17.7.2010 | 08:48
Evrópusamstarfið framtíðartrygging Íslands.
Þarna er enn ein sönnunin fyrir því að Ísland á að vera hluti af samvinnu Evrópuþjóða bæði pólitískt í Evrópusambandinu og með gjaldmiðilinn Evru.
Þetta er tvímælalaust trygging fyrir þjóðina. Trygging sem Íslendingar eiga að fá þjóð sinni til framtíðar.
Evran sækir í sig veðrið gagnvart Bandaríkjadal | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Njörður Helgason. Húsasmíðameistari grunnskóla og framhaldsskólakennari.
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Myndirnar mínar á Flickr Samansafn valinna mynda til sýnis fyrir alla
- Twitter síðan mín Skoðanir í stuttu máli
Veðurviti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Nákvámlega, en því miður vita flestir íslendingar ekkert um hvað Evrópusambandið snýst. Búið er að snú umræðunni upp í þvælu og bull um fullveldisafsal og annað slíkt bull.
The Critic, 17.7.2010 kl. 09:32
Hvaða tryggingu fyrir þjóðina, ertu að tala um maður.
Er eða var Grikkland með þessa tryggingu búinn að vera í ESB og Evru til fjölda ára. Samt fór landið á hausinn og er nú í fanginu á AGS og hefur þurft að skerða lífskjör almennings mörgum sinnum meira en við höfum þurft að gera og voru þau þó aldrei neitt nálægt því jafn góð og þau eru og hafa verið á Íslandi.
Aðhald og ábyrgð í peningmálum var ekki til og Evran dró úr þeim allan mátt, en veitti þeim falskt öryggi að þeir töldu sig engar áhyggjur þurfa að hafa.
Nú logar Grikkland í verkföllum og mannskæðum óeirðum sem kostað hafa fleiri en eitt mannslíf og fjölda alvarlegra slasaðra. Mótmælendur hafa í umvörpum brennt bláa gulstjörnufána ESB apparatsins í mótmælum fyrir framan höfuðstöðvar ESB í Aþenu.
Mikið öryggi þetta, eða hitt þó heldur.
ESB apparatið er gjörspillt og er eitthvert versta tilræði við frjálst og opið lýðræði, síðan SOVÉTRÍKIN sálugu liðuðust í sundur.
Gunnlaugur I., 17.7.2010 kl. 11:46
Það er engin ákvörðun tekin um sviptingu fullveldis Íslands nema að undangengini þjóðaratkvæðagreiðslu.
Engin ákvörðun er tekin sem varðar Evrópusambandið nema að allar þjóðir samþykki hana. Um þetta eru ákvarðanir þjóða þekktar sem stöðva sameiginlega ákvörðun.
Höfum það alveg á hreinu að Ísland verður ekki aðildarland Evrópusambandsins nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu.
Hana er hægt að samþykkja eins og mörg lönd hafa gert, eða fella tvisvar eins og Norðmenn hafa gert.
Njörður Helgason, 17.7.2010 kl. 12:04
Gunnlaugur I, Afhverju áttu þá heima í ESB landinu Spáni ?
Jón Frímann Jónsson, 17.7.2010 kl. 15:32
Jón Frímann ég get átt heima þar sem ég vil án þess að þurfa stöðugt að standa þér einhver reikningsskil á því.
Þú virðist halda það að af því að ég búi í ESB landinu Spáni þá megi ég alls ekki vera á móti spilltu og handónýtu valdaapparati ESB systemsins.
Svoleiðis var þetta í SOVÉTT og Ráðstjórnarríkjunum öllum þar sem menn áttu að búa við hina fullkomnu og stöðluðu ímynd heimskommúnismans að þeir sem voru á móti kerfinu eða voru í einhverjum vafa um það var ekki vært að lifa þar eðlilegu lífi og sendir á geðveikrahæli í Gulaginu.
Þú ert sjálfsagt einn af þessum heittrúuðu ESB sinnum sem telur menn eins og mig geðveikan og að ég hafi engan rétt að vera á móti ónýtri og gjörspilltri stjórnskipan ESB apparatsins af því að ég bý hér akkúrat núna.
Þetta er ábyggilega í 10 skipti sem ég reyni að útskýra þetta fyrir þér en það virðist ekkert virka. Annað hvort á mér alls ekki að leyfast að hafa neina skoðun á ESB eða vanköntum þess, eða ég eigi að vera innmúraður og heilaþveginn ESB sinni eins og þú !
Ég kýs hvorugt og kýs að hafa mína sjálfstæðu skoðun á þessu máli sem ég byggi á þekkingu minni og margra ára reynslu og meðal annars að hafa búið lengst af á Íslandi en líka í ESB löndunum Bretlandi og Spáni.
Ég gæti ýmislegt kennt þér drengur minn, en efast um að það myndi taka því að eyða tíma á svona rétttrúnaðar ESB pótintáta eins og þig.
Gunnlaugur I., 17.7.2010 kl. 16:52
Tilvalið ef menn nenna ekki að sjóða mysuna í landagerð að drekka hana úr pokum sem eru notaðir undir lambablóð í sláturhúsum.
Njörður Helgason, 17.7.2010 kl. 21:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.