17.10.2010 | 15:01
Áhugavert viðtal við Evu Joly
Óskaplega var gott að hlusta á hana Evu Joly í Silfrinu áðan.
Greinilega er verið að vinna af kappi í þessum málum sem settu allt á annan endann hér á landi á. Uppgjörið og rannsóknin tekur langan tíma en greinilegt er að halda á málinu áfram og vinna það allt til enda. Feluleikur og blekkingar þeirra sem eru í rannsókn vegna málsins er ekki að hjálpa þeim á nokkurn hátt heldur að grafa þá dýpra í svað spillingarinnar.
Eva Joly sagði að fara ætti rétt í endurreisn Íslands og að AGS ráðin væru ekki öll af hinu góða. Spurning væri hvort að verið væri að fara of bratt í að ná hallalausum fjárlögum á kostnað fólksins í landinu.
Mér fannst mikið gott að heyra hana Evu Joly tala um aðild Íslands að Evrópusambandinu. Þar kom Margt gott fram sem er ekki síður áhugavert fyrir fólk aðlíta á en peningastaða þjóðarinnar.
Auðlindir, fiskur, landbúnaður og orkan væru allt mál sem samið verði um í aðildarviðræðum. Ekki megi heldur gleyma því að í dag sé Ísland Evrópuríki, ríki sem verður að taka upp allar reglur Evrópusambandsins vegna EES samningsins en hafi ekkert um málin að segja. Við inngöngu í Evrópusambandið verði Ísland fullgilt ríki meðal Evrópuríkja. Siti á Evrópuþinginu og hafi þar málfrelsi, Tillögurétt og það sem er ekki síst atkvæðisrétt. Ísland verður þjóð meðal þjóða og skoðanir okkar verða fullgildar í atkvæðagreiðslu Evrópuríkja.
![]() |
Eva Joly: Ísland á að ganga í ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Njörður Helgason. Húsasmíðameistari grunnskóla og framhaldsskólakennari.
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Myndirnar mínar á Flickr Samansafn valinna mynda til sýnis fyrir alla
- Twitter síðan mín Skoðanir í stuttu máli
Veðurviti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.4.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 370876
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er gott hjá þér að vera draumóramaður að halda að einhyrningar ráfi um í brussel og að himininn sé blár og fagur, túnin græn og ekkert illt í heiminum, a.m.k vona ég að þú haldir það, þǘi ég ætla ekki að gera þér slíka mannvonsku að vilja þessari þjóð nokkurt svo slæmt. Og þó, ekki hefurðu lært nokkuð á umræðunni sem hefur verið í gangi undanfarin misseri
Annað sem ég rak augun í var þegar Eva fór að tala um önnur "vel heppnaðan" hlut var innflytjendastefna frakkaeins og sjá má hér fyrir neðan
http://www.youtube.com/watch?v=j4HH9qQEHtI&feature=related
Brynjar Þór Guðmundsson, 17.10.2010 kl. 17:55
Er lífið svona gott á Íslandi?
Með aðild að Evrópusambandinu verða Íslendingar hluti af ákvörðunum sambandsins. Engar ákvarðanir verða teknar nema að við Íslendingar samþykkjum þær. Bíddu er Eva Joly ekki í framboði til forseta frakklands geg þeim sem eru að reka fólk úr landi?
Njörður Helgason, 17.10.2010 kl. 19:52
ESB það mun aldrei verða!
Sigurður Haraldsson, 17.10.2010 kl. 20:34
Njörður, Reka fólk úr landi, ertu að tala frakka og sígauna?
Það er ekkert víst með að það verði hlustað á okkur þarna, þá á báða þingmennina, eða verða þeir þrír?
Ertu viss um að þú hafir verið að hlusta á viðtalið eða varstu kannski að nota sömu aðferðafræði og þegar verið er að vara við ESB, þar að seigja inn um annað eyrað og út um hitt? Eva er í framboði til að verða í framboði(hún er kandídat til að verða kandídat fyrir græningja). Til að hún geti orðið forseti þarf hún að sigra þrjár kosningar.
Þar fyrir utan er spurning hvort hún sé hjálp eða bjarnargreiði
Þú lætur aðvörunarorð sem vind um eiru þjóta því þér finnst svo vitlaust sem ég hef framm að færa, er ekki hættan sú að það sama herji á íslendinga í brussel?
Brynjar Þór Guðmundsson, 17.10.2010 kl. 20:55
Spennandi væri að vita hvers vegna fólk vill ekki ganga í ESB?
Ísland er mun betur sett í Evrópusambandinu og vera rödd í hópnum. Helduren að vera þjóð sem þarf að taki lög og reglur sambandsins án mótmæla eins og EES aðildin þýðir.
Joly er að bjóða sig fram til forseta Frakklands og ætlar að vinna hörðum höndum að því.
Njörður Helgason, 17.10.2010 kl. 21:23
Það að við tökum upp öll lög og reglur frá ESB er nú ekki rétt, því ef svo væri hvers vegna væru þá um þúsundir lög og reglugerðir sem standa utan? Þeim hefur verið ýtt til hliðar því það hentar ekki Íslendingum(td sjáfarútvegsreglur, landbúnaðarreglur, lög um íbúðalánasjóðs, byggða stofnun, lög um aðstoð landsbyggðarinnar, hernaðarlög og fleira). Vertu ekki svona vitlaus
Af þeim sem græða á inngungu þá er án efa margir sem græða, Össur fær vinnu við að seigja öllum hvað ESB sé "æðislegt" og fær bogað í topp fyrir. Einnig munu þýðendur og hernaðarsinna
Allir aðrir tapa, ert þú Össur, þýðandi eða hernaðarsinni?
3 af hversu mörgum?Hvað verða þingmenn ESB margir við inngungu? Þeir eru um 750 en verða þeir fleiri, kannski 800? Hvað fær Tyrkland marga? Ég hef heyrt tölur eins og 300-350. 3 af 1100? Svíar Finnar og Danir kvarta mikið undan því að það hlustar enginn á þá, heldurðu virkilega að það verði farið að hlusta á okkur ef það er ekki hlustað á þjóðir sem eru samtals 20 miljón manns(Svíþjóð 10 m, Danmörk og Finnland með 5 m hvort), hvernig dettur þér það í hug að það verði hlustað á Íslendinga sem eru 0.3 miljón. Þeir eru bara 70 sinnum stærri og ekki batnar það ef við bætum okkur við, ekki einu sinni ef við gætum fengið að skrá alla Íslendinga frá landnámi
Ég dreg það ekki í efa um það hvort hún muni leggja sig alla fram við að ná því starfi, en hún er ekki ein um það
Brynjar Þór Guðmundsson, 18.10.2010 kl. 20:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.