Forsetan í farbann.

Forsetan verður að setja í farbann. Hann er ekki utanríkisráðherra Íslands og ekki nema flokksbróðir fjármálaráðherra. En forsetinn á að vera ópólítískur. Í allt fall þá er hann ekki málpípa Íslans í utanríkismálum.

Forseti Íslands er kannski búin að gleyma dýrkun sinni á útrásarvíkingum. Á fundum sínum með þeim var hann með fulla vasa af Fálkaorðum til að hengja á útrásarvíkingana sem hann líkti við víkingana sem fóru og börðu lönd, drápu menn og svífyrtu íbúana.


mbl.is Ósanngjarnar kröfur um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Dýrkun manns eins og þú sakar hann um, kemur ekki ríkisábyrgð á ólöglegum innheimtum við.  Fjárkúgun er ólögleg hvort sem þú heldur að hann hafi dýrkað menn eða ekki.  Forsetinn hefur fullt leyfi til að tala um Icesave eins og hver önnur mál.  Núverandi ríkisstjórn ætlaði að koma nauðunginni yfir okkur hinsvegar og er óhæf til að verja okkur.  

Elle_, 15.9.2010 kl. 09:18

2 Smámynd: Jón Sveinsson

Eitt er víst að forsetinn er að gjöra það sem þjóðin ætlast til að ríkisstjórnin átti að gjöra fyrir þjóð sína hvað sem sega má um forseta vorn eru gjörðir hans núna þjóðinni til heilla aðeins valdníðingar eins og ríkisstjórn og þeir sem styðja þau í að láta þjóðina borga það sem henni ber ekki að greiða.ríkisstjórnin virðist vera hliðholl ræningjum og óþjóðalíð... já mín orð.

Jón Sveinsson, 15.9.2010 kl. 09:20

3 Smámynd: ViceRoy

Má bara til með að segja að núverandi utanríkisráðherra hefur nú ekki verið duglegur að tjá sig á erlendri grundu varðandi Icesave samningana né nokkuð um stöðu Íslands yfir höfuð.

Það eina sem kemst að í hausnum á honum Össuri virðist vera ESB og búið... 

Forsetinn er spurður út í þessi mál og hann hefur það þó í sér að svara fyrir þjóðina. Hvort sem hann sé pólitískur eður ei, þá svarar hann bara beint út og er ekki með neinn gunguskap, annað en Össur og fleiri menn þings og stjórnar. 

ViceRoy, 15.9.2010 kl. 09:21

4 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Njörður, ég er svo sammála Elle og Jóni... Hann er að gera það sem Ríkisstjórn okkar ætti að vera að gera...

Það þætti mikill dónaskapur ef hann svaraði ekki þeim spurningum sem hann er spurður að.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 15.9.2010 kl. 09:27

5 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þetta er bara fráleitt og svo vandræðalegt á að horfa að fáheyrt er.  Fjölmiðlar gapa bara yfir bullinu í honum!  Sjáiði ekki hvað fréttakonan verður skrítin á svipin? 

Og hvað - B&H ..eiga að viðurkenna" að engin ríkisábyrgð var á bönkum?  Haa?

Það verður að stoppa þennan kall.  Þetta er komið algveg útí vitleysu.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 15.9.2010 kl. 09:44

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Æiiiii Ómar Bjarki... byrjarðu einu sinni enn?

Það var engin ríkisábyrgð á bönkunum. Ólafur Ragnar er bara að skýra frá staðreyndunum eins og þær eru. Ef einhver CNN dama verður hvumsa af því, þá er það kannski vegna þess að hún er ekki vön að heyra menn í hans stöðu tala hreint út og segja sannleikann ómengaðan, sem er fyrst og fremst sorglegur vitnisburður um ástandið á vettvangi alþjóðlegra stjórnmála.

Guðmundur Ásgeirsson, 15.9.2010 kl. 10:03

7 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

,,Æiiiii Ómar Bjarki... byrjarðu einu sinni enn?"

Jebb, einhver verður að vinna það verk að halda staðreyndum til haga.

