetta réttlæti svo kostnaðarsama vegalagningu með jarðgöngum. Svo eru það áhrifin á náttúru og umhverfi en það er vitaskuld ekkert einkamál fólks á svæðinu.

Sigurður Hrellir, 27.10.2010 kl. 10:02

5 Smámynd: Sigurður Hrellir

Sjálfsagt eru ekki sammála því hvað 21. aldar hugsunarháttur í samgöngumálum stendur fyrir. Þó held ég að það hljóti að snúast um innlenda orkugjafa, virðingu fyrir umhverfinu og aukið öryggi. Ég get vel skilið það sjónarmið að þung umferð eigi ekki að skera bæi í tvennt en held að skárri lausn væri að takmarka hraðann við 30 km/klst. og framfylgja því með hraðamyndavélum.

Það á ekki alltaf við að tími sé peningar en fyrirhuguð vegalagning og gangnagerð snýst augljóslega um peninga og það enga smápeninga, svo mikið er víst.

Sigurður Hrellir, 27.10.2010 kl. 10:18

6 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Fjöldi ófærðardaga s.l. ár er ekki mælikvarði í sjálfu sér hvort færa eigi veginn. Það eru örugglega miklu fleiri dagar þar sem varasamt er fyrir eins drifs bíla að fara þarna yfir. Og svo þetta með umferð, ekki síst stórbílaumferð, svona beint í gegnum bæinn.  

Hins vegar held ég að auðvelt sé að finna nauðsynlegri vegabætur en göng undir Reynisfjall. Allt er þetta spurning um forgangsröðun. Ég nefni sem dæmi Norðfjarðargöng. Þetta merkilega sjávarpláss býr við algjörlega óviðunandi vegasamgöngur.

Gunnar Th. Gunnarsson, 27.10.2010 kl. 10:26

7 Smámynd: Börkur Hrólfsson

Ég ætla að leyfa mér að blanda mér aðeins í þessa umræðu.

Fyrir það fyrsta þá er skýrsla vegagerðarinnar ekki allskostar fullnægjandi, því að ekki er minnst á alla hálkudagana, sem t.d. flutninga bílstjórar hafa þurft að eyða dýrmætum tíma í það eitt að keðja fyrir þessa fáeinu Km.. Og ekki er heldur minnst á alla þá ferðamenn, sem hafa þurft að fresta för vegna hálku og snjóa, þó að ekki hafi verið ,,tæknilega ófært". Reyndar er ekki heldur talað um ,,illfært" eða blindbyl, en þær aðstæður eru ansi oft í gilinu. Það eru brattar brekkur og krappar og lúmskar beyjur beggja megin við Reynisfjall, sem gera þessa leið jafn erfiða og raun er, reyndar á þetta líka við um Geitafjall aðeins vestar.

Við skulum aðeins athuga hverjir myndu hagnast á betri og öruggari vegi um þetta svæði:

Auðvitað þeir fáu, sem búa í Vík, það gefur augaleið. En það eru sko fleiri: Hundruð þúsunda ferðamenn aka þessa leið á hverju ári, og fyrir þá skiftir miklu að fá góðann og greiðann veg. Hundruð þúsunda ferðir Íslendinga á hverju ári fara um þennann veg, jafnt á sumri, sem vetri, og ég hef upplifað veginn um Miðflanagil ófærann vegna vinda á miðju sumri. Allir landflutningar munu verða betri og öruggari, þar að auki mun fólkið í Vík fá frið fyrir trukkunum, sem sumir hverjir eru allt að 60 Tonn. (ekki gleyma að það þurfti sérstaka undanþágu fyrir aksturstíma vöruflutningabílstjóra á suðurleiðinni, og ein ástæðan eru tafir, sem þeir geta átt von á við Vík) Hvað náttúruna varðar, þá mun vegur nær sjónum gera aðgengi að náttúruperlum svæðisins betri, og öruggari, að auki sem styttri leið spara tíma, og gefur ferðafólki meiri tíma til að njóta þeirra, nú eða til að stoppa í V+ik, sem kemur byggðarlaginu öllu til góða. Það er enginn að tala um að bora í gegnum Hálsanefshellir eða að leggja veginn um Dyrhólaey, og ég hef nú ekki ennþá séð ,,akrana" sem vegurinn er sgður eiga að fara um. Hann verður að mestu um votlendi. Vegagerðin myndi, eins og bent hefur verið á styrkja ströndina fyrir framan þorpið, og þar með verða til gagns á margan veg, en fyrirlyggjandi er, að ráðast þarf í gerð varnargarðs, eða að öðrum kosti að horfa uppá að þorpið gæti þurft að víkja fyrir ágangi sjávar.

Þá er enn eitt atriði, sem styður þessa framkvæmd.

Einhverjir þurfa að gera þetta, og það myndu skapast verkefni fyrir fullt af fólki sem er ekki vanþörf á. Einnig myndu tæki, og kunnátta, sem eru þegar fyrir hendi nýtast, en gætu ella glatast. Þá eru vegaframkvæmdir einhverjar bestu framkvæmdir fyri þjóðfélagið í dag. Skapa mannfrek störf, nýta þekkingu og tæki sem eru til staðar, ónýtt nú. Og síðast en ekki síst, eru ódýrar miðað við umfang, þar sem ekki þarf að flytja annað inn en eldsneyti á tækin og olíu í olíumölina.

Við ættum kannski að fresta svona framkvæmdum, og byggja svo sem eins og eina menningarhöll (Hörpu) til viðbótar. Þar sem næstum því allt nema mölin í steypuna er innfutt. Mannskapurinn frá Kína og Austur Evrópu, gluggar, sem smíðaðir eru í Kína, og innanstokksmunir fyrir hundruðir milljóna, frá úlöndum. Eða kaupa gler í opinberar byggingar frá Danmörku, af því að það er svo heimóttarlegt að kaupa Íslenskt !

Börkur Hrólfsson, 27.10.2010 kl. 12:03

8 Smámynd: Tryggvi Helgason

Mér finnst að það vanti inn í umræðuna um vegabætur, að það sé sýnt á korti eða með teikningu, hvar hinir fyrirhuguðu vegir eigi að liggja.

Tryggvi Helgason, 27.10.2010 kl. 14:04

9 Smámynd: Njörður Helgason

Í Mýrdalnum getur snjóað óskaplega. Þetta svæði er eitt mesta úrkomusvæðið í byggð á Íslandi. Þegar þessi úrkoma verður snjór getur allt farið á kaf. Eitt dæmi er að Mýrdalurinn er eina svæðið sunnanlands þar sem gert er ráð fyrir snjóflóðum og húsbyggingar verður að reikna út frá því.

Í fyrravetur féll snjóflóð að húsveggnum í görðum í Reynishverfi.

Talað er um að fara með hringveginn frá gangnamunnanum í Reynisfjalli yfir mýrarnar, ekki ræktuð tún nema að litlu leyti. 

Um ofangreint mál:Grein mín http://myrdalur.is/index.php/bladagreinar/44-bladagreinar/82-hvoenn-og-brekku-bobbar-i-vegi

Njörður Helgason, 27.10.2010 kl. 17:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Njörður Helgason. Húsasmíðameistari grunnskóla og framhaldsskólakennari.

Höfundur

Njörður Helgason
Njörður Helgason
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_3122
  • IMG_3283
  • IMG_3266
  • IMG_3268
  • IMG_3257

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband