Ill byrjun á samgöngubót.

Verslunarmannahelgin fer ekki vel af stað varðandi sjávarföll og með því siglingar milli lands og Eyja. Það gæti orðið flólið fyrir gesti að komast heim eða út í Eyjar á réttum tíma.

Þetta er skelfilegt ástand í nýrri höfn. Engum á að koma á óvart miklir sandflutningar við suðurstöndina og stóra jökulá sem rennur til sjávar við hafnarmynnið. Dýpkunarprammi hefur verið í Þorlákshöfn alla tíð, þó er framburður Ölfusár langt frá því að vera eins og í Markarfljótinu.


mbl.is Herjólfur tafðist um þrjá tíma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: GAZZI11

Þetta eru snillingar hjá siglinga og samgöngumálaráðuneyti og hafa verið að hreykja sér yfir eigin getu og hvað aðrir, sem ekki hafi sömu skoðun og þeir séu neikvæðir og fávísir.

Fjölmargir hafa tjáð sig um fjöruna og sandburðinn ásamt veðráttunni á þessum slóðum og þá sérstaklega briminu og sandinum sem berst þarna fram og til baka.

Flestir hafa þeir verið til sjós og eða bændur þarna á svæðinu og telja sig þekkja til aðstæðna og hafa safna kunnáttu ásamt þekkingu frá forfeðrum sem háðu þarna báráttu til sjávar og sveita.  

Það verður verðugt verkefni fyrir þessa snillinga að leysa öll þau vandamál sem upp munu koma og væntanlega sjá menn fljótlega að nýr Herjólfur í Þórláksahöfn eða göng hefðu verið betri og ódýrari kostur þegar fram í sækir. 

GAZZI11, 30.7.2010 kl. 12:28

2 Smámynd: Njörður Helgason

Ég er alinn upp með Reynisfjöruna út um stofugluggann. ?egar maður var lítill og það gaus í Eyjun og allt stefndi í að höfnin .ar lokaðist var horft til annarra staða fyrir höfn.

Mikið var talað um að gera höfn við Dyrhólaey, draumur sem aldrei rættist.

Ég man að talað var um sandburðinn sem væri í fjörunni við Dyrhólaey og allt í kringum hana. væri ómögulegt til hafnargerðar. Ég sá þetta í Reynisfjörunni og ekki síður þegar ég flutti til Víkur. Þar er mikil hreyfing. Það sem er fjara í dag getur verið orðið mikið sjávardýpi daginn eftir.

Því kemur það ekki á óvart að Landeyjahöfnin fyllist fljótt af sandi. Markarfljót rennur til sjávar rétt utan við hafnarmynnið.

Njörður Helgason, 30.7.2010 kl. 16:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Njörður Helgason. Húsasmíðameistari grunnskóla og framhaldsskólakennari.

Höfundur

Njörður Helgason
Njörður Helgason
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_3122
  • IMG_3283
  • IMG_3266
  • IMG_3268
  • IMG_3257

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband