26.7.2010 | 10:53
Ánægjulegt fyrir okkur Íslendinga
Virkilega ánægjuleg samþykkt. Viðræður sem varpa ljósi á það hver er ávinningur okkar Íslendinga að ganga í Evópusambandið. Líka hvað þarf að ná betri niðurstöðu um.
Þetta er stórt skref sem íslensk þjóð er að taka. En það er ánægjulegt að ræða eigi við okkur Íslendinga á grundvelli þess að við erum þjóð meðal Evrópuríkja og að ræða eigi við okkur um aðild að sambandi álfunnar.
Það að við erum að fara í formlegar viðræður er eitthvað sem engin þarf að óttast. Helst eiga allir að vera stoltir af viðurkenningunni sem Íslendingum öðlast við að ganga að samningaborðinu. Síðan þegar niðurstaðan er fengin og samningurinn gerður verður þjóðaratkvæðagreiðsla um hann.
Eithvað sem niðurstaðan í atkvæðagreiðsunni sýnir þjóðarviljan fyrir samningnum.
Samþykktu að hefja viðræður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Njörður Helgason. Húsasmíðameistari grunnskóla og framhaldsskólakennari.
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Myndirnar mínar á Flickr Samansafn valinna mynda til sýnis fyrir alla
- Twitter síðan mín Skoðanir í stuttu máli
Veðurviti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll vertu
"En það er ánægjulegt að ræða eigi við okkur Íslendinga á grundvelli þess að við erum þjóð meðal Evrópuríkja "
"Helst eiga allir að vera stoltir af viðurkenningunni sem Íslendingum (sic) öðlast við að ganga að samningaborðinu."
Það er nú það. Eru þetta rökin? Greina fleiri en ég minnimáttarkennd í orðavalinu? Reyndar skal tekið fram að Njörður sker sig ekkert úr; aðrir Evrópusambandssinnar virðast bara ekki hafa til fleiri rök.
Einar Sveinn Hálfdánarson, 26.7.2010 kl. 11:14
Eina rétta í stöðunni í dag er eftirfarandi:
Ný/önnur ríkisstjórn, eða meirihluti þingsins, sem fengi þau tvö verkefni; að afturkalla þessa svokölluðu "umskókn" í ESB, og fella "samninginn" um kaup Magma á HS orku úr gildi, og reka þá heim aftur.
Aðeins þannig geta Íslendingar haldið inn í framtíðina sáttir og stoltir, ekki sárir og svekktir.
Össur á eftir að fá makleg málagjöld í næstu kosningum fyrir sinn sólóleik í þessu ESB máli.
Og þjóðinn á eftir að "launa" Samfylkingunni með því að kolfella þetta ESB-brölt í þjóðaratkvæðagreiðslu, svo mikið er víst.
Dexter Morgan, 26.7.2010 kl. 11:55
Það eru næg rök fyrir aðildarviðræðum. Það að vera þjóð meðal þjóða vegur þungt.
Njörður Helgason, 26.7.2010 kl. 12:23
.. hvað þýðir þá þetta "að vera þjóð meðal þjóða"? - Hvaða merkingu hefur það?
Einar
Einar Sveinn Hálfdánarson, 26.7.2010 kl. 14:07
Að vera ekki útkjálkaþjóð sem engin vill hafa samskipti við!
Njörður Helgason, 26.7.2010 kl. 15:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.