31.5.2010 | 13:09
3/4 flokksformannanna lásu ekki rétt úr niðurstöðu kosninganna.
Það var með ólíkindum hvernig flestir formenn stjórnmálaflokkanna á Íslandi brugðust við úrslitum sveitarstjórnarkosninganna. Formenn fjórflokkanna, því svo sannarlega eru þeir fjórflokkarnir. Þó að í dag heiti Alþýðuflokkurinn Samfylking og Alþýðubandalagið Vinstri grænir.
Bjarni Benediktson talaði gleiður og hrokafullur um sigra sjálfstæðisflokksins víða um landið. Ágætis sigrar í genatískum bæjarfélögum en tap sjálfstæðismanna var stórt víðast hvar.
Sigmundur Davíð sagði að árangur Framsóknarflokksins væri stór og eftirtektarverður. Sigmundur Davíð sagði ekki mikið um það að flokkurinn hans er afmáður í stærsta kjördæminu. Kjördæmi Sigmundar Davíðs.
Steingrímur J. var úti á þekju í sínum málflutningi. Sagði að flokkurinn hans hefði unnið stóra sigra og bætt við mörgum fulltrúum. Steingrímur J. er líklega búinn að gleyma því að Vg. er búið að taka þátt í allmörgum R. lista framboðum víða um landið og hefur ásamt hinum flokkunum í sameiginlegum framboðum verið að ná inn fulltrúum.
Jóhanna Sigurðardóttir var eini flokksformaðurinn sem leit raunhæft á niðurstöðu kosninganna. Hún sagði að flokkarnir hefðu fengið gul spjöld. Endalok flokkakerfisins gætu orðið. Jóhanna talaði líka á þann veg að ábyrgðina verði að axla. Í því og öðrum málum dró Jóhanna ekki sinn flokk undan.
Um bloggið
Njörður Helgason. Húsasmíðameistari grunnskóla og framhaldsskólakennari.
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Myndirnar mínar á Flickr Samansafn valinna mynda til sýnis fyrir alla
- Twitter síðan mín Skoðanir í stuttu máli
Veðurviti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 370663
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.