,,Það var engin ríkisábyrgð á bönkunum"

Só?  Málið snýst ekkert um einkabanka-ríkisbanka - eins og fólki mætti nú vera ljóst eftir útskýringar mínar á eðli máls.  Hinar alþjóðlegu skuldbindingar er um ræðir eru sama eðlis hvort se um væri að ræða ríkisbanka eða einkabaka.  Það er bara þannig.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 15.9.2010 kl. 10:24

8 Smámynd: Tómas H Sveinsson

Hvernig væri nú að ganga að þeim sem hirtu gróðan þegar vel gékk en lata almenning eiga sig. Þessi búbbar velta sér úr peningu sem eru að vísu erlendis, en ætti að vera hægt að komast yfir ef vilji væri fyrir hendi.

Hitt er svo annað mál að fyrrum klappstýra "útrásarvíkinganna" á ekki að vera að blaðra um þess hluti. Nógu illt hefur hann þegar gert. Er ekki möguleiki á að hann verði veðurtepptur eða eitthvað álíka þarna í Kína? Getur hann ef til vill beðið þessa sem hann sæmdi heiðursmerkjum og síðar komu þjóðinni á kaldann klaka, að skila orðunum?

Tómas H Sveinsson, 15.9.2010 kl. 11:17

9 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ómar Bjarki, hvaða "alþjóðlegu skuldbindingar" ertu að tala um? Samkvæmt þágildandi samevrópskum reglum var engin ríkisábyrgð fyrir hendi heldur var hún beinlínis bönnuð. Vinsamlegast útskýrðu hvað þú átt við og rökstyddu það með einhverju öðru en "Það er bara þannig".

Guðmundur Ásgeirsson, 15.9.2010 kl. 11:17

10 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Það er nokkuð ljóst hvernig 93% þjóðarinnar vill að forsetinn tjái hug hennar.  

Uppdikktaðar "alþjóðlegar" skuldbindingar skipta þar engu.  Líklega myndi engin þjóð samþykkja "alþjóðlegar" icesave skuldbindingar.

Utanríkisráðherra mun aldrei vinna að hag þjóðarinnar í þessu máli.  Vegna pólitískrar spillingar sleppur hann við a vera á leiðinni fyrir Landsdóm þessa dagana.

Magnús Sigurðsson, 15.9.2010 kl. 11:23

11 Smámynd: Elle_

Ómar heldur sig við ríkisábyrgð sem hefur aldrei verið og hann hefur fengið  rök gegn ríkisábyrgð nógu oft.  Ætla ekki að eyða púðri í að þræta við hann.  Líka finnst mér óþarfi að vera að ráðast á forsetann sem hefur varið okkur gegn kúgun stórvelda og gegn okkar eigin skammarlegu ríkisstjórn og ríkisstjórnarflokkum.  Forsetinn gat ekki vitað einu sinni að inni í bönkunum væru bankaræningjar að verki.  Enginn gat vitað það.  Og ekki stal hann peningunum. 

Elle_, 15.9.2010 kl. 11:28

12 Smámynd: Jón Valur Jensson

Sammála Elle, Jóni Sveinssyni, ViceRoy, Ingibjörgu Guðrúnu, Guðmundi Ásgeirssyni og Magnúsi Sigurðssyni í þessu öllu!

Njörður! Að Ólafur Ragnar var flokksbróðir fjármálaráðherrans, ætti að sýna þér, að langt þurfti Steingrímur J. að ganga til að fá forsetann til að beita sér í þveröfuga átt við stefnu Vibstri grænna. Svo sannarlega var mælirinn fullur og ærin ástæða til að vísa málinu í þjóðaratkvæði, og það gerði forsetinn með fullri lagaheimild – og heldur réttilega áfram varðstöðunni um hag og rétt Íslands.

Fylgizt með hér: Þjóðarheiður – samtök gegn Icesave.

Jón Valur Jensson, 15.9.2010 kl. 11:45

13 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

,,Ómar Bjarki, hvaða "alþjóðlegu skuldbindingar" ertu að tala um?"

Stórt og feitt geisp.

En ok.ok.,  förum yfir þetta yet again.  Nú þarf eg eigi að stafa ofan í fólk hérna þvi af mér hefur verið tekið talsvert ómak því viðvíkjandi:

,,Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) sendi í dag áminningarbréf til Íslands. Þar er komist að þeirri niðurstöðu að Ísland sé skuldbundið til að tryggja greiðslu á lágmarkstryggingu í samræmi við tilskipun um innstæðutryggingar til breskra og hollenskra sparifjáreigenda.[1] Tilskipun þessi er hluti af EES-samningnum. Samkvæmt henni bar Íslandi að greiða breskum og hollenskum sparifjáreigendum 20.000 evrur í kjölfar falls Landsbankans.


Samkvæmt tilskipuninni ber Ísland ábyrgð á því að innstæðueigendur í Icesave fái greiddar að lágmarki 20.000 evrur."

http://www.eftasurv.int/media/internal-market/LFN-Icesave.pdf

Svo bara komið þér bara með dómafordæmi sem hnekkja þessu.  Síðan höldum við áfram frá þeim punkti.  Td. væri prýðilegt ef þér kæmuð með svo sem 3-5 dómafordæmi í álíka málum frá ECJ/EFTA, málum sem snúast um að einstaklingum er veittur einhverskonar réttur, réttur til bóta - og þau dómafordæmi þurfa að innihalda þann dóm að ríki hafi ekki verið gerð ábyrg.  Að dómur segi að ríki þurfi ekkert að standa við skuldbindingar sem um ræðir gagnvart einstaklingum frekar en þau nenni því bara og moreover að allt í keyinu sé að mismuna gagnvart vondum útlendingum, það sé nú bara smekksatriði etc etc. 

Afhverju hjálpið þér eigi Óla forseta að hrekja álit ESA?  ESA er að bíða eftir svari frá ykkur.  Situr bara og bíður.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 15.9.2010 kl. 12:12

14 Smámynd: Mofi

Eini þjóð kjörni einstaklingurinn... má ekki tjá sig um málefni þjóðarinnar?  Þetta meikar ekkert sens að mínu mati. 

Mofi, 15.9.2010 kl. 13:44

15 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Enn og aftur lepur Ómar Bjarki upp hina áróðuskenndu álitsgerð frá ESA með sorglega gagnrýnislausum og nánast óvinsamlegum hætti, gagnvart hagsmunum lands og þjóðar, en þetta er eina heimildin sem honum hefur hingað til tekist á vísa í máli sínu til stuðnings. Vissulega virkaði TIF ekki sem skyldi, en ekki frekar en nokkur slíkur sjóður um gervalla Evrópu hefði gert undir sambærilegum kringumstæðum. Teljist það vera brot á tilskipun Evrópusambandsins þá er það brot sjóðsins (og allra annara samskonar sjóða í Evrópu!) en ekki íslenskra stjórnvalda á ábyrgð skattgreiðenda. Það er ekki sanngjarnt að almenningur sé gerður ábyrgur ef farið er eftir lögum en svo kemur í ljós að lögin voru gölluð og leyfðu eitthvað sem einhverjum öðrum þótti stangast á við sína hagsmuni.

Í áliti ESA segir á bls. 6: "...the Authority considers that Directive 94/19/EC imposes obligations of result on the EFTA States... to ensure that a deposit guarantee scheme is set up that is capable of guaranteeing the deposits of depositors up to the amount laid down in Article 7(1) of the Directive." Þarna túlkar ESA tilskipunina þannig að aðildarríkjum sé skylt að sjá til þess að kerfið geti staðið undir viðmiðunarfjárhæð tryggingarinnar. Í umræddri 7. gr. tilskipunarinnar segir hinsvegar: "Deposit-guarantee schemes shall stipulate that the aggregate deposits of each depositor must be covered up to ECU 20.000" sem þýðir að tryggingakerfið skal gangast undir þá skyldu að tryggja innstæður allt að viðmiðunarfjárhæðinni. Hvernig ESA kemst að þeirri niðurstöðu að "tryggingakerfið" þýði það sama og "ríkið" er vandséð, en hvergi í tilskipuninni er lagt bann við því að tryggingasjóðurinn sé sjálfseignarstofnun. Eina skýringin sem ég get fundið á þessu misræmi er að ESA sé einfaldlega að misskilja eða rangtúlka tilskipunina. Með nýrri tilskipun frá 2009 er þessu hinsvegar breytt þannig að "aðildarríkin ábyrgist" tryggingaverndina. Í þessu liggur hundurinn grafinn því þegar IceSave hrundi var eldri tilskipunin í gildi, sem þýðir að þá var það eingöngu á ábyrgð TIF en ekki ríkisins að sjá til þess að tjón innstæðueigenda væri bætt samkvæmt öðrum ákvæðum tilskipunarinnar. Ef þessu væri ekki þannig háttað þá hefði varla verið þörf á þessari breytingu. Meint skaðabótaábyrgð vegna greiðsluþrots TIF liggur því hjá sjóðnum sjálfum, ef hún á annað borð er fyrir hendi. 

Á bls. 7 segir enn fremur: "Iceland, together with most States has opted for a scheme which operates a fund to which credit institutions contribute... implemented into Icelandic law by Act No. 98/1999... and provides for the method of financing the fund, which is by the credit institutions operating in Iceland at 1% of insured deposits." Og þarna er komið að kjarna málsins, sem er hvernig fjármögnun sjóðsins var háttað. Það sem kemur ekki fram í álitinu er hinsvegar að tryggingafræðileg staða allra sambærilegra sjóða í Evrópu var mjög svipuð, þeir áttu og eiga ekki inneign fyrir nema ca. 1-2% allra innstæðna. Sem þýðir auðvitað að enginn þeirra er fær um að tryggja nema akkúrat það hlutfall af öllum innstæðum í umdæmum viðkomandi sjóða. Telji ESA að vegna þessa hafi tilskipunin ekki verið innleidd með fullnægjandi hætti, er stofnunin um leið að segja að hún hafi hvergi í Evrópu verið innleidd með fullnægjandi hætti! TIF er sjálfseignarstofnun og nýtur engrar ríkisábyrgðar eins og Michel Barnier framkvæmdastjóri innri markaðar ESB, staðfestir í svari við fyrirspurn norsku fréttastofunnar ABC Nyheter þar að lútandi. Þetta er samhljóða áliti Ríkisendurskoðunar sem ég vakti athygli Ómars Bjarka á í athugasemd #18 við bloggfærslu mína frá 24. ágúst. Í áliti ESA er hinsvegar litið svo á þetta skipti engu máli, sjóðurinn sé bara víst hluti af ríkinu, og þannig virðir stofnunin íslensk lög beinlínis að vettugi.

Það væri enn fremur gaman að fá það alveg á hreint í hverju meintur "brestur á uppfyllingu" tilskipunar 94/19/EB á að felast, því ekki virðast Bretar og Hollendingar hafa litið svo á að útfærslu innstæðutrygginga væri ábótavant þegar þeir heimiluðu starfsemi IceSave þar í landi. Samkvæmt tilskipun 2002/87/EB um viðbótareftirlit með fjármálastofnunum o.s.frv. bar nefninlega breska og hollenska fjármálaeftirlitinu skylda til að ganga úr skugga um að þessi atriði væru í lagi áður en starfsemi IceSave var heimiluð þar í landi, þar með talið að viðeigandi innstæðutryggingar væru fyrir hendi. Þetta hefur verið staðfest af einum af höfundum umræddrar tilskipunar (sjá hér). Ef innleiðingu innstæðutryggingakerfisins hefur verið ábótavant hér á Íslandi, þá felur það um leið sjálfkrafa í sér að bresku og hollensku fjármálaeftirlitin hafa vanrækt starfsskyldur sínar. Varla geta íslenskir skattgreiðendur talist ábyrgir fyrir vanrækslu erlendra eftirlitsstofnana eða hvað?

Samkvæmt tilskipuninni og íslensku lögunum sem innleiða hana var það tryggingasjóðurinn sem bar ábyrgð á að bæta innstæðueigendum tjón sitt en ekki ríkið. Það gerðu Bretar og Hollendingar engu að síður með einhliða ákvörðunum þar að lútandi, og þannig voru það þeir sem gerðust brotlegir ef einhver gerði það! Hvergi er gert ráð fyrir því að sjóðurinn geti orðið gjaldþrota eins og varð raunin, en ef ESA heldur því fram að gjaldþrot sjóðsins eitt og sér feli í sér brot á tilskipuninni þá er um leið verið að segja að öll aðildarríkin séu brotleg. Tryggingasjóður innstæðueigenda (TIF) var nefninlega byggður upp á nákvæmlega sama hátt og aðrir tryggingasjóðir í Evrópu, með sama inngreiðsluhlutfall og mjög sambærilega tryggingafræðilega stöðu að flestu leyti. Ef eitthvað er þá var TIF betur fjármagnaður, þ.e. með beinhörðum peningum, en t.d. sá breski FSCS sem var aðallega fjármagnaður með "inneignarnótum" frá sömu bönkum og hann átti að vernda.

Sú óþægilega staðreynd sem Bretar í fylgilagi við Hollendinga eru að reyna að drepa á dreif með hörku sinni gegn Íslendingum er nefninlega, að þeir voru sjálfir alls ekki með allt sitt á hreinu. Ef IceSave hefði verið í bresku dótturfélagi þá hefði FSCS líka orðið gjaldþrota, þrátt fyrir að vera talsvert stærri en TIF. Það sem meira er, hann hefði líklega tekið alla bresku bankana með sér þegar hann hefði neyðst til að innheimta "inneignarnóturnar" hjá þeim og þurrkað upp allt lausafé í kerfinu á svipstundu. Það var einmitt til að koma í veg fyrir þetta sem Bretarnir gáfu einhliða út yfirlýsingu um að þeir myndu ábyrgjast innstæður, og gerðu það reyndar strax í febrúar 2008 þegar Northern Rock bankinn fór á hausinn, löngu áður en Landsbankinn fór á hliðina. Þetta gerðu þeir (og fleiri þjóðir haustið 2008) hinsvegar í trássi við reglur ESB um takmarkanir á ríkisstuðningi, eins og rakið er í kafla 17.13 í Rannsóknarskýrslu Alþingis. Með kröfum sínum eru þeir að reyna að gera Íslendinga seka um samskonar brot.

Samkvæmt íslenskum lögum er alveg ótvírætt að sjálfseignarstofnunin TIF nýtur ekki ríkisábyrgðar, enda hefur Alþingi aldrei veitt samþykki sitt fyrir slíkri ábyrgð. Síðast þegar ég vissi þá gilda enn íslensk lög á Íslandi, og telji einhver að þau hafi verið brotin verður sá hinn sami væntanlega að leita réttar síns, með sama hætti og íslenskir viðskiptavinir fjármálastofnana sem hafa orðið fyrir miklu tjóni af völdum þeirra! Eðlilegur farvegur fyrir slíka málaumleitan væri að stefna Tryggingasjóði Innstæðueigenda fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur, hvers lögsögu sjóðurinn heyrir undir. Telji menn einhverjar samevrópskar stofnanir sem halda fram annari skoðun vera yfir fullveldi Íslands og lögsögu íslenskra dómstóla hafin, þá er það einfaldlega bara þeirra vandamál að glíma við.

Í gegnum þetta mál allt saman skín svo hin æpandi veruleiki að við eigum ekkert erindi í þetta "bandalag"!

Guðmundur Ásgeirsson, 15.9.2010 kl. 13:59

16 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Hvað agði Gordon Brown. Almenningur á ekki að borga fyrir mistök Bankanna, er, er nokkuð hægt að tala skýrar um það, þetta er bara nákvæmlega það sama og  Ólafur Ragnar er að  koma á framfarir og hafi hann þakkir fyrir, það ætti frekar að setja utanríkisráðherrann í farbann, hann hefur hverg getað komið fram öðruvísi en að hlegið sé að honum.

Eyjólfur G Svavarsson, 15.9.2010 kl. 14:16

17 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Því miður er allt það sem Ásgeir kemur með ekki relevant fyrir málið.  Einfaldlega skiptir ekki máli.  Það sem þarf að gera er að sýna fram á með tilvísun í framvæmd laga og regluverks og í framhaldi dómaframkvæmdum, að álit ESA sé að einhverju eða ölu leiti ekki rétt.  Það sem ESA gerir í álitinu er einfaldlega að vísa til hefðbundinna framkvæmdar og túlkunar á regluverki og jafnhliða vísa í dómafordæmi.  Svona virkar þetta útí evrópu.  Í raun er það sem ESA segir, í flestum atrium,  aðeins staðlað form varðandi atriði sem fyrir löngu er búið aðafgreiða útí evrópu.  Megin gallinn við útleggingu 2-3 ísl. er að þetta er bara einhver túlkun sem þeim ,,finnst" að eigi að vra og alveg án tilvísunar í framkvæmd eða dómafordæmi.  Eg hef áhyggjur af þessu.  Verð að segja það.  Vegna þess einfaldlega, að eg hef ekki séð einn einasta dóm eða eitt einasta mál sem svipar svona í prinsippinu  til íslenska tilfellisins,  þar sem niðurstaðan hefur verið að ríki séu ábyrgðarlaus.  Það er aðallega það sem eg hef áhyggjur af.   Staðryndin að álit ESA er afar þétt og ísland verður að snúa sér í málinu eins og að ofan er lýst.  Finna fordæmi fyrir sinni túlkun.

,,Hvað agði Gordon Brown. Almenningur á ekki að borga fyrir mistök Bankanna"

Mýta.  Hann sagði, og þá með það í huga að UK ríki hafði veitt huge uphæðum í bankana kringum 2008 krísuna, gígantískum upphæðum - sagði í því sambandi að þeir peningar myndu skila sér aftur til almennings og þegar upp væri staðið myndi kotnaður i raun ekki lenda á almenningi.

Þetta er allt svona hérna uppi.  Mýtur og rangtúlkanir samt orðhengilsháttur.  Því miður.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 15.9.2010 kl. 14:38

18 Smámynd: Hörður B Hjartarson

  Njörður ! Ég er afar sammála seinni málsgrein þinni , en engan veginn þeirri fyrri , enda er Bessastaðatrúðurinn að gera okkur feikilegt gagn með þessu , það má trúðurinn eiga , menn eiga að eiga það sem þeir eiga skilið , hvort heldur er gott eða illt - sammmála ?

Hörður B Hjartarson, 15.9.2010 kl. 14:53

19 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Ísland hefði haft 4 mílna landhelgi fram til 1976 hefðu stjórnmálamenn fyrri tíma tekið mark á alþjóðlegum dómstólum. 

Það ætti hverjum manni að vera ljóst að réttlætið á ekki alltaf samleið með alþjóðadómstólum, en frá réttlætinu ætti aldrei að víkja.

Magnús Sigurðsson, 15.9.2010 kl. 14:58

20 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ómar Bjarki, það sem stendur í tilskipunum evrópusambandsins og það sem málsmetandi aðilar hafa um þetta að segja og ég hef ítrekað vitnað í, er ekki eitthvað sem mér og "2-3 Íslendingum finnst" að eigi að vera heldur skjalfestar staðreyndir sem eru hafnar yfir einstakar skoðanir fólks á málinu. Svo vil ég auk þess benda á að þeir Íslendingar sem höfnuðu þvingaðri ríkisábyrgð voru talsvert fleiri en telja má á fingrum annarar handar.

Ómar Bjarki heldur því fram að laganna bókstafur skipti ekki máli í Evrópu, því evrópskar stofnanir og þar með talið dómstólar fari ekki að lögum eins og þau eru, heldur eins og þeim finnst að þau eigi að vera.

Samkvæmt þrískiptingu ríkisvaldsins er það hinsvegar þingið sem á að ákveða hvernig lögin eiga að vera og dómstólar eiga að dæma eftir þeim lögum, en ekki hvernig þeim finnst að þau eigi að vera.

Ég segi að við eigum ekkert erindi í bandalag þar sem dómstólar ákveða sjálfir hvernig lögin eru sem þeir eiga að dæma eftir, og bera þar af leiðandi enga virðingu fyrir sjálfstæði löggjafans. Slíkt er einkenni bananalýðvelda.

Áfram Ísland ! Ekkert IceSave eða ESB !

Guðmundur Ásgeirsson, 15.9.2010 kl. 16:11

21 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

,,Ómar Bjarki heldur því fram að laganna bókstafur skipti ekki máli í Evrópu"

Jú, eg held það reyndar.  Álit ESA er eins og eg hef sagt, í línu við framkvæmd laga og regluverks og jafnhliða með tilvísun í dómafordæmi til að styðja þann skilning er þeir færa fram.

Nú, álit ESA er nánast uppá punkt og prik samhljóma því er eg var marg, margbúinn að segja fólki.  Punkt og prik.  Eins og þeir hafa bara kópípeistað mig!  Mér finnst það merkilegt því ég einn benti á hvernig laga og regluverk væri í raun framkvæmt og ennfremur benti ég á ýmis prinsipp og dómatúlkanir sem icesaveskuldarmál íslands félli líklega inní.  ESA staðfestir mín orð algjörlega.  Hafnar Blöndal og Stefánssyni.  Hafnar þeim alfarið.

,,Ómar Bjarki, það sem stendur í tilskipunum evrópusambandsins og það sem málsmetandi aðilar hafa um þetta að segja"

Sko, skaðabótaábyrgð ríkja er ekki sett fram í stríðsletri í dírektífum.  Skaðabótaábyrgð byggir á almennum prinsippum EU samfélagsins eða EES og dómafordæmum ECJ eða EFTA dómstólsins eftir atvikum.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 15.9.2010 kl. 16:52

22 Smámynd: Njörður Helgason

Líflegar og skemmtilegar umræður við þetta innslag. Hef verið að heiman í dag og get nú farið yfir öll þessi skrif.

Ég hélt að Forseti Íslands væri kosin til að vera í forsæti. Skoðanir hans ættu að vera í farvegi ríkjandi meirihluta eða í ríkisstjórn. Ekki að forsetin sé í forsvari í málum sem er verið að vinna í.

Njörður Helgason, 15.9.2010 kl. 18:44

23 Smámynd: Hörður B Hjartarson

   Njörður ! Mér fynnst þessi skoðun þín álíka og bílstjóri ætti ætíð að aka eftir því hvernig farþegarnir segðu honum að aka , alveg burtséð frá fjölda þeirra , ellegar skynsemi ,  þótt einn segði honum að fara til vinstri annar hægri þriðji beint o.s.frv.

Hörður B Hjartarson, 15.9.2010 kl. 19:30

24 Smámynd: Njörður Helgason

Ég vil að ríkisstjórn Íslands og ráðherrar hennar fari með alla. Já alla málaflokka í stjórnkerfinu.

þetta er kanski skólabókardæmi um það hvað embætti Forseta Íslands er óþarft.

Njörður Helgason, 15.9.2010 kl. 20:18

25 Smámynd: Hörður B Hjartarson

    Það er mín skoðun , að það sé eins hægt að banna mér að tjá skoðanir mínar hér á blogginu , eins og að renna saman vörunum á Bessastaðatrúðnum .

Hörður B Hjartarson, 15.9.2010 kl. 20:27

26 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Forsetinn er eini maðurinn sem fólkið velur, og hann Á að vera málsvari okkar, líka gagnvart stjórnvöldum.

Hann sagði ekkert nema sannleikann í þessu viðtali, og er hinum ónýtu stjórnvöldum okkar ekkert annað en góða fyrirmynd.

Haraldur Davíðsson, 15.9.2010 kl. 20:54

27 Smámynd: Njörður Helgason

stjornarskra.is 13. gr. Forsetinn lætur ráðherra framkvæma vald sitt.

Njörður Helgason, 15.9.2010 kl. 21:01

28 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Hvað sem stjórnarskránni áhrærir er það nokkuð ljóst að hrunaliðið við Austurvöll og í stjórnarráðinu túlkar ekki vilja þjóðarinnar.  Því fer vel á því að eini fulltrúinn sem þjóðin fær að kjósa beinni kosningu geri það.

