Sjálfstæðisflokkurinn í dimmu skoti.

Jón Gnarr er hreinskilinn í færslum sínum á FB. Það á við þessa og aðrar innsetningar hjá honum. Ég get trúað því að samstarfið sé ekki auðvelt við flokk eins og sjálfstæðis flokkinn sem er að eigin áliti í efsta sæti og ræður öllu.

Það er stjórnunarháttur og pólitik sjálfstæðismanna að tala niður til andstæðinganna, tala niður til þeirra með því að láta þeirra stöðu og málflutning vera ómerkilegan að áliti sjálfstæðismanna.

En eftir sem áður er ég viss um að Jón Gnarr stendur sig vel.


mbl.is Sýni auðmýkt en fæ töffaragang á móti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Ekki veit ég hvort er sorglegra - færsla hin óhæfa gnarr eða þessi færsla þín.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 27.8.2010 kl. 10:14

2 Smámynd: Ólafur Als

Hvað sem segja má um viðhorf sumra í stjórnmálum þá liggur fyrir að Hanna Birna, forveri Jóns Gnarr, nýjar línur í stjórn borgarinnar. Lykilorðið var samvinna og um það eru pólitískir andstæðingar hennar og sjálfstæðisflokksins sammála.

Er nú e.t.v. komið að því að endurrita söguna; draga fjöður yfir þau góðu verk sem Hanna Birna og sjálfstæðisflokkurinn unnu að við stjórn borgarinnar á sviði samvinnu og samráðs?

Ólafur Als, 27.8.2010 kl. 10:23

3 Smámynd: Matthildur Jóhannsdóttir

Hemm ef við skoðum orðin sem Ólafur notar þá er það: Sorglegt og óhæfur.

Mér var kennt að orð sem við notuðum um aðra lístu okkur alltaf best sjálfum og hvar við stæðum í lífinu.

Þannig að þá er Njörður: Hreinskilinn og stendur sig vel. 

Það er alltaf gaman að lesa netheima og fólkið þar með þessa forfeðra speki í farteskinu.

Matthildur Jóhannsdóttir, 27.8.2010 kl. 10:28

4 Smámynd: Njörður Helgason

Þakka þér Matthildur. Svar Ólafs er ekki pikksins virði.

Njörður Helgason, 27.8.2010 kl. 13:15

5 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Það er svo sem engin synd að nota orðið "óhæfur" þegar um óhæfan einstakling er að ræða. Ég leyfi mér að líta svo á að Jón Gnarr hafi stimplað sig nokkuð vel inn sem óhæfur stjórnmálamaður strax í upphafi ferils síns. Verst að karlinn skuli vera svona viðkvæmur. Það færi alveg með hann ef einhver tæki að sér að segja honum það.

Svo hvet ég þá, sem líta öðruvísi á stöðu hans, að rökstyðja þá skoðun að hann sé hæfur stjórnmálamaður og borgarstjóri.

Emil Örn Kristjánsson, 27.8.2010 kl. 14:15

6 Smámynd: einhvur

> Svar Ólafs er ekki pikksins virði.

Það sem er athyglivert við viðbrögð þín, Njörður, er að það hafa tveir Ólafir svarað þér. Svo virðist vera sem þú sláir þeim saman þegar þú segir þá ekki svara verða. Ætli það sé af því að hvorugur þeirra virðist sammála þér í órökstuddum sleggjudómum þínum um (næst)stærsta stjórnmálaflokkinn í borginni? Þú virðist alveg gleyma því að stór hluti borgarbúa kaus þann flokk og fól honum að tala fyrir sína hönd á vettvangi borgarmála. Þér færi betur að tala eins og manneskja um annað fólk í stað þess að slá um þig með alhæðingum um sjálfstæðismenn.

einhvur, 27.8.2010 kl. 15:43

7 Smámynd: Njörður Helgason

Hvaða bull er þetta. Það er dapurt að horfa á Jón og félaga jarða fyrrverandi borgarstjóra og hanns, hennar klúður.

Njörður Helgason, 27.8.2010 kl. 20:42

8 Smámynd: Matthildur Jóhannsdóttir

Ólafur I er sá sem um er rætt. En hann er allstaðar þar sem Jón Gnarr er ræddur. Hann hefur ekki enþá svarað orðum mínum annarstaðar hvort hann sér að vinna við Aurkst. Því gagnrýni er ekki orð sem passar.  Svo er líka til fólk sem eru svo miklar gungur að þeir þora ekki að tala í eiginn Nafni og hver skildi það nú vera.

Matthildur Jóhannsdóttir, 30.8.2010 kl. 13:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Njörður Helgason. Húsasmíðameistari grunnskóla og framhaldsskólakennari.

Höfundur

Njörður Helgason
Njörður Helgason
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_3122
  • IMG_3283
  • IMG_3266
  • IMG_3268
  • IMG_3257

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband