Rafmengunin sem átti að fara eykst.

Stækkunin er hið besta mál. Gott að geta nýtt orkuna vel.

En eitt verður að laga. Hér í útjaðri byggðarinnar á Völlum í Hafnarfirði er spennistöð og háspennumöstur sem leiða línur að spennistöðinni og þaðan niður í álver.

Þegar íbúar Hafnarfjarðar kusu um skipulagsbreytingu byggingarsvæðis hjá álverinu fyrir nokkrum árum var eitt af því sem lofað var frá álverinu að koma háspennulínunni í jörð. Svo kom niðurstaðan. íbúar Hafnarfjarðar höfnuðu skipulagstilllögunni.

Í kosningabaráttunni fyrir skipulagskosninguna var eitt af loforðum Rio Tinto það að þeir mundu færa háspennulínunaniður í jarðstreng. Ég man ekki betur en að þáverandi bæjarstjóri Hafnarfjarðar hafi heitið því að háspennulínurnar færu í jarðkapli framhjá byggðinni hvernig sem íbúakosningin færi. Spennistöðin mundi fara. Enn hefur ekkert gerst.

Áhrif svona háspennulína og spennistöðva eru ótvíræð. Meira að segja hefur það verið sýnt að litlar spennistöðvar í íbúðabyggðum hafi áhrif. Mengi umhverfi sitt með rafmagnsbylgjum.

Hvað er þá með mengun frá raflínu sem flytur hundruð megavött í gegn um línur í útjaðri byggðar. Nánast yfir hluta hennar. Línu sem sendir rafbylgjur all langt frá sér. Það er rafbylgjumengun sem engin getur verið sáttur við.

 
mbl.is 41 milljarður í framkvæmdir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Stóð ekki til að setja línurnar í jörð þegar Hafnfirðingar pissuðu í skóinn sinn og felldu samkomulag bæjarins við álverið?

Ólafur Ingi Hrólfsson, 23.9.2010 kl. 15:15

2 Smámynd: Njörður Helgason

Það var eitt af því sem Rio Tinto lofaði að setja línurnar í jörð. Svo var skipulagstillagan felld. Þá sagði Lúðvík bæjarstjóri að þær færu samt í jörð.

Enn eru þær uppi.

Njörður Helgason, 23.9.2010 kl. 15:19

3 Smámynd: Rauða Ljónið

Raflínu í jörð og spennustöðvar standa en til boða, en það stendur á Samfylkingu og Vinstri Grænum að boða til íbúðakosning söfnunar list hefur legi frami í tæpt ár, en hunsað þeir hann og vilja ekki virkja það íbúðalýðræði sem þeir boðuðu í samstarfssáttmála sínum þar á bæ virðist þeim vara sama þó þúsundi íbúar Hafnarfjarða gangi um atvinnulausir og missi eignir sínar.

Rauða Ljónið, 23.9.2010 kl. 16:56

4 Smámynd: Njörður Helgason

Fyrrverandi bæjarstjóri Hafnarfjarðar sagði að línurnar yrðu settar í jörð þó að í kosningunni hafi verið hafnað stækkun byggingasvæðisins.

Njörður Helgason, 23.9.2010 kl. 17:01

5 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Þegar stórir stjórnendur eiga í hlut þá geta þeir svikið loforð!

Sigurður Haraldsson, 23.9.2010 kl. 23:32

6 Smámynd: Njörður Helgason

Hluti Kárahnjukalínunnar í Skriðdal áleiðis niður á Reyðarfjörð er í jörð. Það að setja háspennulínu í gegn um þéttbýli getur ekki verið spurning.

Njörður Helgason, 24.9.2010 kl. 22:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Njörður Helgason. Húsasmíðameistari grunnskóla og framhaldsskólakennari.

Höfundur

Njörður Helgason
Njörður Helgason
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_3122
  • IMG_3283
  • IMG_3266
  • IMG_3268
  • IMG_3257

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 370663

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband