Rofið nær langt út í sjó.

Ég var einu sinni á fundi Siglingarstofnunar í Vík vegna ágangs sjávar og mikils rofs úr ströndinni. Frá þeim fundi hefur gríðarlegt magn horfið af fjörunni framan við Vík.

Á þessum fundi sögðu starfsmenn Siglingarstofnunnar að það sem sæist í landrofi í ströndinni væri aðeins lítill hluti þess sem væri að gerast. Landrofið væri að gerast langt út í sjó. Þar væri sandrofið mismikið, en þegar græfi úr sandinum á sjávarbotni skilaði það auknum sandgreftri í fjörunni.

Á þessum fundi kynnti Siglingastofnun gerð flóðgarðs sem síðan var gerður var fyrir framan Vík í Mýrdal til að vinna gegn sjávarflóðum.  Þeir sögðu að ef sandgröfturinn héldi áfram væri ráð að keyra stórgrýti á garðinn og demba grjótinu í sjóinn til að vinna gegn rofinu.

En eins og starfsmenn Siglingastofnunar sögðu þá grefur úr fjörunni og langt út í Sjó. Landið sem Vík stendur á er alls ekki gamalt land. Fyrir nokkrum öldum var ekkert undirlendi þar sem hluti Víkurkauptúns stendur nú á. Frá Vík austur á Mýrdalssand var ekkert undirlendi. Þjóðleiðin lá þá yfir Víkurheiði. Á heiðinni má sjá reiðvegi og leiðir upp brekkuna ofan við Vík.

Það er því ekki undarlegt að nýlegt landið hjá Vík verði fyrir rofi sjávar. Katla hefur haft sig hæga og gos frá Kötlu hafa ekki fært nýtt efni í sjó fram í 92 ár. Þetta er ekki ósk um Kötlugos en í Víkinni fer jarðsagan hratt yfir. Nýtt land hverfur þar á ekki löngum tíma. 


mbl.is Hugmyndir um garð út í sjó
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Njörður Helgason

Frá Siglingastofnun: Kynning á þeirra tillögum. http://myrdalur.is/attachments/070_sigling_vik_120209.pdf

Njörður Helgason, 6.10.2010 kl. 15:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Njörður Helgason. Húsasmíðameistari grunnskóla og framhaldsskólakennari.

Höfundur

Njörður Helgason
Njörður Helgason
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_3122
  • IMG_3283
  • IMG_3266
  • IMG_3268
  • IMG_3257

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband