Jón er kominn heim!

Ég horfði á Jón Baldvin í dag. Hann sveik ekki frekar en fyrri daginn. Flutti gott, vel hugsað mál og íhugað. Rétt er það hjá Jóni Baldvin að Ingibjörg og reyndar Björgvin Sigurðsson öxluðu sína ábyrgð og sögðu af sér. Ráðherrar sjálfstæðisflokksins voru eins og Jón Baldvin sagði með Serbíusyndrom, höfnuðu stöðu Íslands en sögðu viðvaranir utan frá  byggðar á vanþekkingu og öfund.

Enda hefur engin ráðherra sjálfstæðisflokksins axlað nokkra ábyrgð á þjóðarhruninu 2008. Ráðherrar hafa farið í frí og aðrir farið í góð störf í bönkum eða á dagblöðum.


mbl.is Jón Baldvin hrósar rannsóknarskýrslunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég vil bara minna þig á, áður en þú festir þessa sögufölsun í sessi að Ingibjörg Sólrún hætti ekki af pólitískum ástðum heldur heilsufarlegum. Björgvin var svo gerður að blóraböggli fyrir hana, en hún og Össur leyndu hann mikilvægum upplýingum, sem urðu grunnur að yfirsjónum hans.

Það axlaði enginn ábyrgð hjá Samfó, enda hafna þeir henni alfarið. Á hverju voru Samfylkingarmenn að axla ábyrgð með afsögnum? Viltu fræða mig um það?

Það sskiptir svo engu máli í samhenginu að einhverjir þingmenn og ráðherrar hafi gengið í góð störf. Að það sé merki um ábyrgðarleysi er jafn fáránlegt og öll þessi Adolf Hitler ræða Jóns Balvins. Það var ekkert samkvæmt sannleikanum í henni. Ekkert.

Yfirvegað og úthugsað?? Þetta var akkúrat þver öfugt. Örvæntingarfullur valdsjúkur og elliær has-bin með mikilmennskubrjálæði á ekki skilið slíka einkun. Nema að þú hafir bara verið að grínast.

Jón Steinar Ragnarsson, 5.9.2010 kl. 20:19

2 Smámynd: Njörður Helgason

Það er fakta að einu ráðherrarnir sem öxluðu sannarlega ábyrgð voru ráðherrar Samfylkingarinnar. Ráðherrar sjálfstæðisflokksins eru enn að neita og skýla sér bak við sín verk.

Ég er stoltur af því að vera krati og stuðningsmaður Jóns Baldvins.

Njörður Helgason, 5.9.2010 kl. 21:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Njörður Helgason. Húsasmíðameistari grunnskóla og framhaldsskólakennari.

Höfundur

Njörður Helgason
Njörður Helgason
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_3122
  • IMG_3283
  • IMG_3266
  • IMG_3268
  • IMG_3257

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 370310

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband