19.10.2010 | 15:21
Er þetta fólk ekki í sambandi.
Það verður kosið um aðild Íslands að Evrópusambandinu þegar samningur Evrópusambandsins og Íslands verður borin undir þjóðaratkvæði.
Á engan hátt er tímabært að fara með aðildarviðræður í atkvæðagreiðslu þjóðarinnar.
Vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Njörður Helgason. Húsasmíðameistari grunnskóla og framhaldsskólakennari.
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Myndirnar mínar á Flickr Samansafn valinna mynda til sýnis fyrir alla
- Twitter síðan mín Skoðanir í stuttu máli
Veðurviti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 370663
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Dumhed maa guderne kæmpes forgæves. Þetta er meira og minna varamenn á þingi og þingmenn með lítið fylgi á bak við sig.
Guðlaugur Hermannsson, 19.10.2010 kl. 15:41
Og vita ekkert um málefnið sem þau leggja til í sinni tillögu. Heldég.
Njörður Helgason, 19.10.2010 kl. 15:46
Algerlega nauðsynlegt og það eina af viti að hætta eyðslunni og vitleysunni. Meginþorri þjóðarinnar vill ekki þangað inn og það er vitað.
Elle_, 19.10.2010 kl. 15:50
Já og því á fátæk þjóð að borga það sem Evrópubandalagið vill borga.
Hvernig getur þú sagt að meginþorri þjóðarinnar vilji ekki inngöngu? Það verður ekki ljóst hvað inngöngusamningur felur í sér fyrr en hann verður kynntur fyrir þjóðinni sem síðan greiðir atkvæði um samninginn.
Það verður ekkert hægt að taka nokkra ákvörðun fyrr en samningurinn liggur fyrir.
Ótrúlegt er að nokkur hluti Íslendinga vilji stoppa núna.
Njörður Helgason, 19.10.2010 kl. 16:06
Hitt er ótrúlegt, að sótt hafi verið um þarna inn í erlent ríki. Sjórnarskráin á að verja þegnana og líka minnihlutann. Stjórnarskráin leyfir ekki að fullveldi landsins fari úr landinu og að erlent ríki fari með æðsta vald. Þið hin hafið ekkert leyfi til að ráðskast með fullveldi landsins. Þið hafið hinsvegar fullt leyfi til að vilja vera þar og getið flutt. Við gefum ekki upp fullveldið fyrir neinar Evrur.
Elle_, 19.10.2010 kl. 17:00
Eina vitið er að henda þessari umsókn út á hafsauga....
Það hefur hver könnunin á fætur annari sýnt það afdráttarlaust að meiri hluti Þjóðarinnar vilji ekki í ESB...
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 19.10.2010 kl. 17:00
Elle mikið er ég sammála þér með þessa ESB sinna, þeir geta bara flutt til ESB ríki og unað sér þar og látið okkur í friði....
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 19.10.2010 kl. 17:02
Það er ekki verið að fara inn í erlent ríki. Þessi umsókn þýðir að Ísland vill verða hluti af ríkjabandalagi. Bandalagi ríkja í heimsálfunni sem við búum í.
Frekar en að vera útundan og þurfa að treysta á stuðning Evrópusambandsins alls ef við þurfum. í samskiptum við þjóðir sem við erum í heimsálfu með.
Hvernig sér fólk framtíðina fyrir sér. Stundum vilja menn fara inn í Bandaríkin.
Best er að ganga frá samningi um aðild að Evrópusambandinu og greiða þjóðar atkvæði um það.
Njörður Helgason, 19.10.2010 kl. 18:18
Er sambandið ekki komið með sinn eigin forseta, utanríkisráðherra, innanríkisráðherra?
Er sambandið ekki komið með þing, skattheimtu, lögreglu og her?
Er sambandið ekki komið með sín eigin lög, (ígildi) stjórnarskrá og reynt að leggja formlega stjórnarskrá?
Hefur sambandið ekki sótt um að fá að vera sem land(áheyrnarfulltrúi eins og Palestína og Færeyjar) hjá SÞ?
Ef ESB er ekki eigið ríki, hvað er þá í gangi? Er ESB að beita lygum og blekkingum eða hefur þú ekki fyllst með/ekki kynnt þér ESB?
Brynjar Þór Guðmundsson, 19.10.2010 kl. 22:20
Eitt. Er Evrópusambandið með eigin stjórnarskrá? Nei, af hverju. Það var ekki samþykkt af öllum ríkjunum. Það þarf bara eitt að hafna Evrópusambandsmáli til að koma í veg fyrir samþykkt allra. Undir þessar reglur föllum við Íslendingar við inngöngu.
Annað. Evrópuþingið semur og samþykkir lög og reglur. Undir þær erum við Íslendingar settir gegn um EES samninginn, án þess að hafa nokkuð um þetta að segja. Við inngöngu í Evrópusambandið erum við Íslendingar alla vega músin sem öskrar.
Þriðja. Sameiginlegur her. Við Íslendingar féllum í hóp viljugra með Bandaríkjamönnum og öðrum. Það er voðalega gott í dag!
Njörður Helgason, 19.10.2010 kl. 22:48
1. Nató er vissulega hernaðarbandalag en við leggjum ekki til mannafla né hertól. Við borgum lítilræði en ertum ekki í neinum herumsvifum. Fyrir utan neyðir NATÓ okkur ekki til að þjálfa her sem gæti orðið raunin ef allt fer sem framhorfir hjá ESB
2.Ég hef sagt þér áður og seigi aftur, við þurfum ekki að taka upp nein lög eða reglur frá ESB nema að við viljum, af þeirri ástæðu eru "viðræðurnar" eða aðlögunarferlið(réttilega) í gangi(af hverju heldurðu að við þurfum að taka upp svona mörg lög núna frá ESB sem hafa leigið óhreyfð út í rusli? Í því felst einn af mununum á ESB og ESS ), þetta vissirðu ef þú hefðir einhvern tíman lagt það á þig að kynna þér ESB og inngungu í þann óskapnað
3.Ekki stjórnaskrá samin, kannski er komin tími á að sína þér Njörður myndbönd af goðsögn þinni, Jose Manuel Barusso, http://www.youtube.com/watch?v=cpTWAW0pwFM Hvernig geturðu rökrætt við Barussó?
4.http://www.youtube.com/watch?v=uIK5PVDMKVY , Sjálfsákvörðunarréttur? held að þú þurfir að kynna þér betur áhrif Lissabonsáttmálan. Því þau eru öll horfin, beint eða óbeint. Þetta vita allir sem hafa kynnt sér smá af ESB, bæði ESB sinnar og Fullveldissinnar
Brynjar Þór Guðmundsson, 20.10.2010 kl. 18:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.