10.6.2010 | 11:51
Langþráð rigning getur skapað hættu.
Það er ekki að furða að eðjuflóð komi í árnar undir Eyjafjöllum núna þegar langþráð rigning kemur þar. Ekki er ósennilegt annað en að eðjuflóð eigi eftir að koma í fleiri ár en Svalbælisá. Við upptök allra jökulánna sunnan við Eyjafjallajökul er mikið af gjósku og gríðarmikil aska er á jöklinum sjálfum. Hún rennur auðveldlega af stað í úrkomunni. Þessi gjóska er svo örfín að ef að hún mettast af vatni og fer af stað verður eðjuflóðið gríðar þungt. Ekkert venjulegt vatnsflóð heldur líkara steypu með miklu flæði.
Þess vegna er vonandi að flóðin verði ekki stærri en að árnar haldist í farvegum sínum. Ef eðjan fer upp á gróið land verður hnausþykk leirdrulla eftir á landinu.
En það er þó til mikilla bóta að farið sé að rigna fyrir austan til að skola landið og víðar til að hreinsa loftið.
Suðurlandsvegur slapp naumlega | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Njörður Helgason. Húsasmíðameistari grunnskóla og framhaldsskólakennari.
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Myndirnar mínar á Flickr Samansafn valinna mynda til sýnis fyrir alla
- Twitter síðan mín Skoðanir í stuttu máli
Veðurviti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ólafur bóndi hann byrjaði að slá
þá birti yfir svipnum á öllum,
en svo fór að vaxa í Svaðbælisá,
svona er líf undir fjöllum.
Í búskapnum ákveðin berjast sem ljón
en af búsifjum alltaf á tánum,
í gíslingu eru þau geðugu hjón
af gosi og vexti í ánum.
Karl Kristensen, 10.6.2010 kl. 13:32
Góður.
Njörður Helgason, 10.6.2010 kl. 17:09
Mínar stuðningskveðjur til þessa hetju-fólks fyrir austan, sem allra annarra Íslendinga.
Sem betur fer hafa Norsku bændurnir stutt með peningum.
Auðæfin þarna fyrir austan eru auðæfi svo margra! Við ræktum ekki mjólk í blómapottum, og fólk vill kannski ekki g-mjólk frá Evrópu, sem jafnvel fer í sömu hundana? M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 10.6.2010 kl. 19:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.