Magnús Sigurðsson, 15.9.2010 kl. 21:28

29 Smámynd: Njörður Helgason

Ég er viss um að afar fáir kusu Ólaf Ragnar í þessum tilgangi.

Njörður Helgason, 15.9.2010 kl. 21:57

30 Smámynd: Elle_

Ég er viss um að forsetinn hefur varið okkur, ekki hefur ICESAVE-STJÓRNIN gert það. 

Elle_, 15.9.2010 kl. 22:49

31 Smámynd: Jón Valur Jensson

Icesave-hlutinn af viðtalinu með hinni ágætu frammistöðu forsetans er kominn í uppskrifuðu textaformi á þessa vefsíðu: FORSETINN Í KRÖFTUGU CNN-VIÐTALI.

Jón Valur Jensson, 15.9.2010 kl. 23:32

32 identicon

Heill og sæll; Njörður frændi - og þið önnur, gestir hans hér, á síðu !

Njörður minn !

Reyndu ekki; að verja óbermin í Stjórnarráðinu, og félaga þeirra, á Alþingi, með einhverjum helvítis hártogunum, ágæti drengur.

Þú ert; alltof skynsamur til þess.

Nei; rétt er það. Mikill minnihluti Íslendinga; kaus Ólaf Ragnar, sem forseta sinn, á sínum tíma (ekki; kaus ég hann) - en hann hefir þó lágmarks döngun, til þess að standa í fæturna, þegar á landsmenn er sótt, úr ýmsum áttum - og þar með talið, hér innanlands, einnig.

Sjáðu nú hlutina; í ögn víðara samhengi, Njörður minn.

Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi, sem jafnan /

Óskar Helgi 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 16.9.2010 kl. 13:57

33 Smámynd: Njörður Helgason

Já ég virði skoðanir ykkar þarna fyrir austan.

Mbk NH.

Njörður Helgason, 16.9.2010 kl. 19:02

34 Smámynd: Tómas H Sveinsson

Óskar Helgi segir:

". Mikill minnihluti Íslendinga; kaus Ólaf Ragnar, sem forseta sinn, á sínum tíma (ekki; kaus ég hann)"

Ég kaus hann ekki heldur.Sá sem man þá tíð að ORG var kosinn til Bessastaða man þá líka að það var meirihluti þess minnihluta sem kaus hann sem var að kjósa forstetafrú til Bessasta. Konu sem allir dáðu og enginn skildi af hverju hefði gifst þessu óbirmi honum ORG. Síðan hefur þetta lullað af ísleskri kurteisi (eða auminghætti), þ.e. að einginn mannsæmandi maður vill bjóða sig fram gegn sitjandi forseta og því situr ORG á Bessastöðum enn þann dag í dag.

Ég vil endurtaka þá skoðun mína á ORG sem ég hef margoft lýst yfir á þessum síðum bloggsins, að hann er tækifærissinni og haga alltaf máli sínu og gjörðum þannig að hann hafi hag að. Nú vill svo til að hann þekkir hug meirihluta íslendinga og hagar því máli sínu eftir því, þar sem ekki er kostur á neinu betra, svo sem veislum erlendir, flugferðum með einkaþotum og ræðuhöld á fundum og þingum auðmanna. Varist þennann mann. Hann hefur alla tíð aðeins unnið fyrir sjálfan sig og þjóðarhagur eða heill landsins eru honum ótekkt hugtök.

Tómas H Sveinsson, 17.9.2010 kl. 09:43

35 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þú ert mjög tortrygginn maður, Tómas, sýnist mér. Að hlusta á varnir forsetans fyrir okkur í erlendum fjölmiðlum er mun betra áheyrnar og sýnir meiri samstöðu með þjóðinni en gasprið í mönnum eins og Össuri eða eilífa meðvirknin í Icesave-ráðherrum okkar.

Jón Valur Jensson, 17.9.2010 kl. 10:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Njörður Helgason. Húsasmíðameistari grunnskóla og framhaldsskólakennari.

Höfundur

Njörður Helgason
Njörður Helgason
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_3122
  • IMG_3283
  • IMG_3266
  • IMG_3268
  • IMG_3257

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 370311

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband