14.6.2010 | 16:44
Hræddir stjórnmálamenn vilja hætta við aðildaviðræður.
Að sjálfsögðu á að taka upp aðildarviðræður vi EB. Vilji þessa fólks sem vill að umsóknin verði dregin til baka er álíka innihaldsrík og það sem strúturinn kemst að þegar hann stingur hausnum í sandinn. Ekkert nema sandur sem byrgir sýn.
Það kemur ekkert í ljós með það sem aðild að EB mun færa okkur fyrr en farið verður í viðræður um aðild. Ég held að þau sem hafa hæst um að draga aðildarumsóknina til baka séu hrædd um að það sem komi út úr aðildaviðræðunum verði svo gott fyrir Íslendinga að aðild að Evrópusambandinu verði samþykkt með miklum meirihluta í þjóðaratkvæðagreiðslu sem mun fara fram um gerðan samning. Þá fær rödd þjóðarinnar að segja hvað hún vill.
Reiðubúnir að hefja aðildarviðræður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Njörður Helgason. Húsasmíðameistari grunnskóla og framhaldsskólakennari.
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Myndirnar mínar á Flickr Samansafn valinna mynda til sýnis fyrir alla
- Twitter síðan mín Skoðanir í stuttu máli
Veðurviti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 370663
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já, það verður örugglega eitthvað gott sem kemur út úr þessu fyrir Ísland, miklu betra en t.d. fyrir Grikkland, eða Belgíu, eða Eistland. Enda erum við einstök, framleiðum þrefalt á við aðrar þjóðir, erum ríkasta þjóð í heimi, hér er nánast engin spilling og fullkomið fjölmiðlafrelsi.... eða svo var a.m.k. sagt árið 2007.
Guðmundur Ásgeirsson, 14.6.2010 kl. 17:46
Njörður,
Af hverju fékk ekki rödd þjóðarinnar að velja um hvort ætti að fara í aðildarviðræður ?
Fær hún bara að velja stundum um mikilvæg mál ? Hvort fara ætti í viðræður er mjög stór ákvörðun, það hefði átt að leyfa kosningu um það.
Birgir Örn Guðjónsson, 14.6.2010 kl. 18:04
@Guðmundur Það er ekkert vitað fyrr en farið verður í viðræðurnar
@ Birgir Það verður kosið um samninginn þegar hann verður gerður. Úrslit þeirra kosninga segja til um hvort Ísland verður hluti af Evrópubandalaginu.
Njörður Helgason, 14.6.2010 kl. 18:26
þEGAR ÚRSLIT KOSTNIGANA VERÐUR BIRT,KOMUMST VIÐ AÐ ÞVÍ AÐ VIÐ HENTUM X MÖRGUM MILJÓNUM ÚT UM GLUGGANN SEM HEFÐI MÁTT NOTA TIL AÐ BJARGA HEIMILUNUM.VERÐI ÞÉR AÐ GÓÐU NJÖRÐUR HELGASON.
Eyjólfur G Svavarsson, 15.6.2010 kl. 13:43
Ekki milljónum, heldur milljörðum Eyjólfur, og það til einskis! Fyrir utan það að stoppa öll önnur mikilvæg mál á meðan. Ef ársgamalli stefnuskrá Samtaka Fullveldissinna hefði verið fylgt frá því hún var lögð fram, þá hefðum við sem þjóðfélag komist á þremur mánuðum á sama stað og við höfum komist á heilu ári þrátt fyrir hindranir núverandi stjórnvalda. Helsti munurinn sá að ekki væri búið að moka milljörðum í þetta vonlausa ESB gæluverkefni, og IceSave væri líka löngu horfið!
Guðmundur Ásgeirsson, 15.6.2010 kl. 15:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.